Sport

Fékk ó­­hugnan­­leg skila­­boð á netinu eftir að hafa tapað: „Ekki láta þessar rottur draga þig niður“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fallon Sherrock var fyrsta konan sem keppti í úrvalsdeildinni í pílukasti.
Fallon Sherrock var fyrsta konan sem keppti í úrvalsdeildinni í pílukasti. vísir/getty

Fallon Sherrock, fyrsti kvenmaðurinn til þess að vinna leik á HM í pílu, lenti heldur betur í reiðum netverja um helgina.

Sherrock sló í gegn á HM í Alexandra Palace í desember og hefur vakið mikla athygli síðan þá en undanfarið hefur hún verið að spila í Modus Icons mótinu sem fer fram í gegnum netið.

Eftir að hafa tapað einum leiknum í gær þá beið Sherrock óhugnanleg skilaboð þar sem netverji sendi henni einkaskilaboð á Twitter.

Sherrock tók skjáskot af skilaboðunum og setti á Twitter-síðu sína. Hefur hún fengið mikil viðbrögð við færslunni og boxarinn Anthony Fowler hvatti hana m.a. til dáða, að láta þessar rottur ekki hafa áhrif á hana.

Hún hafði betur í tveimur leikjum á þriðjudaginn en vann einungis einn leik á miðvikudaginn og er hún á botni deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×