Stjörnumaðurinn Alex Þór Hauksson er yngsti fyrirliðinn í Pepsi Max-deild karla, ekki nema tvítugur. Hann virðist alltaf aðeins vera á undan öðrum en hann lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki aðeins tólf ára. Alex hefur verið fastamaður í liði Stjörnunnar undanfarin þrjú ár og varð bikarmeistari með liðinu 2018. Á síðasta tímabili endaði Stjarnan í 4. sæti Pepsi Max-deild karla á síðasta tímabili og náði ekki Evrópusæti. Stefnan er sett á að endurheimta það og gott betur. „Við erum með frábært lið og frábæra þjálfara og trúum að við getum farið alla leið. Stefnan er að berjast um titilinn,“ sagði Alex í samtali við Vísi. „Það var mjög svekkjandi að ná ekki Evrópusæti á síðasta tímabili. Það stóð tæpt en setur smá svartan blett á tímabilið. Við ætlum að bæta upp fyrir það í ár og gera betur.“ Rúnar vissi nákvæmlega hvað hann var að gera Mikla athygli vakti þegar hinn þrautreyndi og sigursæli Ólafur Jóhannesson var ráðinn þjálfari Stjörnunnar við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar eftir síðasta tímabil. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur hefur Alex leikið 56 leiki í efstu deild.vísir/bára „Strax og ég heyrði þetta leist mér fáránlega vel á þetta,“ sagði Alex um komu Ólafs til Stjörnunnar. „Það hafa verið breytingar á þjálfarateyminu og við höfum skipt reglulega um aðstoðarþjálfara. Það hafa allt verið frábærir þjálfarar sem gott var að vinna með. Ég hafði aldrei neinar áhyggjur af því að Rúnar vissi ekki nákvæmlega hvað hann væri að gera þegar hann var að leita að manni með sér.“ Allir himinlifandi með Óla Alex ber Ólafi vel söguna og segir hann hafi ekki verið lengi að láta til sín taka hjá Stjörnunni. „Við í liðinu erum allir himinlifandi að hafa fengið Óla. Hann er frábær þjálfari og hefur komið inn af krafti. Þeir Rúnar ná mjög vel saman og til okkar leikmannanna,“ sagði Alex. „Óli er mjög góður í samskiptum við leikmenn og það er einn af hans helstu kostum. Hann hefur leiðbeint mér mjög mikið og sýnt mér hvað hann vill fá frá mér á vellinum. Hann er frábær karakter og býr til góða orku.“ Allt annað en venjulegt Eins og áður sagði hófst ferill Alex í meistaraflokki fyrr en hjá flestum, eða öllum. Þann 17. ágúst 2012 kom hann inn á undir lok leiks Álftaness og Hugins á Bessastaðavelli í D-riðli 3. deildar. Alex er fæddur 26. nóvember 1999 og var því aðeins tólf ára í þessum fyrsta meistaraflokksleik sínum. „Það er allt annað en venjulegt,“ sagði Alex og hló. Hann fór svo yfir aðdraganda þess að hann spilaði þennan leik fyrir átta árum. Fimm ár liðu milli fyrsta og annars leiks Alex í meistaraflokki.vísir/vilhelm „Ég var í Álftanesi í yngri flokkunum. Þetta er ekki stærsta félagið en við vorum með fínan árgang og ég hafði staðið mig mjög vel um sumarið. Álftanes var í 3. deild og í ágúst var hópurinn orðinn frekar þunnur og erfitt að smala í lið.“ Valinn fram yfir Magga Bö Þórhallur Dan Jóhannsson var þjálfari Álftaness á þessum tíma. Fyrir leikinn gegn Hugin 17. ágúst 2012 þurfti hann að fylla leikskýrslu og valið stóð á endanum á milli tólf ára Alex og Magnúsar Vals Böðvarssonar, hins ástsæla vallarstjóra KR. Ég var tekinn fram yfir hann sem ég skil ekki enn þann dag í dag. Þeir sem hafa séð Magnús inni á vellinum vita alveg hvað í hann er spunnið. Hann er markamaskína af guðs náðs. Álftanes tapaði leiknum gegn Hugin með fimm mörkum gegn einu. „Þórhallur gaf mér traustið og fékk að sprikla nokkrar mínútur undir lokin. Þótt úrslitin hafi ekki verið góð var þetta frábær upplifun og gaf mér auka kraft,“ sagði Alex. Hann fór í Stjörnuna þegar hann var á yngra ári í þriðja flokki. „Ég hafði verið í U-15 ára landsliðinu og var að byrja í U-17 ára landsliðinu. Á einhverjum tímapunkti þurfti maður að taka næsta skref og fara í betra lið til að vera áfram í kringum landsliðin. Á sama tíma sameinuðust Álftanes og Stjarnan í þriðja flokki þannig að eina vitið fyrir mig var að halda áfram með vinunum,“ sagði Alex. Þakklátur fyrir traustið Rúnar Páll kastaði Alex út í djúpu laugina tímabilið 2017 en hann var þá fastamaður í byrjunarliði Stjörnunnar, aðeins sautján ára. Eftir að hafa ekki skorað á fyrstu tveimur tímabilum sínum hjá Stjörnunni gerði Alex þrjú mörk í Pepsi Max-deildinni í fyrra.vísir/bára „Við vorum með svaka kanónur þarna. Ég æfði með liðinu um veturinn og svo gaf Rúnar mér tækifæri. Hann gerir það með unga leikmenn og svo er það undir þeim komið að standa sig. Þetta gekk mjög vel og hann sá að það hentaði liðinu mjög vel að hafa mig aftast á miðjunni. Hann var ekkert feiminn við að setja traust sitt á mig og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Alex. Fyrstu leikirnir voru svolítið stressandi en það voru margir góðir leikmenn í liðinu sem hjálpuðu mér og höfðu trú á mér. Ég á mönnum eins og Baldri [Sigurðssyni] og Eyjólfi [Héðinssyni] mikið að þakka. Þeir gáfu mér góð ráð og öryggi í að vera ég sjálfur. Þeir vissu hvað ég gat og drógu það fram í mér á vellinum. Góðir leikmenn gera leikmennina við hliðina á sér betri. Alex er mjög metnaðarfullur og stefnir að því að komast í atvinnumennsku erlendis. „Mig langar að komast eins langt og ég get og reyna að spila á eins háu getustigi og mögulegt er. En ég er gríðarlega ánægður í mínu hlutverki hjá Stjörnunni og mjög spenntur fyrir sumrinu. Ég er með háleit markmið og vinn hart að því að ná þeim,“ sagði Alex. Sér að þetta er möguleiki Miðjumaðurinn öflugi hefur leikið þrjá leiki fyrir A-landsliðið, einn í janúar 2019 og tvo í janúar á þessu ári. Stjörnumenn misstu af Evrópusæti á síðasta tímabili. Alex segir að Garðbæingar ætli sér að gera mun betur í sumar.vísir/vilhelm „Það var mikill heiður og ég er ótrúlega stoltur af því að hafa fengið að spreyta mig með landsliðinu. Maður lærði fullt á þessum stutta tíma sem maður var með liðinu. Þetta eru allt frábærir leikmenn og þú tekur fullt af skrefum fram á við. Þetta er líka hvatning og maður sér að þetta er möguleiki; að ef maður gefur allt í þetta gæti þetta orðið framtíðin,“ sagði Alex. Eftir því sem næst verður komist er Alex fyrsti og eini Álftnesingurinn sem hefur leikið fyrir íslenska A-landsliðið í fótbolta. „Að við séum í umræðunni, frá svona litlu bæjarfélagi, er nóg fyrir mig,“ sagði Alex að endingu. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Pepsi Max-spá: Ekki nóg að fá aukamann í brúna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 8. júní 2020 10:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti
Stjörnumaðurinn Alex Þór Hauksson er yngsti fyrirliðinn í Pepsi Max-deild karla, ekki nema tvítugur. Hann virðist alltaf aðeins vera á undan öðrum en hann lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki aðeins tólf ára. Alex hefur verið fastamaður í liði Stjörnunnar undanfarin þrjú ár og varð bikarmeistari með liðinu 2018. Á síðasta tímabili endaði Stjarnan í 4. sæti Pepsi Max-deild karla á síðasta tímabili og náði ekki Evrópusæti. Stefnan er sett á að endurheimta það og gott betur. „Við erum með frábært lið og frábæra þjálfara og trúum að við getum farið alla leið. Stefnan er að berjast um titilinn,“ sagði Alex í samtali við Vísi. „Það var mjög svekkjandi að ná ekki Evrópusæti á síðasta tímabili. Það stóð tæpt en setur smá svartan blett á tímabilið. Við ætlum að bæta upp fyrir það í ár og gera betur.“ Rúnar vissi nákvæmlega hvað hann var að gera Mikla athygli vakti þegar hinn þrautreyndi og sigursæli Ólafur Jóhannesson var ráðinn þjálfari Stjörnunnar við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar eftir síðasta tímabil. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur hefur Alex leikið 56 leiki í efstu deild.vísir/bára „Strax og ég heyrði þetta leist mér fáránlega vel á þetta,“ sagði Alex um komu Ólafs til Stjörnunnar. „Það hafa verið breytingar á þjálfarateyminu og við höfum skipt reglulega um aðstoðarþjálfara. Það hafa allt verið frábærir þjálfarar sem gott var að vinna með. Ég hafði aldrei neinar áhyggjur af því að Rúnar vissi ekki nákvæmlega hvað hann væri að gera þegar hann var að leita að manni með sér.“ Allir himinlifandi með Óla Alex ber Ólafi vel söguna og segir hann hafi ekki verið lengi að láta til sín taka hjá Stjörnunni. „Við í liðinu erum allir himinlifandi að hafa fengið Óla. Hann er frábær þjálfari og hefur komið inn af krafti. Þeir Rúnar ná mjög vel saman og til okkar leikmannanna,“ sagði Alex. „Óli er mjög góður í samskiptum við leikmenn og það er einn af hans helstu kostum. Hann hefur leiðbeint mér mjög mikið og sýnt mér hvað hann vill fá frá mér á vellinum. Hann er frábær karakter og býr til góða orku.“ Allt annað en venjulegt Eins og áður sagði hófst ferill Alex í meistaraflokki fyrr en hjá flestum, eða öllum. Þann 17. ágúst 2012 kom hann inn á undir lok leiks Álftaness og Hugins á Bessastaðavelli í D-riðli 3. deildar. Alex er fæddur 26. nóvember 1999 og var því aðeins tólf ára í þessum fyrsta meistaraflokksleik sínum. „Það er allt annað en venjulegt,“ sagði Alex og hló. Hann fór svo yfir aðdraganda þess að hann spilaði þennan leik fyrir átta árum. Fimm ár liðu milli fyrsta og annars leiks Alex í meistaraflokki.vísir/vilhelm „Ég var í Álftanesi í yngri flokkunum. Þetta er ekki stærsta félagið en við vorum með fínan árgang og ég hafði staðið mig mjög vel um sumarið. Álftanes var í 3. deild og í ágúst var hópurinn orðinn frekar þunnur og erfitt að smala í lið.“ Valinn fram yfir Magga Bö Þórhallur Dan Jóhannsson var þjálfari Álftaness á þessum tíma. Fyrir leikinn gegn Hugin 17. ágúst 2012 þurfti hann að fylla leikskýrslu og valið stóð á endanum á milli tólf ára Alex og Magnúsar Vals Böðvarssonar, hins ástsæla vallarstjóra KR. Ég var tekinn fram yfir hann sem ég skil ekki enn þann dag í dag. Þeir sem hafa séð Magnús inni á vellinum vita alveg hvað í hann er spunnið. Hann er markamaskína af guðs náðs. Álftanes tapaði leiknum gegn Hugin með fimm mörkum gegn einu. „Þórhallur gaf mér traustið og fékk að sprikla nokkrar mínútur undir lokin. Þótt úrslitin hafi ekki verið góð var þetta frábær upplifun og gaf mér auka kraft,“ sagði Alex. Hann fór í Stjörnuna þegar hann var á yngra ári í þriðja flokki. „Ég hafði verið í U-15 ára landsliðinu og var að byrja í U-17 ára landsliðinu. Á einhverjum tímapunkti þurfti maður að taka næsta skref og fara í betra lið til að vera áfram í kringum landsliðin. Á sama tíma sameinuðust Álftanes og Stjarnan í þriðja flokki þannig að eina vitið fyrir mig var að halda áfram með vinunum,“ sagði Alex. Þakklátur fyrir traustið Rúnar Páll kastaði Alex út í djúpu laugina tímabilið 2017 en hann var þá fastamaður í byrjunarliði Stjörnunnar, aðeins sautján ára. Eftir að hafa ekki skorað á fyrstu tveimur tímabilum sínum hjá Stjörnunni gerði Alex þrjú mörk í Pepsi Max-deildinni í fyrra.vísir/bára „Við vorum með svaka kanónur þarna. Ég æfði með liðinu um veturinn og svo gaf Rúnar mér tækifæri. Hann gerir það með unga leikmenn og svo er það undir þeim komið að standa sig. Þetta gekk mjög vel og hann sá að það hentaði liðinu mjög vel að hafa mig aftast á miðjunni. Hann var ekkert feiminn við að setja traust sitt á mig og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Alex. Fyrstu leikirnir voru svolítið stressandi en það voru margir góðir leikmenn í liðinu sem hjálpuðu mér og höfðu trú á mér. Ég á mönnum eins og Baldri [Sigurðssyni] og Eyjólfi [Héðinssyni] mikið að þakka. Þeir gáfu mér góð ráð og öryggi í að vera ég sjálfur. Þeir vissu hvað ég gat og drógu það fram í mér á vellinum. Góðir leikmenn gera leikmennina við hliðina á sér betri. Alex er mjög metnaðarfullur og stefnir að því að komast í atvinnumennsku erlendis. „Mig langar að komast eins langt og ég get og reyna að spila á eins háu getustigi og mögulegt er. En ég er gríðarlega ánægður í mínu hlutverki hjá Stjörnunni og mjög spenntur fyrir sumrinu. Ég er með háleit markmið og vinn hart að því að ná þeim,“ sagði Alex. Sér að þetta er möguleiki Miðjumaðurinn öflugi hefur leikið þrjá leiki fyrir A-landsliðið, einn í janúar 2019 og tvo í janúar á þessu ári. Stjörnumenn misstu af Evrópusæti á síðasta tímabili. Alex segir að Garðbæingar ætli sér að gera mun betur í sumar.vísir/vilhelm „Það var mikill heiður og ég er ótrúlega stoltur af því að hafa fengið að spreyta mig með landsliðinu. Maður lærði fullt á þessum stutta tíma sem maður var með liðinu. Þetta eru allt frábærir leikmenn og þú tekur fullt af skrefum fram á við. Þetta er líka hvatning og maður sér að þetta er möguleiki; að ef maður gefur allt í þetta gæti þetta orðið framtíðin,“ sagði Alex. Eftir því sem næst verður komist er Alex fyrsti og eini Álftnesingurinn sem hefur leikið fyrir íslenska A-landsliðið í fótbolta. „Að við séum í umræðunni, frá svona litlu bæjarfélagi, er nóg fyrir mig,“ sagði Alex að endingu.
Pepsi Max-spá: Ekki nóg að fá aukamann í brúna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 8. júní 2020 10:00