Kvennahreyfingar krefjast vopnahlés Heimsljós 9. júní 2020 10:50 UN Women Kvenréttindafélög og -samtök sem starfrækt eru í ýmsum Arabaríkjum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau taka undir ákall António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um vopnahlé og samstöðu á svæðinu á tímum COVID-19. Í frétt frá UN Women segir að yfir sextíu samtök hafi skrifað undir yfirlýsinguna, þar á meðal fjölmörg sem starfrækt eru í Sýrlandi, þar sem stríð hefur geisað linnulaust frá árinu 2011. Yfirlýsingin er ákall eftir tafarlausu vopnahléi svo hægt sé að tryggja greiðan aðgang neyðaraðstoðar og lyfja til íbúa á átakasvæðum í Írak, Sýrlandi, Líbíu, Palestínu og Jemen. Stríðsátök hafa lagt innviði þessara landa í rúst og heilbrigðisstofnanir hafa ítrekað verið gerðar að skotmarki í hernaðarlegum tilgangi. „Þetta svæði heimsins hefur gengið í gegnum ótal átök og stríð, sem og yfirstandandi, áratuga langt hernám Ísraela. Átökin hafa hrakið fjölda fólks á flótta og ótal manns hafa látið lífið. Áralöng stríð og mannréttindabrot hafa grafið undan hagkerfum okkar, hrifsað burt lifibrauð okkar og fólkið okkar er umframkomið. Þjáningar kvenna og stúlkna eru um margt verri en karla, því ofan á ótryggt ástand hafa þær þurft að þola aukna mismunun, ofbeldi, þar með talið kynferðislegt ofbeldi, hryðjuverk, mansal og þrældóm, svo fátt eitt sé nefnt. Mannréttindasamtök hafa jafnframt átt undir högg að sækja í þessu ástandi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Frá því að fréttir af faraldrinum fóru fyrst að berast, hafa ýmis samtök sem starfrækt eru í þessum ríkjum tekið að sér það verkefni að sporna við útbreiðslu COVID-19 með því að koma upp traustu neti sjálfboðaliða sem vinnur að því að miðla upplýsingum um forvarnir til fólks. Óttast er að án vopnahlés muni COVID-19 ýta undir frekari átök á svæðinu og um leið eyða þeim litlu innviðum sem eftir standa. Fái veiran að dreifast óáreitt um svæðin, mun það hafa skelfilegar afleiðingar á íbúa þeirra, en þó sérstaklega viðkvæmustu hópana, þar á meðal börn og eldra fólk. „Vopnahlé og tafarlaus innleiðing gildandi alþjóðlegra sáttmála eru fyrstu skrefin sem stíga þarf í baráttunni gegn COVID-19. Þetta mun ekki aðeins gefa okkur tækifæri til að ná andanum eftir áralöng átök og gefa mannúðarsamtökum færi á að veita þeim sem þurfa neyðaraðstoð og heilbrigðisþjónustu, heldur mun líka opna fyrir möguleikann á samtali. Í stað þess að leggja til aukið fé til áframhaldandi stríðsreksturs, væri hægt að beina fjármunum í forvarnir og uppbyggingu … Faraldurinn hefur ýtt enn frekar undir þörfina fyrir að við, karlar OG konur, setjumst að samningaborðinu og hefjum friðarsamræður strax.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent
Kvenréttindafélög og -samtök sem starfrækt eru í ýmsum Arabaríkjum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau taka undir ákall António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um vopnahlé og samstöðu á svæðinu á tímum COVID-19. Í frétt frá UN Women segir að yfir sextíu samtök hafi skrifað undir yfirlýsinguna, þar á meðal fjölmörg sem starfrækt eru í Sýrlandi, þar sem stríð hefur geisað linnulaust frá árinu 2011. Yfirlýsingin er ákall eftir tafarlausu vopnahléi svo hægt sé að tryggja greiðan aðgang neyðaraðstoðar og lyfja til íbúa á átakasvæðum í Írak, Sýrlandi, Líbíu, Palestínu og Jemen. Stríðsátök hafa lagt innviði þessara landa í rúst og heilbrigðisstofnanir hafa ítrekað verið gerðar að skotmarki í hernaðarlegum tilgangi. „Þetta svæði heimsins hefur gengið í gegnum ótal átök og stríð, sem og yfirstandandi, áratuga langt hernám Ísraela. Átökin hafa hrakið fjölda fólks á flótta og ótal manns hafa látið lífið. Áralöng stríð og mannréttindabrot hafa grafið undan hagkerfum okkar, hrifsað burt lifibrauð okkar og fólkið okkar er umframkomið. Þjáningar kvenna og stúlkna eru um margt verri en karla, því ofan á ótryggt ástand hafa þær þurft að þola aukna mismunun, ofbeldi, þar með talið kynferðislegt ofbeldi, hryðjuverk, mansal og þrældóm, svo fátt eitt sé nefnt. Mannréttindasamtök hafa jafnframt átt undir högg að sækja í þessu ástandi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Frá því að fréttir af faraldrinum fóru fyrst að berast, hafa ýmis samtök sem starfrækt eru í þessum ríkjum tekið að sér það verkefni að sporna við útbreiðslu COVID-19 með því að koma upp traustu neti sjálfboðaliða sem vinnur að því að miðla upplýsingum um forvarnir til fólks. Óttast er að án vopnahlés muni COVID-19 ýta undir frekari átök á svæðinu og um leið eyða þeim litlu innviðum sem eftir standa. Fái veiran að dreifast óáreitt um svæðin, mun það hafa skelfilegar afleiðingar á íbúa þeirra, en þó sérstaklega viðkvæmustu hópana, þar á meðal börn og eldra fólk. „Vopnahlé og tafarlaus innleiðing gildandi alþjóðlegra sáttmála eru fyrstu skrefin sem stíga þarf í baráttunni gegn COVID-19. Þetta mun ekki aðeins gefa okkur tækifæri til að ná andanum eftir áralöng átök og gefa mannúðarsamtökum færi á að veita þeim sem þurfa neyðaraðstoð og heilbrigðisþjónustu, heldur mun líka opna fyrir möguleikann á samtali. Í stað þess að leggja til aukið fé til áframhaldandi stríðsreksturs, væri hægt að beina fjármunum í forvarnir og uppbyggingu … Faraldurinn hefur ýtt enn frekar undir þörfina fyrir að við, karlar OG konur, setjumst að samningaborðinu og hefjum friðarsamræður strax.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent