Stóðu saman í þessu frá upphafi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. júní 2020 07:01 Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm eru viðmælendur í fyrsta þættinum af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Vísir/Vilhelm Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir höfðu aðeins verið saman í níu mánuði þegar hann greindist með krabbamein, sumarið 2017. Sóli hefur talað mjög opinskátt um þessi veikindi og þar á meðal í eigin uppistandi sem vakti mikla lukku. Hann íhugaði þó að halda krabbameinsgreiningunni leyndri frá öllum nema sínum nánustu. Parið ræddi þetta og fleira tengt veikindunum í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein sem fór aftur af stað í dag. Þetta er önnur þáttaröðin af hlaðvarpi Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir en þættirnir verða aðgengilegir hér á Vísi, á vefsíðu Krafts og á öllum helstu efnisveitum. Sóli og Viktoría segja að þetta verkefni hafi klárlega breytt þeim báðum á jákvæðan hátt, hugarfarið og forgangsröðunin sé nú önnur. Hörmulegar aðstæður „Þetta varð einhvern veginn bara sameiginlegt verkefni,“ segir Viktoría um þessa baráttu. Sóli segir að það hafi verið frábært hafa hennar stuðning í veikindunum. Viktoría náði að sitja við hlið Sóla í öllum lyfjagjöfum krabbameinsmeðferðarinnar nema einni. „Það er náttúrulega alveg ómetanlegt að þurfa ekki að sitja þarna einn.“ Sóli bendir á að aðstæðurnar á lyflækningadeildinni séu hörmulegar, hann sagðist nánast vera með áfallastreituröskun tengda þessum stað og „helvítis bláu stólunum“ þar. „Þetta er hrikalegt. Það sitja þarna sjö eða átta manns í einni stofu og heyra allt sem fer á milli þó að auðvitað starfsfólkið sé að passa sig. Það var ekki það að ég skammaðist mín fyrir hvað væri verið að tala um minn sjúkdóm en mér fannst bara óþægilegt að heyra einhverja veikindasögu frá fólki sem ég þekki ekki. Mér finnst það ekki koma mér við.“ Viðtal Sigríðar Þóru við þau Sóla og Viktoríu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Sóli Hólm og Viktoría Góðu sögurnar vantaði „Þegar Sóli greindist þá voru allar sögurnar sem maður hafði heyrt, voru mestu hörmungarsögurnar,“ segir Viktoría. Forvitni blaðamaðurinn leitaði auðvitað á Google að öllu um þessa gerð krabbameins, til þess að vita betur hvað væri í vændum. Þeim fannst samt vanta sögur eins og Sóla og því vilja þau ræða hans veikindi í von um að hjálpa öðrum í þessari stöðu. „Það vantaði svolítið góðu sögurnar, það vantaði svolítið fólkið sem fór í gegnum frekar auðvelda meðferð eins og hann gerði, auðvitað var hún ekki auðveld en hann slapp samt ágætlega,“ segir Viktoría. Margir hafa sett sig í samband við Sóla eftir að hann opnaði sig um veikindin, hann hefur meðal annars hitt einstaklinga sem greinast með sama krabbamein. „Sigurganga mín hefur einhvern veginn gefið þeim kraft og þá er tilganginum algjörlega náð. Að sýna það að krabbamein er ekki það sama og krabbamein.“ Algjör þvæla Sóli viðurkennir að hann hafi í byrjun íhugað að halda veikindunum leyndum. „Ég var hálfnaður í lyfjameðferðinni þegar ég sagði fyrst frá því opinberlega,“ útskýrir Sóli.„Fyrst um sinn ætlaði ég ekki að segja neinum frá þessu. Þá ætlaði ég bara að láta þetta vera eitthvað fjölskylduleyndarmál og bara fela þetta.“ Það var afkomukvíði sem olli þessum vangaveltum grínistans, enda velta hans tekjur á verkefnunum sem hann bókar hverju sinni. „Meginástæðan var sú að ég var hræddur um það að fólk myndi hætta að bóka mig til að skemmta af því að það héldi að ég væri svo veikur. Sem er náttúrulega bara þvæla, algjör þvæla.“ Sóli ákvað að það væri betra fyrir hans nánustu að geta rætt þetta við aðra. „Ég ráðlegg öllum að fela þetta ekki.“ Það hjálpaði þeim mikið að geta rætt veikindin svo Sóli sér ekki eftir að hafa sagt frá þessu opinberlega. „Að finna stuðninginn og umhyggjuna er ótrúlega dýrmætt.“ Klikkuðu á að leita eftir aðstoð Sjálfur hefði Sóli viljað sleppa því að vera í beinum útsendingum vikulega í Útsvarinu á meðan meðferðinni stóð. Hann myndi því gera hlutina öðruvísi í dag. „Það er algjör bilun og ég fann það þegar ég fékk þrekið aftur að ég átti aldrei að gera þetta.“ Sóli sigraðist á krabbameininu á nokkrum mánuðum og er í eftirliti í dag. „Ég er bara á mjög góðum stað með þetta.“ Í þættinum ræða þau Sóli og Viktoría meðal annars um mikilvægi þess að leita sér aðstoðar og sjá hvaða möguleikar eru í boði hjá samtökum eins og Krafti og Ljósinu. Þetta ætti fólk að gera frekar fyrr en síðar í ferlinu. „Ég held að það sé líka gott fyrir aðstandendur að tala við aðra,“ segir Viktoría. Alls konar mál flækjast inn í veikindin og því skiptir máli að leita sér hjálpar. „Ég mæli 100 prósent með því. Við klikkuðum á því. Ég held að það hefði hjálpað okkur mikið að fara. Eins og ég segi, ég fór í Ljósið eftir að ég er læknaður. Þá fyrst fer ég, til að koma mér í form,“ segir Sóli. Hann ráðleggur því fólki í þessari stöðu til að kynna sér það sem er í boði. „Maður á bara að koma við greiningu.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir ofan. Hægt er að lesa meira um starfsemi Krafts á vefsíðu félagsins. Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Magnað að vera á lífi og hafa heilsu til að geta í alvöru klifið þetta fjall Hulda Hjálmarsdóttir sigraðist á krabbameini fyrir 17 árum síðan. Hún er nú framkvæmdastjóri Krafts sem er að setja af stað hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Hulda tekur einnig þátt í verkefninu Lífskraftur og ætlar að þvera Vatnajökul. 7. júní 2020 09:00 „Dýrmætt fyrir okkur hin að heyra þessar sögur“ Á næstu dögum fer af stað á Vísi hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir segir að allir hafi gott af því að heyra af því hvað annað fólk er að ganga í gegnum. 5. júní 2020 07:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir höfðu aðeins verið saman í níu mánuði þegar hann greindist með krabbamein, sumarið 2017. Sóli hefur talað mjög opinskátt um þessi veikindi og þar á meðal í eigin uppistandi sem vakti mikla lukku. Hann íhugaði þó að halda krabbameinsgreiningunni leyndri frá öllum nema sínum nánustu. Parið ræddi þetta og fleira tengt veikindunum í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein sem fór aftur af stað í dag. Þetta er önnur þáttaröðin af hlaðvarpi Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir en þættirnir verða aðgengilegir hér á Vísi, á vefsíðu Krafts og á öllum helstu efnisveitum. Sóli og Viktoría segja að þetta verkefni hafi klárlega breytt þeim báðum á jákvæðan hátt, hugarfarið og forgangsröðunin sé nú önnur. Hörmulegar aðstæður „Þetta varð einhvern veginn bara sameiginlegt verkefni,“ segir Viktoría um þessa baráttu. Sóli segir að það hafi verið frábært hafa hennar stuðning í veikindunum. Viktoría náði að sitja við hlið Sóla í öllum lyfjagjöfum krabbameinsmeðferðarinnar nema einni. „Það er náttúrulega alveg ómetanlegt að þurfa ekki að sitja þarna einn.“ Sóli bendir á að aðstæðurnar á lyflækningadeildinni séu hörmulegar, hann sagðist nánast vera með áfallastreituröskun tengda þessum stað og „helvítis bláu stólunum“ þar. „Þetta er hrikalegt. Það sitja þarna sjö eða átta manns í einni stofu og heyra allt sem fer á milli þó að auðvitað starfsfólkið sé að passa sig. Það var ekki það að ég skammaðist mín fyrir hvað væri verið að tala um minn sjúkdóm en mér fannst bara óþægilegt að heyra einhverja veikindasögu frá fólki sem ég þekki ekki. Mér finnst það ekki koma mér við.“ Viðtal Sigríðar Þóru við þau Sóla og Viktoríu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Sóli Hólm og Viktoría Góðu sögurnar vantaði „Þegar Sóli greindist þá voru allar sögurnar sem maður hafði heyrt, voru mestu hörmungarsögurnar,“ segir Viktoría. Forvitni blaðamaðurinn leitaði auðvitað á Google að öllu um þessa gerð krabbameins, til þess að vita betur hvað væri í vændum. Þeim fannst samt vanta sögur eins og Sóla og því vilja þau ræða hans veikindi í von um að hjálpa öðrum í þessari stöðu. „Það vantaði svolítið góðu sögurnar, það vantaði svolítið fólkið sem fór í gegnum frekar auðvelda meðferð eins og hann gerði, auðvitað var hún ekki auðveld en hann slapp samt ágætlega,“ segir Viktoría. Margir hafa sett sig í samband við Sóla eftir að hann opnaði sig um veikindin, hann hefur meðal annars hitt einstaklinga sem greinast með sama krabbamein. „Sigurganga mín hefur einhvern veginn gefið þeim kraft og þá er tilganginum algjörlega náð. Að sýna það að krabbamein er ekki það sama og krabbamein.“ Algjör þvæla Sóli viðurkennir að hann hafi í byrjun íhugað að halda veikindunum leyndum. „Ég var hálfnaður í lyfjameðferðinni þegar ég sagði fyrst frá því opinberlega,“ útskýrir Sóli.„Fyrst um sinn ætlaði ég ekki að segja neinum frá þessu. Þá ætlaði ég bara að láta þetta vera eitthvað fjölskylduleyndarmál og bara fela þetta.“ Það var afkomukvíði sem olli þessum vangaveltum grínistans, enda velta hans tekjur á verkefnunum sem hann bókar hverju sinni. „Meginástæðan var sú að ég var hræddur um það að fólk myndi hætta að bóka mig til að skemmta af því að það héldi að ég væri svo veikur. Sem er náttúrulega bara þvæla, algjör þvæla.“ Sóli ákvað að það væri betra fyrir hans nánustu að geta rætt þetta við aðra. „Ég ráðlegg öllum að fela þetta ekki.“ Það hjálpaði þeim mikið að geta rætt veikindin svo Sóli sér ekki eftir að hafa sagt frá þessu opinberlega. „Að finna stuðninginn og umhyggjuna er ótrúlega dýrmætt.“ Klikkuðu á að leita eftir aðstoð Sjálfur hefði Sóli viljað sleppa því að vera í beinum útsendingum vikulega í Útsvarinu á meðan meðferðinni stóð. Hann myndi því gera hlutina öðruvísi í dag. „Það er algjör bilun og ég fann það þegar ég fékk þrekið aftur að ég átti aldrei að gera þetta.“ Sóli sigraðist á krabbameininu á nokkrum mánuðum og er í eftirliti í dag. „Ég er bara á mjög góðum stað með þetta.“ Í þættinum ræða þau Sóli og Viktoría meðal annars um mikilvægi þess að leita sér aðstoðar og sjá hvaða möguleikar eru í boði hjá samtökum eins og Krafti og Ljósinu. Þetta ætti fólk að gera frekar fyrr en síðar í ferlinu. „Ég held að það sé líka gott fyrir aðstandendur að tala við aðra,“ segir Viktoría. Alls konar mál flækjast inn í veikindin og því skiptir máli að leita sér hjálpar. „Ég mæli 100 prósent með því. Við klikkuðum á því. Ég held að það hefði hjálpað okkur mikið að fara. Eins og ég segi, ég fór í Ljósið eftir að ég er læknaður. Þá fyrst fer ég, til að koma mér í form,“ segir Sóli. Hann ráðleggur því fólki í þessari stöðu til að kynna sér það sem er í boði. „Maður á bara að koma við greiningu.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir ofan. Hægt er að lesa meira um starfsemi Krafts á vefsíðu félagsins.
Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Magnað að vera á lífi og hafa heilsu til að geta í alvöru klifið þetta fjall Hulda Hjálmarsdóttir sigraðist á krabbameini fyrir 17 árum síðan. Hún er nú framkvæmdastjóri Krafts sem er að setja af stað hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Hulda tekur einnig þátt í verkefninu Lífskraftur og ætlar að þvera Vatnajökul. 7. júní 2020 09:00 „Dýrmætt fyrir okkur hin að heyra þessar sögur“ Á næstu dögum fer af stað á Vísi hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir segir að allir hafi gott af því að heyra af því hvað annað fólk er að ganga í gegnum. 5. júní 2020 07:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Magnað að vera á lífi og hafa heilsu til að geta í alvöru klifið þetta fjall Hulda Hjálmarsdóttir sigraðist á krabbameini fyrir 17 árum síðan. Hún er nú framkvæmdastjóri Krafts sem er að setja af stað hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Hulda tekur einnig þátt í verkefninu Lífskraftur og ætlar að þvera Vatnajökul. 7. júní 2020 09:00
„Dýrmætt fyrir okkur hin að heyra þessar sögur“ Á næstu dögum fer af stað á Vísi hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir segir að allir hafi gott af því að heyra af því hvað annað fólk er að ganga í gegnum. 5. júní 2020 07:00