Íslenski boltinn

Segir brot Ólafs Inga ótrúlega heimskulegt: „Þetta er bara árás“

Sindri Sverrisson skrifar
Alex Þór Hauksson lá þjáður eftir á vellinum eftir tæklinguna.
Alex Þór Hauksson lá þjáður eftir á vellinum eftir tæklinguna. MYND/STÖÐ 2 SPORT

„Þetta er bara árás. Alveg hrikalega gróft,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, um tæklingu Ólafs Inga Skúlasonar í Fylki sem fékk rautt spjald fyrir brot í leik liðanna í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gær.

Ólafur Ingi fékk beint rautt spjald fyrir brotið á 88. mínútu, eftir að hafa komið inn á sem varamaður þrettán mínútum áður. Hann braut á Alex Þór Haukssyni, hinum unga fyrirliða Stjörnunnar.

„Mig minnir að hann hafi fengið sams konar spjald í vetur á móti okkur, þar sem að hann tók einn og straujaði hann. Þetta er alveg gjörsamlega galið. Að svona reyndur maður skuli fara svona. Hann gæti stórslasað Alex, bara þannig að ferillinn væri búinn. Þetta er ótrúlega heimskulegt, Jesús minn almáttugur,“ sagði Rúnar Páll í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær, ómyrkur í máli. Ummæli hans og brotið má sjá hér að neðan.

Ólafur Ingi, sem er spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, fer sjálfkrafa í eins leiks bann og verður því ekki með liðinu gegn Breiðabliki í Árbænum næsta sunnudag.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Rúnar Páll um rautt spjald Ólafs Inga

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×