CrossFit Reykjavík segir skilið við CrossFit nema að það verði afgerandi breytingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2020 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir er einn af eigendum CrossFit Reykjavík ásamt því að vera goðsögn í CrossFit heiminum. CrossFit Reykjavík heimtar nú breytingar á forystunni. Hér má sjá Anníe Mist með aðdáanda en myndin er af Instagram siðu CrossFit Reykjavík. Mynd/Instagram Fjölmargar CrossFit stöðvar í heiminum hafa slitið samstarfi sínu við CrossFit samtökin eða hóta því að gera það verði ekki gerðar alvöru breytingar hjá stjórn samtakanna. CrossFit Reykjavík æfingastöðin á Íslandi bættist í hóp þeirra í gærkvöldi. CrossFit Reykjavík hefur verið í fararbroddi hér á landi að tengja Ísland og CrossFit heiminn með því að halda alþjóðlega mótið Reykjavík CrossFit Championship og vera með CrossFit inn á Reykjavíkurleikunum. Anníe Mist Þórisdóttir er einn af eigendum stöðvarinnar ásamt þeim Evert Víglundssyni og Hrönn Svansdóttur. Það er ljóst á tilkynningu frá CrossFit Reykjavík inn á samfélagsmiðlum að nú sé CrossFit íþróttin á krossgötum og allur heimurinn heimtar nú afgerandi breytingar á forystusveitinni. „Við viljum að það komi skýrt fram að við erum ekki sammála orðum og gjörum Greg Glassmann undanfarna daga. Við trúum á samfélag án aðgreiningar, samfélag þar sem allir eru jafnir og öllum er sýnd virðing. Við munum ekki vera hluti af CrossFit eins og það er nema gerðar verði afgerandi breytingar,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit Reykjavík eins og sjá má hér fyrir neðan. Þessi skilaboð frá CrossFit Reykjavík átti líka að berast út því tilkynningin er fyrst á ensku, svo á íslensku. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik) on Jun 8, 2020 at 2:03pm PDT CrossFit Reykjavík hefur líka ákveðið að halda ekki Reykjavík CrossFit Championship mótið undir merkjum CrossFit á næsta ári verði ekki tekið til hjá forystu CrossFit samtakanna eins og sjá má á þessari fésbókartilkynningu hér fyrir neðan. CrossFit Hengill stöðin hefur líka sent frá sér tilkynningu á Instagram þar kemur meðal annars fram að samstarfssamningur og aðild Hengils sé komið að endurnýjum í haust. „Við ætlum að nýta tímann til að huga vel að næstu skrefum. Hvort við munum halda áfram undir nafninu CrossFit Hengill eða slíta samstarfinu verður ákveðið á næstu misserum,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit. View this post on Instagram A post shared by Crossfit Hengill (@crossfit_hengill) on Jun 7, 2020 at 3:52pm PDT Það er löngu ljóst að tjón CrossFit samtakanna vegna orða framkvæmdastjóra síns Greg Glassmann er orðið gríðarlegt. Samtökin eru að missa hvern styrktaraðilinn á fætur öðrum eins og Reebok og Rogue og þá er fjölda stöðva einnig að slíta sig frá samtökunum. Það er erfitt að sjá Greg Glassmann kom að CrossFit íþróttinni aftur og kannski líklegast að núverandi eigendur selji og það komi inn alveg glæný forysta. CrossFit Dauði George Floyd Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Fjölmargar CrossFit stöðvar í heiminum hafa slitið samstarfi sínu við CrossFit samtökin eða hóta því að gera það verði ekki gerðar alvöru breytingar hjá stjórn samtakanna. CrossFit Reykjavík æfingastöðin á Íslandi bættist í hóp þeirra í gærkvöldi. CrossFit Reykjavík hefur verið í fararbroddi hér á landi að tengja Ísland og CrossFit heiminn með því að halda alþjóðlega mótið Reykjavík CrossFit Championship og vera með CrossFit inn á Reykjavíkurleikunum. Anníe Mist Þórisdóttir er einn af eigendum stöðvarinnar ásamt þeim Evert Víglundssyni og Hrönn Svansdóttur. Það er ljóst á tilkynningu frá CrossFit Reykjavík inn á samfélagsmiðlum að nú sé CrossFit íþróttin á krossgötum og allur heimurinn heimtar nú afgerandi breytingar á forystusveitinni. „Við viljum að það komi skýrt fram að við erum ekki sammála orðum og gjörum Greg Glassmann undanfarna daga. Við trúum á samfélag án aðgreiningar, samfélag þar sem allir eru jafnir og öllum er sýnd virðing. Við munum ekki vera hluti af CrossFit eins og það er nema gerðar verði afgerandi breytingar,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit Reykjavík eins og sjá má hér fyrir neðan. Þessi skilaboð frá CrossFit Reykjavík átti líka að berast út því tilkynningin er fyrst á ensku, svo á íslensku. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik) on Jun 8, 2020 at 2:03pm PDT CrossFit Reykjavík hefur líka ákveðið að halda ekki Reykjavík CrossFit Championship mótið undir merkjum CrossFit á næsta ári verði ekki tekið til hjá forystu CrossFit samtakanna eins og sjá má á þessari fésbókartilkynningu hér fyrir neðan. CrossFit Hengill stöðin hefur líka sent frá sér tilkynningu á Instagram þar kemur meðal annars fram að samstarfssamningur og aðild Hengils sé komið að endurnýjum í haust. „Við ætlum að nýta tímann til að huga vel að næstu skrefum. Hvort við munum halda áfram undir nafninu CrossFit Hengill eða slíta samstarfinu verður ákveðið á næstu misserum,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit. View this post on Instagram A post shared by Crossfit Hengill (@crossfit_hengill) on Jun 7, 2020 at 3:52pm PDT Það er löngu ljóst að tjón CrossFit samtakanna vegna orða framkvæmdastjóra síns Greg Glassmann er orðið gríðarlegt. Samtökin eru að missa hvern styrktaraðilinn á fætur öðrum eins og Reebok og Rogue og þá er fjölda stöðva einnig að slíta sig frá samtökunum. Það er erfitt að sjá Greg Glassmann kom að CrossFit íþróttinni aftur og kannski líklegast að núverandi eigendur selji og það komi inn alveg glæný forysta.
CrossFit Dauði George Floyd Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira