Command and Conquer Remastered: Nostalgían lifir enn, eins og Kane Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2020 11:30 Það eru 25 ár frá því að leikurinn Command & Conquer: Tiberian Dawn kom út og gerbreytti heiminum að eilífu. Enginn varð samur eftir að hafa spilað hann og leikurinn hefur haft áhrif á alla menningu nútímans, pólitík og jafnvel íþróttir. Himininn breytti um lit og grasið varð grænna. Þetta er nokkrar og jafnvel miklar ýkjur, en C&C var áhrifamikill og framhald hans, Red Alert sömuleiðis. Það var tími til kominn að þessir leikir yrðu uppfærðir. Óhætt er að segja að niðurstaðan sé glæsileg. KANE LIFIR! FRIÐUR MEÐ STYRK! Eitt það besta við uppfærsluna er hve vel tekst að halda í upprunalegu leikinna. Endurbætur hafa verið gerðar á útliti þeirra og tæknilegum grunni. Spilunin sjálf, hefur þó varla verið snert og er það að mestu leyti mjög jákvætt. Ég segi að mestu leyti því það er minnst eitt sem hefði eiginlega verið nauðsynlegt að laga. Það er hvaða leiðir skriðdrekarnir og hermennirnir fara til að fylgja skipunum manns. Ég hef tapað heilu herjunum því þessir drullusokkar ákváðu að fara allt aðra leið en þá bestu og þá sem ég hafði í huga, sem er einfaldlega óþolandi. Það var samt einnig óþolandi fyrir tuttugu árum, svo það er allt í lagi. Meðal annarra hluta sem voru óþolandi fyrir tuttugu árum og eru enn, er til dæmis það að geta ekki sent hermenn á tiltekinn stað svo þeir ráðist á allt sem í vegi þeirra verður. Maður þarf að velja hermennina og smella á hverja þeir eiga að ráðast á í hvert einasta sinn. Það er auðvelt að missa sjónar á því hve gott við höfum það með nútíma RTS-leiki. Uppfærslur sem maður tekur ekki eftir Þegar ég byrjaði að spila Tiberian Dawn fyrst og var að byggja fyrstu herstöðina mína, byggði ég fimm handsprengjukarla með því að smella fimm sinnum á myndina af þeim. Það kom smá hik á mig og tók mig töluverðan tíma að átta mig á hvað hefði truflað mig. Í gömlu leikjunum var ekki hægt að setja í framleiðsluraðir. Maður þurfti að bíða eftir að búið var að framleiða einn karl og smella svo aftur. Þetta er til marks um jákvæða breytingar sem hafa verið gerðar, sem einhvern veginn laumast aftan að manni. Það er svo sem ekkert skrítið. Eins og hefur oft komið fram eru þessir leikur það gamlir að öll gæludýr sem við áttum þegar við spiluðum þá fyrst eru dauð. (Til að halda áfram með þessar myrku pælingar: Einhvern daginn mun einhver hugsa um þig í síðasta sinn.) Ég man yfirleitt ekki hvað ég gerði í gær, svo það er varla óeðlilegt að ég sé ekki alveg með á hreinu hvernig Tiberian Dawn spilaðist. Tónlist leikjanna hefur einnig verið uppfærð aðeins. Spilarar geta valið hvaða lög þeir vilja hlusta á. Hvort þeir vilji eingöngu hlusta á gömlu upprunalegu lögin, sem hafa verið tekin upp á nýjan leik eða á ný tuttugu lög sem voru gerð. Hell March er enn líklega besta tölvuleikjalag sem hefur verið samið. Það fyrsta sem maður sér í Tiberian Dawn er gamla uppsetningin í EVA. Það þótti mér mjög skemmtilegt að sjá og það var flott hvernig hún hefur verið uppfærð. Þó uppfærslan hafi heppnast einkar vel eru leikirnir á köflum mjög kjánalegir og þá sérstaklega myndböndin á milli borða og saga leikjanna. Það er þó ekkert skrítið, þar sem sá eldri er 25 ára gamall. Rætur þessarar uppfærslu má rekja til Petroglyph Games. Þar starfa margir fyrrverandi starfsmenn Westwood Studios, sem gerðu upprunalega leikinn, og hafa þeir framleitt litla RTS leiki á undanförnum árum. Forsvarsmenn Petroglyph tóku sig þó til og leituðu til EA, sem keypti Westwood, varðandi það að fá að uppfæra upprunalega C&C. Pakkinn inniheldur Command & Conquer: Tiberian Dawn, Command and Conquer: Red Alert, auk þriggja aukapakka: Command and Conquer: The Covert Operations, Red Alert: Counterstrike og Red Alert: The Aftermath. Þetta er heilmikill pakki. Ég er ekki búinn með allt enn en er þó á góðri leið. EA hefur þar að auki gefið út grunnkóða leikjanna, svo „moddarar“ munu eiga mjög auðvelt með að búa til modda og breyta leikjunum. Það eru nokkrir tæknilegir gallar á uppfærslunni sem starfsmenn Petroglyph segjast vera að vinna í. Sá helsti er mikið hökt í Red Alert 2, sem getur verið frekar þreytandi. Það hefur þó aldrei varið lengi hjá mér. Samantekt-ish Það er í raun magnað hve vel þessi uppfærsla á klassískum leikjum heppnaðist. það tókst einkar vel að halda anda leikjanna lifandi. Þó ég hafi haft mjög gaman af því að upplifa þessa leiki aftur, óttast ég þó að nostalgían muni hverfa á næstu dögum og að ég missi áhugann á að halda áfram. Það væri pirrandi. Mann kvíðir eiginlega fyrir því að klára þessa leiki, því þá tekur biðin eftir Tiberian Sun og Red Alert 2 vonandi við. Það er ekki víst að EA gefi grænt ljós að að fleiri leikir seríunnar fái sömu meðferð en við höldum í vonina og bíðum. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Það eru 25 ár frá því að leikurinn Command & Conquer: Tiberian Dawn kom út og gerbreytti heiminum að eilífu. Enginn varð samur eftir að hafa spilað hann og leikurinn hefur haft áhrif á alla menningu nútímans, pólitík og jafnvel íþróttir. Himininn breytti um lit og grasið varð grænna. Þetta er nokkrar og jafnvel miklar ýkjur, en C&C var áhrifamikill og framhald hans, Red Alert sömuleiðis. Það var tími til kominn að þessir leikir yrðu uppfærðir. Óhætt er að segja að niðurstaðan sé glæsileg. KANE LIFIR! FRIÐUR MEÐ STYRK! Eitt það besta við uppfærsluna er hve vel tekst að halda í upprunalegu leikinna. Endurbætur hafa verið gerðar á útliti þeirra og tæknilegum grunni. Spilunin sjálf, hefur þó varla verið snert og er það að mestu leyti mjög jákvætt. Ég segi að mestu leyti því það er minnst eitt sem hefði eiginlega verið nauðsynlegt að laga. Það er hvaða leiðir skriðdrekarnir og hermennirnir fara til að fylgja skipunum manns. Ég hef tapað heilu herjunum því þessir drullusokkar ákváðu að fara allt aðra leið en þá bestu og þá sem ég hafði í huga, sem er einfaldlega óþolandi. Það var samt einnig óþolandi fyrir tuttugu árum, svo það er allt í lagi. Meðal annarra hluta sem voru óþolandi fyrir tuttugu árum og eru enn, er til dæmis það að geta ekki sent hermenn á tiltekinn stað svo þeir ráðist á allt sem í vegi þeirra verður. Maður þarf að velja hermennina og smella á hverja þeir eiga að ráðast á í hvert einasta sinn. Það er auðvelt að missa sjónar á því hve gott við höfum það með nútíma RTS-leiki. Uppfærslur sem maður tekur ekki eftir Þegar ég byrjaði að spila Tiberian Dawn fyrst og var að byggja fyrstu herstöðina mína, byggði ég fimm handsprengjukarla með því að smella fimm sinnum á myndina af þeim. Það kom smá hik á mig og tók mig töluverðan tíma að átta mig á hvað hefði truflað mig. Í gömlu leikjunum var ekki hægt að setja í framleiðsluraðir. Maður þurfti að bíða eftir að búið var að framleiða einn karl og smella svo aftur. Þetta er til marks um jákvæða breytingar sem hafa verið gerðar, sem einhvern veginn laumast aftan að manni. Það er svo sem ekkert skrítið. Eins og hefur oft komið fram eru þessir leikur það gamlir að öll gæludýr sem við áttum þegar við spiluðum þá fyrst eru dauð. (Til að halda áfram með þessar myrku pælingar: Einhvern daginn mun einhver hugsa um þig í síðasta sinn.) Ég man yfirleitt ekki hvað ég gerði í gær, svo það er varla óeðlilegt að ég sé ekki alveg með á hreinu hvernig Tiberian Dawn spilaðist. Tónlist leikjanna hefur einnig verið uppfærð aðeins. Spilarar geta valið hvaða lög þeir vilja hlusta á. Hvort þeir vilji eingöngu hlusta á gömlu upprunalegu lögin, sem hafa verið tekin upp á nýjan leik eða á ný tuttugu lög sem voru gerð. Hell March er enn líklega besta tölvuleikjalag sem hefur verið samið. Það fyrsta sem maður sér í Tiberian Dawn er gamla uppsetningin í EVA. Það þótti mér mjög skemmtilegt að sjá og það var flott hvernig hún hefur verið uppfærð. Þó uppfærslan hafi heppnast einkar vel eru leikirnir á köflum mjög kjánalegir og þá sérstaklega myndböndin á milli borða og saga leikjanna. Það er þó ekkert skrítið, þar sem sá eldri er 25 ára gamall. Rætur þessarar uppfærslu má rekja til Petroglyph Games. Þar starfa margir fyrrverandi starfsmenn Westwood Studios, sem gerðu upprunalega leikinn, og hafa þeir framleitt litla RTS leiki á undanförnum árum. Forsvarsmenn Petroglyph tóku sig þó til og leituðu til EA, sem keypti Westwood, varðandi það að fá að uppfæra upprunalega C&C. Pakkinn inniheldur Command & Conquer: Tiberian Dawn, Command and Conquer: Red Alert, auk þriggja aukapakka: Command and Conquer: The Covert Operations, Red Alert: Counterstrike og Red Alert: The Aftermath. Þetta er heilmikill pakki. Ég er ekki búinn með allt enn en er þó á góðri leið. EA hefur þar að auki gefið út grunnkóða leikjanna, svo „moddarar“ munu eiga mjög auðvelt með að búa til modda og breyta leikjunum. Það eru nokkrir tæknilegir gallar á uppfærslunni sem starfsmenn Petroglyph segjast vera að vinna í. Sá helsti er mikið hökt í Red Alert 2, sem getur verið frekar þreytandi. Það hefur þó aldrei varið lengi hjá mér. Samantekt-ish Það er í raun magnað hve vel þessi uppfærsla á klassískum leikjum heppnaðist. það tókst einkar vel að halda anda leikjanna lifandi. Þó ég hafi haft mjög gaman af því að upplifa þessa leiki aftur, óttast ég þó að nostalgían muni hverfa á næstu dögum og að ég missi áhugann á að halda áfram. Það væri pirrandi. Mann kvíðir eiginlega fyrir því að klára þessa leiki, því þá tekur biðin eftir Tiberian Sun og Red Alert 2 vonandi við. Það er ekki víst að EA gefi grænt ljós að að fleiri leikir seríunnar fái sömu meðferð en við höldum í vonina og bíðum.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira