Að leiðast í vinnunni og snúa vörn í sókn Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. júní 2020 10:00 Að leiðast í vinnunni er tilfinning sem margir kannast við. Vísir/Getty Þessi dægrin er atvinnuleysi það mikið að hver og einn getur í raun bara þakkað fyrir það að vera í starfi. Það breytir því þó ekki að fullt af fólki upplifir sig óánægt í vinnu og hreinlega leiðist í vinnunni sinni. Og þar sem vinnan tekur jú drjúgan tíma af vikunni okkar, getur það verið algjör pína að mæta til vinnu alla virka daga með þessa tilfinningu í maganum: Mér leiðist vinnan, ég er ekki ánægð/ur. En það er líka hægt að snúa vörn í sókn og það besta við það er að þú spilar þar í aðalhlutverki. Hér eru nokkur ráð til að sporna við neikvæðu tilfinningarnar og verða ánægðari. 1. Hugaðu að vinnuaðstöðunni þinni Það skiptir engu máli hvort vinnuaðstaðan þín er fyrir framan tölvu við skrifborð eða við afgreiðslu á kassa í verslun. Eitt af því sem ósjálfrátt gerir okkur ánægðari er ef við einsetjum okkur það halda aðstöðunni okkar sérstaklega snyrtilegri. Þetta hljómar kannski ekki sem spennandi markmið en vittu til: Það fylgir því ákveðin vellíðan og smá stolt, ef við erum markvisst með hugann við það að allt sé snyrtilegt og hreint í kringum okkur. Ekki hætta samt að lesa hér….. gefðu fleiri ráðum séns! 2. Samskipti við yfirmanninn (þótt hann/hún sé frekar leiðinleg) Það getur svo sem vel verið að þér finnist yfirmaðurinn þinn ekkert rosalega skemmtilegur eða „næs.“ Að upplifa yfirmanninn þannig er lýjandi tilfinning, dregur frá okkur orku. En til að auka á þína ánægju í starfi er samt sem áður mælt með því að auka á samskiptin við yfirmann. Fyrir utan einstaka spjall, prófaðu þá að spyrja yfirmanninn hvort hann/hún vilji að þú gerir eitthvað sérstakt, meir, öðruvísi o.s.frv. Þegar yfirmaður upplifir jákvætt viðhorf frá þér getur það virkað sem hvatning á jákvæðari samskipti sem þú á endanum uppskerð af. 3. Utan vinnu: Hvað ertu að gera þá? Ef þú ert að lesa þessa grein eru töluverðar líkur á að þú sért ekki í starfinu sem þú sérð fyrir þér að vera í eftir 10 ár. En ef svo er, þá getur þú nýtt tímann núna sem lærdóm og reynslu til að gera þig enn betri í því sem þú seinna meir tekur þér fyrir hendur. Hver veit nema þú endir með þinn eiginn rekstur? Besta leiðin til að virkja styrkleikana þína er að sinna sjálfum þér líka vel utan vinnutímans. Í hvað fer sá tími? Ertu að gera eitthvað uppbyggilegt fyrir sjálfan þig eða huga að sjálfsrækt og áhugamálum? Rýndu svolítið í þennan tíma því þótt skyldurnar geti verið margar með börn og heimili, má maður aldrei gleyma að næra sjálfan sig. 4. Raunsæi og dugnaður Þegar atvinnuleysi er mikið eru litlar líkur á að fólk hugsi sér of mikið til hreyfings í starfi, það segir sig nokkuð sjálft. Að vera raunsær um stöðuna hverju sinni skiptir því miklu máli. En fyrir næsta starf og jafnvel draumastarfið í framtíðinni, geta meðmælin sem þú færð af núverandi vinnustað skipt miklu máli. Jafnvel verið lykilatriði. Að setja sér markmið um að vera duglegur í vinnu snýst því ekkert endilega um vinnuveitandann þinn, heldur er dugnaðurinn hluti af þínum framtíðaráformum. 5. Virkjaðu vinskap og tengsl innan vinnustaðarins Þótt þér leiðist í vinnunni getur það ekki verið að þar séu allir samstarfsfélagar leiðinlegir. Sú staðhæfing myndi hreinlega ekki standast skoðun. Til að auka á þína ánægju er um að gera að virkja samskipti, vinskap og tengsl við einhverja vinnufélaga og mundu: Ekki virkja samskiptin með neikvæðu tali og tuði. Finndu frekar leiðir til að spjalla við vinnufélaga og hafa gaman af. 6. Mættu aðeins fyrr Já nú er eflaust hætta á að einhverjum sé ofboðið ef eitt ráðið er að mæta fyrr í vinnuna! En þetta ráð stendur alveg fyrir sínu og er þér ætlað því eitt af því sem gerist þegar við mætum svolítið snemma til vinnu er að okkur líður betur innra með okkur vegna þess að við erum ekki á síðustu stundu og getum með ró og góðu jafnvægi hafist handa fyrir daginn. 7. Þín ásýnd Auðvitað eigum við öll að leyfa okkur að eiga okkar eiginn fatastíl og klæðast því sem okkur líður best með. Að huga að sinni eigin ásýnd, eins og fatnaði eða snyrtimennsku, snýst því ekkert um að okkur sé ætlað að líta út eins og allir aðrir eða breyta um stíl. En fyrir okkur öll er það að huga að sinni eigin ásýnd og snyrtimennsku eitthvað sem fær okkur til að líða betur, eflir öryggið og er hluti af okkar eigin ásýnd. Þannig að gefðu þér smá tíma í þetta því ef þér líður vel, þá verða allir dagar betri. 8. Nýir starfsmenn Þú manst hvernig þér leið þegar þú mættir fyrsta daginn í þessa vinnu? Smá stress, smá kvíðahnútur í maganum er það ekki? Fylgstu vel með því starfsfólki sem er að byrja í vinnunni og vertu einn þeirra sem tekur vel á móti þeim. Að kynnast nýju fólki og aðstoða við þjálfun eða kennslu þannig að þau læri á nýja starfið sitt, er tilfinning sem þér mun finnast góð. 9. Hvað í vinnunni getur nýst þér síðar? Ef þú ert með einhver framtíðaráform um aðra vinnu síðar er ágætt að velta því fyrir sér hvað í núverandi vinnunni þinni gæti nýst þér sérstaklega vel fyrir draumastarfið. Gæti það verið eitthvað atriði eins og að vera fljótari að einhverju, betri í einhverju, kunna fleiri hluti, sjálfstæðari í vinnu, sýna oftar frumkvæði? Skrifaðu niður lista yfir þau atriði sem þú telur að skipti máli og ímyndaðu þér jafnvel að þú sért í atvinnuviðtali þar sem þú gætir einmitt bent á í hverju þú ert sérstaklega góð/ur í. Prófaðu líka að sýna frumkvæði vinnunni og láta vita af þeim hugmyndum sem þú ert með og gætu nýst bæði vinnuveitandanum, viðskiptavinum eða starfsfólki. Ekki liggja á góðum hugmyndum og þegja. Prófaðu að segja frá þeim og sjáðu hvað gerist. 10. Dagbók þakklætis Ef þú ert enn að lesa þessa grein og enn að velta því fyrir þér hvernig í ósköpunum öll þessi ráð eiga að hjálpa þér til að verða ánægðari í vinnunni, kemur enn eitt ráðið til viðbótar og það er: Þjálfaðu þakklæti og byrjaðu þá þjálfun með því að skrifa niður daglega, fyrir hvað þú ert þakklát/ur. Þessi atriði þurfa ekki að koma vinnunni þinni neitt við, en það er staðreynd að það að þjálfa sig í þakklæti eykur á okkar innri vellíðan. 11. Nýttu pásurnar vel Við þurfum öll að taka okkur pásu yfir daginn frá vinnu og gerum það svo sem með matar- og kaffitímum og öðrum stuttum pásum þar á milli. Veltu fyrir þér hvernig þú nýtir pásurnar þínar og að hvort þú sért að fá nógu mikið út úr þeim. Hvernig líður þér til dæmis þegar þú byrjar að vinna aftur eftir pásuna? Ef ömurleikatilfinningin er enn til staðar er gott ráð að reyna að nýta pásurnar þannig að þær séu upplífgandi fyrir þig. Þetta þarf ekki að vera flókið. Stundum líður manni hreinlega bara betur með því að fara aðeins út og draga að sér hreinu lofti. 12. Það eru ekki allir jafn heppnir og þú Síðasta atriðið er síðan þetta: Þótt þér finnist rosalega leiðinlegt í vinnunni eru margir í þeirri stöðu að vilja mjög gjarnan að skipta við þig. Einhverjum gæti þótt starfið þitt spennandi og öðrum hreinlega langar hvað mest að hafa einhverja vinnu yfir höfuð. Minntu sjálfan þig reglulega á hversu heppin/n þú í rauninni ert. Góðu ráðin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Þessi dægrin er atvinnuleysi það mikið að hver og einn getur í raun bara þakkað fyrir það að vera í starfi. Það breytir því þó ekki að fullt af fólki upplifir sig óánægt í vinnu og hreinlega leiðist í vinnunni sinni. Og þar sem vinnan tekur jú drjúgan tíma af vikunni okkar, getur það verið algjör pína að mæta til vinnu alla virka daga með þessa tilfinningu í maganum: Mér leiðist vinnan, ég er ekki ánægð/ur. En það er líka hægt að snúa vörn í sókn og það besta við það er að þú spilar þar í aðalhlutverki. Hér eru nokkur ráð til að sporna við neikvæðu tilfinningarnar og verða ánægðari. 1. Hugaðu að vinnuaðstöðunni þinni Það skiptir engu máli hvort vinnuaðstaðan þín er fyrir framan tölvu við skrifborð eða við afgreiðslu á kassa í verslun. Eitt af því sem ósjálfrátt gerir okkur ánægðari er ef við einsetjum okkur það halda aðstöðunni okkar sérstaklega snyrtilegri. Þetta hljómar kannski ekki sem spennandi markmið en vittu til: Það fylgir því ákveðin vellíðan og smá stolt, ef við erum markvisst með hugann við það að allt sé snyrtilegt og hreint í kringum okkur. Ekki hætta samt að lesa hér….. gefðu fleiri ráðum séns! 2. Samskipti við yfirmanninn (þótt hann/hún sé frekar leiðinleg) Það getur svo sem vel verið að þér finnist yfirmaðurinn þinn ekkert rosalega skemmtilegur eða „næs.“ Að upplifa yfirmanninn þannig er lýjandi tilfinning, dregur frá okkur orku. En til að auka á þína ánægju í starfi er samt sem áður mælt með því að auka á samskiptin við yfirmann. Fyrir utan einstaka spjall, prófaðu þá að spyrja yfirmanninn hvort hann/hún vilji að þú gerir eitthvað sérstakt, meir, öðruvísi o.s.frv. Þegar yfirmaður upplifir jákvætt viðhorf frá þér getur það virkað sem hvatning á jákvæðari samskipti sem þú á endanum uppskerð af. 3. Utan vinnu: Hvað ertu að gera þá? Ef þú ert að lesa þessa grein eru töluverðar líkur á að þú sért ekki í starfinu sem þú sérð fyrir þér að vera í eftir 10 ár. En ef svo er, þá getur þú nýtt tímann núna sem lærdóm og reynslu til að gera þig enn betri í því sem þú seinna meir tekur þér fyrir hendur. Hver veit nema þú endir með þinn eiginn rekstur? Besta leiðin til að virkja styrkleikana þína er að sinna sjálfum þér líka vel utan vinnutímans. Í hvað fer sá tími? Ertu að gera eitthvað uppbyggilegt fyrir sjálfan þig eða huga að sjálfsrækt og áhugamálum? Rýndu svolítið í þennan tíma því þótt skyldurnar geti verið margar með börn og heimili, má maður aldrei gleyma að næra sjálfan sig. 4. Raunsæi og dugnaður Þegar atvinnuleysi er mikið eru litlar líkur á að fólk hugsi sér of mikið til hreyfings í starfi, það segir sig nokkuð sjálft. Að vera raunsær um stöðuna hverju sinni skiptir því miklu máli. En fyrir næsta starf og jafnvel draumastarfið í framtíðinni, geta meðmælin sem þú færð af núverandi vinnustað skipt miklu máli. Jafnvel verið lykilatriði. Að setja sér markmið um að vera duglegur í vinnu snýst því ekkert endilega um vinnuveitandann þinn, heldur er dugnaðurinn hluti af þínum framtíðaráformum. 5. Virkjaðu vinskap og tengsl innan vinnustaðarins Þótt þér leiðist í vinnunni getur það ekki verið að þar séu allir samstarfsfélagar leiðinlegir. Sú staðhæfing myndi hreinlega ekki standast skoðun. Til að auka á þína ánægju er um að gera að virkja samskipti, vinskap og tengsl við einhverja vinnufélaga og mundu: Ekki virkja samskiptin með neikvæðu tali og tuði. Finndu frekar leiðir til að spjalla við vinnufélaga og hafa gaman af. 6. Mættu aðeins fyrr Já nú er eflaust hætta á að einhverjum sé ofboðið ef eitt ráðið er að mæta fyrr í vinnuna! En þetta ráð stendur alveg fyrir sínu og er þér ætlað því eitt af því sem gerist þegar við mætum svolítið snemma til vinnu er að okkur líður betur innra með okkur vegna þess að við erum ekki á síðustu stundu og getum með ró og góðu jafnvægi hafist handa fyrir daginn. 7. Þín ásýnd Auðvitað eigum við öll að leyfa okkur að eiga okkar eiginn fatastíl og klæðast því sem okkur líður best með. Að huga að sinni eigin ásýnd, eins og fatnaði eða snyrtimennsku, snýst því ekkert um að okkur sé ætlað að líta út eins og allir aðrir eða breyta um stíl. En fyrir okkur öll er það að huga að sinni eigin ásýnd og snyrtimennsku eitthvað sem fær okkur til að líða betur, eflir öryggið og er hluti af okkar eigin ásýnd. Þannig að gefðu þér smá tíma í þetta því ef þér líður vel, þá verða allir dagar betri. 8. Nýir starfsmenn Þú manst hvernig þér leið þegar þú mættir fyrsta daginn í þessa vinnu? Smá stress, smá kvíðahnútur í maganum er það ekki? Fylgstu vel með því starfsfólki sem er að byrja í vinnunni og vertu einn þeirra sem tekur vel á móti þeim. Að kynnast nýju fólki og aðstoða við þjálfun eða kennslu þannig að þau læri á nýja starfið sitt, er tilfinning sem þér mun finnast góð. 9. Hvað í vinnunni getur nýst þér síðar? Ef þú ert með einhver framtíðaráform um aðra vinnu síðar er ágætt að velta því fyrir sér hvað í núverandi vinnunni þinni gæti nýst þér sérstaklega vel fyrir draumastarfið. Gæti það verið eitthvað atriði eins og að vera fljótari að einhverju, betri í einhverju, kunna fleiri hluti, sjálfstæðari í vinnu, sýna oftar frumkvæði? Skrifaðu niður lista yfir þau atriði sem þú telur að skipti máli og ímyndaðu þér jafnvel að þú sért í atvinnuviðtali þar sem þú gætir einmitt bent á í hverju þú ert sérstaklega góð/ur í. Prófaðu líka að sýna frumkvæði vinnunni og láta vita af þeim hugmyndum sem þú ert með og gætu nýst bæði vinnuveitandanum, viðskiptavinum eða starfsfólki. Ekki liggja á góðum hugmyndum og þegja. Prófaðu að segja frá þeim og sjáðu hvað gerist. 10. Dagbók þakklætis Ef þú ert enn að lesa þessa grein og enn að velta því fyrir þér hvernig í ósköpunum öll þessi ráð eiga að hjálpa þér til að verða ánægðari í vinnunni, kemur enn eitt ráðið til viðbótar og það er: Þjálfaðu þakklæti og byrjaðu þá þjálfun með því að skrifa niður daglega, fyrir hvað þú ert þakklát/ur. Þessi atriði þurfa ekki að koma vinnunni þinni neitt við, en það er staðreynd að það að þjálfa sig í þakklæti eykur á okkar innri vellíðan. 11. Nýttu pásurnar vel Við þurfum öll að taka okkur pásu yfir daginn frá vinnu og gerum það svo sem með matar- og kaffitímum og öðrum stuttum pásum þar á milli. Veltu fyrir þér hvernig þú nýtir pásurnar þínar og að hvort þú sért að fá nógu mikið út úr þeim. Hvernig líður þér til dæmis þegar þú byrjar að vinna aftur eftir pásuna? Ef ömurleikatilfinningin er enn til staðar er gott ráð að reyna að nýta pásurnar þannig að þær séu upplífgandi fyrir þig. Þetta þarf ekki að vera flókið. Stundum líður manni hreinlega bara betur með því að fara aðeins út og draga að sér hreinu lofti. 12. Það eru ekki allir jafn heppnir og þú Síðasta atriðið er síðan þetta: Þótt þér finnist rosalega leiðinlegt í vinnunni eru margir í þeirri stöðu að vilja mjög gjarnan að skipta við þig. Einhverjum gæti þótt starfið þitt spennandi og öðrum hreinlega langar hvað mest að hafa einhverja vinnu yfir höfuð. Minntu sjálfan þig reglulega á hversu heppin/n þú í rauninni ert.
Góðu ráðin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira