Dusty hefja leika á Norður-Evrópu mótinu í League of Legends og verða í beinni á BBC Anton Ingi Leifsson skrifar 17. júní 2020 13:30 Dusty hefur leik í alvöru stórmóti í kvöld. vísir Íslenska rafíþróttaliðið Dusty sem skapað hefur sér sérstöðu í rafíþróttum hér á landi mun hefja leik í stærstu League of Legends deild Norður-Evrópu í dag. NLC eða Northern League of Legends Championship er atvinnumannadeild í League of Legends sem er vinsælasti tölvuleikur í heimi. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt rafíþróttalið keppir á erlendri grundu í jafn stóru móti og um ræðir og er því viðeigandi að það skref sé stigið á þjóðhátíðardaginn sjálfan. Fyrsti leikur Dusty á mótinu er í dag kl 18:00 á íslenskum tíma gegn danska stórliðinu Tricked og er hann sýndur á BBC sport. En einnig er hægt að horfa á hann í gegnum streymisveituna Twitch á slóðinni (www.twitch.tv/nlclol). Páll Legions fyrsti leikmaður landsins til að vera á atvinnumannasamning hjá íslensku liði er mjög spenntur fyrir þessu tímabili. „Þetta er auðvitað bara geggjað að íslenskt lið sé komið í svona stóra deild og rosaleg viðurkenning fyrir Dusty að fá boð í svona stóra deild, ég hugsa að það sé bara erfitt að átta sig á stærðinni á þessu, BBC Sport er að sýna frá leikjunum okkar. En það er mikil spenna í hópnum en okkur hlakkar til að takast á við stærstu liðin í Evrópu,“ sagði Páll. Dusty tryggði sér þátttöku í mótinu eftir að hafa vakið eftirtektir í smærri mótum síðastliðna árið og fékk boð um að taka þátt. Í mótinu má finna tólf af stærstu rafíþróttaliðum Norðurlandanna og Bretlandseyja, mótið er það næst stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Aðeins League of Legends European Champinship mótið er stærra, en í það mót er einungis hægt að komast með því að fjárfesta í svokölluðum í sérleyfi. En til gamans má geta að slík sérleyfi kosta rúmlega milljarð íslenskra króna. Allar upplýsingar um mótið má nálgast á heimasíðu NLC á nlc.gg. Einnig má finna ýmsar tilkynningar og skemmtilegt efni á miðlum Dusty (@dustyiceland á öllum samfélagsmiðlum). Rafíþróttir Mest lesið Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Íslenska rafíþróttaliðið Dusty sem skapað hefur sér sérstöðu í rafíþróttum hér á landi mun hefja leik í stærstu League of Legends deild Norður-Evrópu í dag. NLC eða Northern League of Legends Championship er atvinnumannadeild í League of Legends sem er vinsælasti tölvuleikur í heimi. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt rafíþróttalið keppir á erlendri grundu í jafn stóru móti og um ræðir og er því viðeigandi að það skref sé stigið á þjóðhátíðardaginn sjálfan. Fyrsti leikur Dusty á mótinu er í dag kl 18:00 á íslenskum tíma gegn danska stórliðinu Tricked og er hann sýndur á BBC sport. En einnig er hægt að horfa á hann í gegnum streymisveituna Twitch á slóðinni (www.twitch.tv/nlclol). Páll Legions fyrsti leikmaður landsins til að vera á atvinnumannasamning hjá íslensku liði er mjög spenntur fyrir þessu tímabili. „Þetta er auðvitað bara geggjað að íslenskt lið sé komið í svona stóra deild og rosaleg viðurkenning fyrir Dusty að fá boð í svona stóra deild, ég hugsa að það sé bara erfitt að átta sig á stærðinni á þessu, BBC Sport er að sýna frá leikjunum okkar. En það er mikil spenna í hópnum en okkur hlakkar til að takast á við stærstu liðin í Evrópu,“ sagði Páll. Dusty tryggði sér þátttöku í mótinu eftir að hafa vakið eftirtektir í smærri mótum síðastliðna árið og fékk boð um að taka þátt. Í mótinu má finna tólf af stærstu rafíþróttaliðum Norðurlandanna og Bretlandseyja, mótið er það næst stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Aðeins League of Legends European Champinship mótið er stærra, en í það mót er einungis hægt að komast með því að fjárfesta í svokölluðum í sérleyfi. En til gamans má geta að slík sérleyfi kosta rúmlega milljarð íslenskra króna. Allar upplýsingar um mótið má nálgast á heimasíðu NLC á nlc.gg. Einnig má finna ýmsar tilkynningar og skemmtilegt efni á miðlum Dusty (@dustyiceland á öllum samfélagsmiðlum).
Rafíþróttir Mest lesið Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira