Lífið

Dave Chappelle stóð fyrir uppistandi þar sem hann fór yfir stöðuna í Bandaríkjunum á sinn hátt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dave Chappelle er allt annað en sáttur við stöðuna í Bandaríkjunum. 
Dave Chappelle er allt annað en sáttur við stöðuna í Bandaríkjunum. 

Grínistinn Dave Chappelle stóð fyrir uppistandi á dögunum og örfáum áhorfendum fyrir framan sig.

Uppistandið var tekið upp og fjallaði það mikið til um stöðuna í Bandaríkjunum og stöðu svartra þar í landi.

Chappelle minntist George Floyd í uppistandinu og mátti sjá mikla reiði hjá grínistanum þegar hann talaði um örlög Floyds sem var drepinn af lögregluþjóni vestanhafs fyrir nokkrum vikum.

Í kjölfarið hafa mikil mótmæli staðið yfir um landið allt.

Netflix gefur út uppistandið á YouTube og stendur það yfir í um 27 mínútur og má sjá það allt hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×