Gunnar Karl og Ísak unnu fyrsta rall sumarsins Bragi Þórðarson skrifar 8. júní 2020 18:00 Gunnar Karl og Ísak byrja tímabilið vel. mynd/Sæmundur Eric Erlendsson Fyrsta umferð Íslandsmótsins í ralli fór fram á Suðurnesjum á laugardaginn. Ríkjandi Íslandsmeistararnir Baldur Arnar Hlöðversson og Heimir Snær Jónsson urðu að sjá á eftir sigrinum til Gunnars Karls Jóhannessonar og Ísaks Guðjónssonar. Gunnar Karl og Ísak, sem aka Mitsubishi Lancer Evolution 10, byrjuðu betur og höfðu forustu eftir þrjár sérleiðir. Fjórða sérleið af tíu var löng og krefjandi og lá um Djúpavatn og Ísólfsskála, sú leið var ekin þrisvar sinnum. Baldur Arnar og Heimir á Subaru Impreza náðu 28 sekúndna betri tíma en Gunnar Karl og Ísak á fyrstu ferð um Djúpavatn/Ísólfsskála og tóku því forustu. Í annari ferðinni sprengdu þeir dekk snemma á leiðinni og þurftu að stoppa og skipta um það. Þar töpuðust fjórar mínútur og enduðu Íslandsmeistararnir fjórðu í lok dags. Sprungin dekk settu svip sinn á keppnina.mynd/Kristinn Eyjólfsson Gunnar Karl og Ísak stóðu því uppi sem sigurvegarar eftir hraðan en öruggan akstur í erfiðum aðstæðum. ,,Þetta var mjög gróft og erfitt rall, en blessunarlega er ég með alveg rosalega gott þjónustulið’’ sagði Gunnar eftir keppnina. Í öðru sæti voru Skafti Skúlason og Sigurjón Þór Þrastarson. Keppnin var þeirra fyrsta saman en þetta var þriðja keppnin í röð sem Skafti endar í öðru sæti. Reynsluboltinn Sigurður Bragi Guðmundsson ásamt Björgvini Benediktssyni komu þriðju í mark í heildarkeppninni, 35 ár eru liðin frá fyrstu rallkeppni Sigurðar. Hörkuslagur var í AB Varahlutaflokknum, flokki aflminni bíla. Ívar Örn Smárason og Guðni Freyr Ómarsson börðust um fyrsta sætið við Almar Viktor Þórólfsson og Halldór Grétarson. Ívar og Guðni komu vel undan vetri og tryggði Ívar sér sinn fyrsta sigur í rallkeppni.mynd/Kristinn Eyjólfsson Feðgarnir Garðar Gunnarsson og Rúnar Ingi Garðarsson blönduðu sér í slaginn framan af en urðu frá að hverfa á Djúpavatnsleiðinni eftir að hafa misst loft úr tveimur dekkjum. Að lokum voru það Ívar Örn og Guðni Freyr sem stóðu uppi sem sigurvegarar og fengu fullt hús stiga eftir að hafa náð besta tímanum á AB Varahluta ofurleiðinni. ,,Ég held að lykilinn af fyrsta sætinu var aðstoðarökumaðurinn, Guðni er mjög reynslumikill sem að hjálpaði mikið í dag’’. Í jeppaflokki voru aðeins þrír bílar skráðir. Þar á meðal var íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson sem fór sem aðstoðarökumaður með Braga Þórðarsyni. Einar hafði aldrei sest uppí rallýbíl áður en stóð sig vel í nótalestrinum að sögn Braga. Bragi og Einar Örn stökkva jeppanum á fyrstu leið.mynd/Kristinn Eyjólfsson Gamanið entist þó ekki lengi hjá þeim eftir að vélin gaf sig í Jeep Cherokee bíl þeirra eftir þrjár sérleiðir. Þá leiddu þeir flokkinn eftir að Mitsubishi Pajero bíll þeirra Kára Sveinssonar og Gunnars Eyþórssonar hafði bilað á þriðju leið. Ríkjandi Íslandsmeistarar í flokknum, Guðmundur Snorri Sigurðsson og Magnús Þórðarson lentu einnig í hremmingum framan af. Tvö sprungin dekk töfðu þá mikið en eftir að samkeppnin hafði öll dottið úr leik var eftirleikurinn auðveldur og tryggðu þeir sér sigurinn í jeppaflokknum. Talsvert var um afföll í rallinum um helgina en aðeins kláruðu 11 af þeim 19 áhöfnum sem skráðar voru til leiks. Næsta rallkeppni fer fram á Hólmavík eftir þrjár vikur. Guðmundur og Magnús aka mikið breyttum Jeep Grand Cherokee.mynd/Kristinn Eyjólfsson Akstursíþróttir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira
Fyrsta umferð Íslandsmótsins í ralli fór fram á Suðurnesjum á laugardaginn. Ríkjandi Íslandsmeistararnir Baldur Arnar Hlöðversson og Heimir Snær Jónsson urðu að sjá á eftir sigrinum til Gunnars Karls Jóhannessonar og Ísaks Guðjónssonar. Gunnar Karl og Ísak, sem aka Mitsubishi Lancer Evolution 10, byrjuðu betur og höfðu forustu eftir þrjár sérleiðir. Fjórða sérleið af tíu var löng og krefjandi og lá um Djúpavatn og Ísólfsskála, sú leið var ekin þrisvar sinnum. Baldur Arnar og Heimir á Subaru Impreza náðu 28 sekúndna betri tíma en Gunnar Karl og Ísak á fyrstu ferð um Djúpavatn/Ísólfsskála og tóku því forustu. Í annari ferðinni sprengdu þeir dekk snemma á leiðinni og þurftu að stoppa og skipta um það. Þar töpuðust fjórar mínútur og enduðu Íslandsmeistararnir fjórðu í lok dags. Sprungin dekk settu svip sinn á keppnina.mynd/Kristinn Eyjólfsson Gunnar Karl og Ísak stóðu því uppi sem sigurvegarar eftir hraðan en öruggan akstur í erfiðum aðstæðum. ,,Þetta var mjög gróft og erfitt rall, en blessunarlega er ég með alveg rosalega gott þjónustulið’’ sagði Gunnar eftir keppnina. Í öðru sæti voru Skafti Skúlason og Sigurjón Þór Þrastarson. Keppnin var þeirra fyrsta saman en þetta var þriðja keppnin í röð sem Skafti endar í öðru sæti. Reynsluboltinn Sigurður Bragi Guðmundsson ásamt Björgvini Benediktssyni komu þriðju í mark í heildarkeppninni, 35 ár eru liðin frá fyrstu rallkeppni Sigurðar. Hörkuslagur var í AB Varahlutaflokknum, flokki aflminni bíla. Ívar Örn Smárason og Guðni Freyr Ómarsson börðust um fyrsta sætið við Almar Viktor Þórólfsson og Halldór Grétarson. Ívar og Guðni komu vel undan vetri og tryggði Ívar sér sinn fyrsta sigur í rallkeppni.mynd/Kristinn Eyjólfsson Feðgarnir Garðar Gunnarsson og Rúnar Ingi Garðarsson blönduðu sér í slaginn framan af en urðu frá að hverfa á Djúpavatnsleiðinni eftir að hafa misst loft úr tveimur dekkjum. Að lokum voru það Ívar Örn og Guðni Freyr sem stóðu uppi sem sigurvegarar og fengu fullt hús stiga eftir að hafa náð besta tímanum á AB Varahluta ofurleiðinni. ,,Ég held að lykilinn af fyrsta sætinu var aðstoðarökumaðurinn, Guðni er mjög reynslumikill sem að hjálpaði mikið í dag’’. Í jeppaflokki voru aðeins þrír bílar skráðir. Þar á meðal var íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson sem fór sem aðstoðarökumaður með Braga Þórðarsyni. Einar hafði aldrei sest uppí rallýbíl áður en stóð sig vel í nótalestrinum að sögn Braga. Bragi og Einar Örn stökkva jeppanum á fyrstu leið.mynd/Kristinn Eyjólfsson Gamanið entist þó ekki lengi hjá þeim eftir að vélin gaf sig í Jeep Cherokee bíl þeirra eftir þrjár sérleiðir. Þá leiddu þeir flokkinn eftir að Mitsubishi Pajero bíll þeirra Kára Sveinssonar og Gunnars Eyþórssonar hafði bilað á þriðju leið. Ríkjandi Íslandsmeistarar í flokknum, Guðmundur Snorri Sigurðsson og Magnús Þórðarson lentu einnig í hremmingum framan af. Tvö sprungin dekk töfðu þá mikið en eftir að samkeppnin hafði öll dottið úr leik var eftirleikurinn auðveldur og tryggðu þeir sér sigurinn í jeppaflokknum. Talsvert var um afföll í rallinum um helgina en aðeins kláruðu 11 af þeim 19 áhöfnum sem skráðar voru til leiks. Næsta rallkeppni fer fram á Hólmavík eftir þrjár vikur. Guðmundur og Magnús aka mikið breyttum Jeep Grand Cherokee.mynd/Kristinn Eyjólfsson
Akstursíþróttir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira