Flott bleikjuveiði í Köldukvísl í gær Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2020 08:55 Georg Andersen með flotta bleikju úr Köldukvísl í gær. Mynd: LK Inná hálendi landsins eru fjölmargar veiðiperlur sem ekki allir þekkja en klárlega á sumri þar sem allir ferðast innanlands er kjörið tækifæri til að kynnast nýjum veiðistöðum. Kaldakvísl er þó ekkert óþekkt en hún á sér nokkurn hóp aðdáenda engu að síður sem þekkja orðið ansi vel hversu gjöful hún getur verið á góðum degi. Veiði íhenni hefst í maí en hún var ekki mikið veidd fyrr un fyrstu dagana í júní sökum þess að slóðinn niður að ánni var ófær. Hann er nú loksins orðinn góður og fær jeppum. Það var góður hópur að veiða við ánna í gær í frábærum skilyrðum og veiðitölurnar eftir því. Þrátt fyrir að aðeins um tveir þriðju af veiðitímanum hafi verið nýttur var um 70 bleikjum landað á fjórar stangir yfir daginn og takan oft á tíðum frábær. Mest er að veiðast af bleikju sem er 1-3 punda en inná milli voru nokkrar um og yfir 50 sm og það sáust nokkrar vænni en það synda á neðsta veiðistaðnum. Í tvígang var sett í stærðarbleikjur á veiðistað ofar í ánni sem í bæði skiptin sleit 8 punda taum með lítilli fyrirhöfn. Öllum fiski er sleppt. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Inná hálendi landsins eru fjölmargar veiðiperlur sem ekki allir þekkja en klárlega á sumri þar sem allir ferðast innanlands er kjörið tækifæri til að kynnast nýjum veiðistöðum. Kaldakvísl er þó ekkert óþekkt en hún á sér nokkurn hóp aðdáenda engu að síður sem þekkja orðið ansi vel hversu gjöful hún getur verið á góðum degi. Veiði íhenni hefst í maí en hún var ekki mikið veidd fyrr un fyrstu dagana í júní sökum þess að slóðinn niður að ánni var ófær. Hann er nú loksins orðinn góður og fær jeppum. Það var góður hópur að veiða við ánna í gær í frábærum skilyrðum og veiðitölurnar eftir því. Þrátt fyrir að aðeins um tveir þriðju af veiðitímanum hafi verið nýttur var um 70 bleikjum landað á fjórar stangir yfir daginn og takan oft á tíðum frábær. Mest er að veiðast af bleikju sem er 1-3 punda en inná milli voru nokkrar um og yfir 50 sm og það sáust nokkrar vænni en það synda á neðsta veiðistaðnum. Í tvígang var sett í stærðarbleikjur á veiðistað ofar í ánni sem í bæði skiptin sleit 8 punda taum með lítilli fyrirhöfn. Öllum fiski er sleppt.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði