Fer með hlutverk „viðurstyggilegs“ íslensks seðlabankastjóra í Eurovision-myndinni Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2020 07:03 Mikael Persbrandt ætti að vera mörgum Íslendingum kunnugur en hann hefur farið með hlutverk Gunvald Larsson í fjölmörgum kvikmyndunum um sænska lögreglumanninn Beck. Getty Sænski stórleikarinn Mikael Persbrandt mun fara með hlutverk íslenska seðlabankastjórans í Netflix-myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem frumsýnd verður eftir rúmar tvær vikur. Sænskir fjölmiðlar visa í tilkynningu frá Persbrandt í morgun þar sem segir að hann muni fara með hlutverk Victor Karlsson seðlabankastjóra. „Það er með mikilli ánægju að hafa fengið að ganga til liðs við hið stórkostlega leikaralið til að leika hinn viðurstyggilega Victor Karlsson í þessari sögu um hinn stórkostlega Eurovision-heim,“ segir Persbrandt í yfirlýsingu. Þekktur úr Beck-myndunum Persbrandt ætti að vera mörgum Íslendingum kunnugur en hann hefur farið með hlutverk Gunvald Larsson í kvikmyndunum um sænska lögreglumanninn Beck. Hann hefur einnig farið með hlutverk í myndunum In a Better World og Hobbitanum. Sömuleiðis fer hann með hlutverk í Netflix-þáttunum Sex Education. Í Eurovision-myndinni fara þau Will Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku söngvaranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem hafa það að markmiði að landa langþráðum sigri í Eurovision fyrir Íslands hönd. watch on YouTube Bond-leikarinn Pierce Brosnan og Dan Stevens úr Downton Abbey fara einnig með hlutverk í myndinni en leikstjóri hennar er David Dobkin sem hefur það meðal annars á ferilskránni að hafa leikstýrt myndunum Wedding Crashers og Shanghai Knights. Fjöldi íslenskra leikara Að auki fer fjöldi íslenskra leikara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Ólafur Darri Ólafsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Nína Dögg Filippusdóttir, Tómas Lemerquis og Björn Hlynur Haraldsson. Persbrandt er ekki einni Svíinn sem kemur við sögu við gerð myndarinnar en í síðasta mánuði var sagt frá því að sænska söngkonan Molly Sandén væri sú sem syngi rödd persónu Rachel McAdams í framlagi Íslendinga í myndinni – laginu Volcano Man. Myndin verður frumsýnd 26. júní. Eurovision-mynd Will Ferrell Seðlabankinn Tengdar fréttir Syngur fyrir persónu Rachel McAdams í Volcano Man Huldukonan „My Marianne“ á engin önnur lög á steymisveitum, en sænskir fjölmiðlar greindu í síðustu viku frá því hvaða söngkona ætti kvenröddina í laginu Volcano Man. 25. maí 2020 12:19 Þetta eru Íslendingarnir sem leika í Eurovision myndinni Í lok júní verður nýjasta kvikmynd Will Ferrell, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, frumsýnd á Netflix. Myndin fjallar um þátttöku Íslands í keppninni. 19. maí 2020 13:31 Margur einlægur Eurovision-aðdáandinn sármóðgaður vegna myndbands Ferrells Formaður FÁSES segir fólki brugðið enda verið að gera grín að því allra heilagasta. 18. maí 2020 13:54 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Sænski stórleikarinn Mikael Persbrandt mun fara með hlutverk íslenska seðlabankastjórans í Netflix-myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem frumsýnd verður eftir rúmar tvær vikur. Sænskir fjölmiðlar visa í tilkynningu frá Persbrandt í morgun þar sem segir að hann muni fara með hlutverk Victor Karlsson seðlabankastjóra. „Það er með mikilli ánægju að hafa fengið að ganga til liðs við hið stórkostlega leikaralið til að leika hinn viðurstyggilega Victor Karlsson í þessari sögu um hinn stórkostlega Eurovision-heim,“ segir Persbrandt í yfirlýsingu. Þekktur úr Beck-myndunum Persbrandt ætti að vera mörgum Íslendingum kunnugur en hann hefur farið með hlutverk Gunvald Larsson í kvikmyndunum um sænska lögreglumanninn Beck. Hann hefur einnig farið með hlutverk í myndunum In a Better World og Hobbitanum. Sömuleiðis fer hann með hlutverk í Netflix-þáttunum Sex Education. Í Eurovision-myndinni fara þau Will Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku söngvaranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem hafa það að markmiði að landa langþráðum sigri í Eurovision fyrir Íslands hönd. watch on YouTube Bond-leikarinn Pierce Brosnan og Dan Stevens úr Downton Abbey fara einnig með hlutverk í myndinni en leikstjóri hennar er David Dobkin sem hefur það meðal annars á ferilskránni að hafa leikstýrt myndunum Wedding Crashers og Shanghai Knights. Fjöldi íslenskra leikara Að auki fer fjöldi íslenskra leikara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Ólafur Darri Ólafsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Nína Dögg Filippusdóttir, Tómas Lemerquis og Björn Hlynur Haraldsson. Persbrandt er ekki einni Svíinn sem kemur við sögu við gerð myndarinnar en í síðasta mánuði var sagt frá því að sænska söngkonan Molly Sandén væri sú sem syngi rödd persónu Rachel McAdams í framlagi Íslendinga í myndinni – laginu Volcano Man. Myndin verður frumsýnd 26. júní.
Eurovision-mynd Will Ferrell Seðlabankinn Tengdar fréttir Syngur fyrir persónu Rachel McAdams í Volcano Man Huldukonan „My Marianne“ á engin önnur lög á steymisveitum, en sænskir fjölmiðlar greindu í síðustu viku frá því hvaða söngkona ætti kvenröddina í laginu Volcano Man. 25. maí 2020 12:19 Þetta eru Íslendingarnir sem leika í Eurovision myndinni Í lok júní verður nýjasta kvikmynd Will Ferrell, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, frumsýnd á Netflix. Myndin fjallar um þátttöku Íslands í keppninni. 19. maí 2020 13:31 Margur einlægur Eurovision-aðdáandinn sármóðgaður vegna myndbands Ferrells Formaður FÁSES segir fólki brugðið enda verið að gera grín að því allra heilagasta. 18. maí 2020 13:54 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Syngur fyrir persónu Rachel McAdams í Volcano Man Huldukonan „My Marianne“ á engin önnur lög á steymisveitum, en sænskir fjölmiðlar greindu í síðustu viku frá því hvaða söngkona ætti kvenröddina í laginu Volcano Man. 25. maí 2020 12:19
Þetta eru Íslendingarnir sem leika í Eurovision myndinni Í lok júní verður nýjasta kvikmynd Will Ferrell, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, frumsýnd á Netflix. Myndin fjallar um þátttöku Íslands í keppninni. 19. maí 2020 13:31
Margur einlægur Eurovision-aðdáandinn sármóðgaður vegna myndbands Ferrells Formaður FÁSES segir fólki brugðið enda verið að gera grín að því allra heilagasta. 18. maí 2020 13:54