Rasmus Christiansen verður að öllum líkindum í hjarta Valsvarnarinnar þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum KR í upphafsleik Pepsi Max-deildar karla annað kvöld. Þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans í vikunni var hann á síðasta vinnudegi í Hagaskóla fyrir sumarfrí. Hann er umsjónarkennari í þessum mikla KR-skóla og var að útskrifa 10. bekk, krakka sem hann er búinn að fylgja frá því í 8. bekk. Vonandi sanngjarn „Það þarf að ganga frá og svo eru sumir sem eru ekki sáttir með einkunnirnar sínar og vilja fá útskýringar,“ sagði Rasmus sem þvertekur fyrir að vera strangur þegar kemur að einkunnum. „Sumir myndu kannski segja það en vonandi er ég sanngjarn.“ Rasmus fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Val 2018.vísir/bára Rasmus kom fyrst til Íslands 2010 þegar Lyngby í Danmörku lánaði hann til ÍBV. Þar lék hann í þrjú ár og fór svo til Ull/Kisa í Noregi. Rasmus kom aftur til Íslands 2015 þegar hann gekk í raðir KR. Eftir eitt tímabil þar fór hann í Val 2016. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með Hlíðarendaliðinu. Bestur á annarri löppinni Rasmus meiddist illa sumarið 2018 og í fyrra lék Daninn sem lánsmaður hjá Fjölni í Inkasso-deildinni. Það var gæfuspor, bæði fyrir Rasmus og Fjölni. Liðið fór aftur upp og hann var valinn besti leikmaður Inkasso-deildarinnar. „Ég fótbrotnaði 2018 og var að stíga upp úr þeim meiðslum allt síðasta tímabil. Í apríl talaði ég við Ólaf [Jóhannesson, þáverandi þjálfara Vals] um að fá að spila leiki einhvers staðar til að koma mér í gang. Ég var ekki búinn að æfa mikið og það var óvissa hvernig þetta myndi ganga.“ Strax daginn eftir samtalið við Ólaf hafði Fjölnir samband við Rasmus og vildi fá hann til liðs við sig. Ég stökk á það og sé ekki eftir því. Við fórum upp og ég fékk þessi verðlaun sem var mikill heiður. Ég veit ekki hvort ég átti þau skilið en einhverjum fannst það. Rasmus segir að Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, hafi sýnt stöðu sinni mikinn skilning. „Ég náði að spila þótt ég væri tæpur. Ég er þakklátur fyrir það hvernig Ási tók mig inn og í samráði við hann stýrðum við álaginu á mér. Það var vonlaust að hafa mig með á æfingum tveimur til þremur dögum eftir leik.“ Ætla aftur á toppinn Eftir vel heppnaða dvöl hjá Fjölni fór Rasmus aftur til Vals. Nýr þjálfari Valsmanna, Heimir Guðjónsson, setti hann strax í burðarhlutverk og virðist hafa mikla trú á Dananum. Rasmus var snöggur að ná tökum á tökum á íslensku máli og hefur mikinn áhuga á íslenskri menningu.VÍSIR/HAG „Ég var mjög spenntur fyrir að fara aftur í Val. Mér líður mjög vel þar og hefur alltaf gert,“ sagði Rasmus. Eftir hamfarir síðasta tímabils, þar sem Valur lenti í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar, stefna menn á Hlíðarenda aftur á toppinn. „Alla í Val langar að sanna að þetta var bara eitt tímabil. Við stefnum á að vera aftur með í toppbaráttunni.“ Vissi að þetta var eyja fyrir utan Ísland Sem fyrr sagði kom Rasmus fyrst hingað til lands fyrir tíu árum. „Ég kom á láni til ÍBV í tvo mánuði og vissi voða lítið annað en að þetta væri eyja fyrir utan Ísland. En þetta gekk vel og ég fór svo til Noregs. Seinna árið mitt þar sleit ég krossband í hné og meðan ég var að jafna mig á því hafði KR samband. Það var ekki planið að fara aftur til Íslands en það var best í stöðunni á þeim tíma. En ég er búinn að vera hérna í átta ár. Maður tekur ákvarðanir og ég sé ekki eftir neinu.“ Rasmus hefur komið sér vel fyrir hér á landi. Hann er í sambandi með Elísu Viðarsdóttur, landsliðskonu í fótbolta og leikmanni Vals, og saman eiga þau tveggja ára dóttur. Rasmus hefur alls leikið 166 leiki í deild og bikar á Íslandi.vísir/daníel Auk þess að kenna og spila fótbolta með Val nemur Rasmus Norðurlandafræði við Háskóla Íslands. Hann hafði áhyggjur af því að svæfa blaðamann úr leiðindum þegar talið barst að náminu og áhugamálunum. Þær áhyggjur reyndust óþarfar enda blaðamaður með leiðinlegri mönnum. „Þetta er meistaranám í Norðurlandafræði. Þetta er m.a. um menningu og bókmenntir sem eru meðal minna helstu áhugamála. Flestir sem ég tala um þetta við sofna á meðan,“ sagði Rasmus léttur. Íslenskan vafðist ekki fyrir Sá danski var ekki lengi að ná læra íslensku og ná góðum tökum á henni. Og í dag talar Rasmus nánast lýtalausa íslensku. „Þegar ég kom aftur til ÍBV 2011 fór ég á tíu vikna íslenskunámskeið fyrir útlendinga í Vestmannaeyjum,“ sagði Rasmus. „Svo bað ég strákana í liðinu um að tala íslensku við mig. Svo kom þetta hægt og rólega. Núna er ég á allt öðrum stað en fyrir nokkrum árum. Núna fara langmestu samskiptin, fyrir utan dönskukennsluna, fram á íslensku, eins og foreldraviðtöl og fundir. Við Elísa tölum íslensku heima en ég tala líka dönsku við barnið.“ Rasmus með uppáhalds íslensku bókina sína, Sumarljós og svo kemur nóttin.vísir/hag Danski varnarmaðurinn er vel lesinn þegar kemur að íslenskum bókmenntum. Ég er hrifinn af Laxness og Jóni Kalman. Ég líka lesið Einar Má og Einar Kárason og eitthvað með Sjón og Arnaldi. Jón Kalman stendur upp úr og ég heillaðist af honum. Sumarljós og svo kemur nóttin er mjög ofarlega á lista yfir bestu bækur sem ég hef lesið. Rasmus hefur einnig mikinn áhuga á myndlist og fer reglulega á listasöfn í borginni. „Ég fer oft á sýningar og fjárfesti sjálfur í verkum og pæli í þeim. Mér finnst mjög gaman að fara á söfn og gallerí,“ sagði Rasmus sem á nokkur verk eftir íslenska og danska listamenn. Óskalistinn er þó langt því frá tæmdur. Dregur dótturina með á söfn Rasmus deilir listaáhuganum ekki með mörgum en tveggja ára dóttir hans kemur stundum með í safnaferðirnar. „Ég fer oft einn. Það eru svo fáir sem nenna að fara með mér. Ég dreg Guðmundu stundum með mér þótt hún hafi ekki mikið val. En ég held að henni finnist þetta skemmtilegt,“ sagði Rasmus skellihlæjandi að lokum. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti
Rasmus Christiansen verður að öllum líkindum í hjarta Valsvarnarinnar þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum KR í upphafsleik Pepsi Max-deildar karla annað kvöld. Þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans í vikunni var hann á síðasta vinnudegi í Hagaskóla fyrir sumarfrí. Hann er umsjónarkennari í þessum mikla KR-skóla og var að útskrifa 10. bekk, krakka sem hann er búinn að fylgja frá því í 8. bekk. Vonandi sanngjarn „Það þarf að ganga frá og svo eru sumir sem eru ekki sáttir með einkunnirnar sínar og vilja fá útskýringar,“ sagði Rasmus sem þvertekur fyrir að vera strangur þegar kemur að einkunnum. „Sumir myndu kannski segja það en vonandi er ég sanngjarn.“ Rasmus fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Val 2018.vísir/bára Rasmus kom fyrst til Íslands 2010 þegar Lyngby í Danmörku lánaði hann til ÍBV. Þar lék hann í þrjú ár og fór svo til Ull/Kisa í Noregi. Rasmus kom aftur til Íslands 2015 þegar hann gekk í raðir KR. Eftir eitt tímabil þar fór hann í Val 2016. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með Hlíðarendaliðinu. Bestur á annarri löppinni Rasmus meiddist illa sumarið 2018 og í fyrra lék Daninn sem lánsmaður hjá Fjölni í Inkasso-deildinni. Það var gæfuspor, bæði fyrir Rasmus og Fjölni. Liðið fór aftur upp og hann var valinn besti leikmaður Inkasso-deildarinnar. „Ég fótbrotnaði 2018 og var að stíga upp úr þeim meiðslum allt síðasta tímabil. Í apríl talaði ég við Ólaf [Jóhannesson, þáverandi þjálfara Vals] um að fá að spila leiki einhvers staðar til að koma mér í gang. Ég var ekki búinn að æfa mikið og það var óvissa hvernig þetta myndi ganga.“ Strax daginn eftir samtalið við Ólaf hafði Fjölnir samband við Rasmus og vildi fá hann til liðs við sig. Ég stökk á það og sé ekki eftir því. Við fórum upp og ég fékk þessi verðlaun sem var mikill heiður. Ég veit ekki hvort ég átti þau skilið en einhverjum fannst það. Rasmus segir að Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, hafi sýnt stöðu sinni mikinn skilning. „Ég náði að spila þótt ég væri tæpur. Ég er þakklátur fyrir það hvernig Ási tók mig inn og í samráði við hann stýrðum við álaginu á mér. Það var vonlaust að hafa mig með á æfingum tveimur til þremur dögum eftir leik.“ Ætla aftur á toppinn Eftir vel heppnaða dvöl hjá Fjölni fór Rasmus aftur til Vals. Nýr þjálfari Valsmanna, Heimir Guðjónsson, setti hann strax í burðarhlutverk og virðist hafa mikla trú á Dananum. Rasmus var snöggur að ná tökum á tökum á íslensku máli og hefur mikinn áhuga á íslenskri menningu.VÍSIR/HAG „Ég var mjög spenntur fyrir að fara aftur í Val. Mér líður mjög vel þar og hefur alltaf gert,“ sagði Rasmus. Eftir hamfarir síðasta tímabils, þar sem Valur lenti í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar, stefna menn á Hlíðarenda aftur á toppinn. „Alla í Val langar að sanna að þetta var bara eitt tímabil. Við stefnum á að vera aftur með í toppbaráttunni.“ Vissi að þetta var eyja fyrir utan Ísland Sem fyrr sagði kom Rasmus fyrst hingað til lands fyrir tíu árum. „Ég kom á láni til ÍBV í tvo mánuði og vissi voða lítið annað en að þetta væri eyja fyrir utan Ísland. En þetta gekk vel og ég fór svo til Noregs. Seinna árið mitt þar sleit ég krossband í hné og meðan ég var að jafna mig á því hafði KR samband. Það var ekki planið að fara aftur til Íslands en það var best í stöðunni á þeim tíma. En ég er búinn að vera hérna í átta ár. Maður tekur ákvarðanir og ég sé ekki eftir neinu.“ Rasmus hefur komið sér vel fyrir hér á landi. Hann er í sambandi með Elísu Viðarsdóttur, landsliðskonu í fótbolta og leikmanni Vals, og saman eiga þau tveggja ára dóttur. Rasmus hefur alls leikið 166 leiki í deild og bikar á Íslandi.vísir/daníel Auk þess að kenna og spila fótbolta með Val nemur Rasmus Norðurlandafræði við Háskóla Íslands. Hann hafði áhyggjur af því að svæfa blaðamann úr leiðindum þegar talið barst að náminu og áhugamálunum. Þær áhyggjur reyndust óþarfar enda blaðamaður með leiðinlegri mönnum. „Þetta er meistaranám í Norðurlandafræði. Þetta er m.a. um menningu og bókmenntir sem eru meðal minna helstu áhugamála. Flestir sem ég tala um þetta við sofna á meðan,“ sagði Rasmus léttur. Íslenskan vafðist ekki fyrir Sá danski var ekki lengi að ná læra íslensku og ná góðum tökum á henni. Og í dag talar Rasmus nánast lýtalausa íslensku. „Þegar ég kom aftur til ÍBV 2011 fór ég á tíu vikna íslenskunámskeið fyrir útlendinga í Vestmannaeyjum,“ sagði Rasmus. „Svo bað ég strákana í liðinu um að tala íslensku við mig. Svo kom þetta hægt og rólega. Núna er ég á allt öðrum stað en fyrir nokkrum árum. Núna fara langmestu samskiptin, fyrir utan dönskukennsluna, fram á íslensku, eins og foreldraviðtöl og fundir. Við Elísa tölum íslensku heima en ég tala líka dönsku við barnið.“ Rasmus með uppáhalds íslensku bókina sína, Sumarljós og svo kemur nóttin.vísir/hag Danski varnarmaðurinn er vel lesinn þegar kemur að íslenskum bókmenntum. Ég er hrifinn af Laxness og Jóni Kalman. Ég líka lesið Einar Má og Einar Kárason og eitthvað með Sjón og Arnaldi. Jón Kalman stendur upp úr og ég heillaðist af honum. Sumarljós og svo kemur nóttin er mjög ofarlega á lista yfir bestu bækur sem ég hef lesið. Rasmus hefur einnig mikinn áhuga á myndlist og fer reglulega á listasöfn í borginni. „Ég fer oft á sýningar og fjárfesti sjálfur í verkum og pæli í þeim. Mér finnst mjög gaman að fara á söfn og gallerí,“ sagði Rasmus sem á nokkur verk eftir íslenska og danska listamenn. Óskalistinn er þó langt því frá tæmdur. Dregur dótturina með á söfn Rasmus deilir listaáhuganum ekki með mörgum en tveggja ára dóttir hans kemur stundum með í safnaferðirnar. „Ég fer oft einn. Það eru svo fáir sem nenna að fara með mér. Ég dreg Guðmundu stundum með mér þótt hún hafi ekki mikið val. En ég held að henni finnist þetta skemmtilegt,“ sagði Rasmus skellihlæjandi að lokum.