„Um leið og ég finn á mér vil ég ekki stakan dropa í viðbót“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júní 2020 13:31 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var gestur hjá Skoðanabræðrum í vikunni. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti segir ekki í sínum verkahring að gefa út yfirlýsingar um lögleiðingu kannabisefna. Hann segir í viðtali í hlaðvarpi Skoðanabræðra að hann sé á móti vímuefnum. Forsetinn var spurður hvort hann hefði einhvertímann reykt kannabis. „Nei, aldrei á ævinni. En ég hef drukkið og dottið í það, en ég er löngu hættur slíku,“ segir Guðni. „Ég er á móti vímuefnum og neyti áfengis mjög í hófi. Mér finnst allt í lagi að fá mér eitt vínglas, en er þeim kostum búinn að um leið og ég finn á mér vil ég ekki stakan dropa í viðbót,“ sagði Guðni í viðtalinu. Tók vel í að smakka ananas á pitsur Í hlaðvarpinu ræddi Guðni einnig ananasmálið umtalaða, þegar hann sagði á fundi í menntaskóla að sem forseti ætti hann kannski að banna ananas á pitsur. Það komst í heimsfréttirnar. Guðni segist ekki hafa tekið málið alvarlega, heldur þótt það innilega skemmtilegt. Þáttastjórnendur hvöttu hann til þess að gefa ananasinum tækifæri og Guðni tók vel í það. „Þá verður það eins og maður segir við börnin sín. Þú verður að prófa,“ segir hann. Bræðurnir Bergþór og Snorri Másson halda úti hlaðvarpinu og fjalla þar um samfélagsmál og menningu í hverri viku. Þeir fá til sín gesti af ýmsum toga og inna þá eftir skoðunum þeirra á hinu og þessu. Í þættinum með Guðna ræddu þeir í löngu viðtali allt frá áhrifavöldum á Instagram og kannabisefnum til kulnunnar í starfi og persónulegrar rútínu forsetans. Hér að neðan er hægt að hlusta. Forseti Íslands Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti segir ekki í sínum verkahring að gefa út yfirlýsingar um lögleiðingu kannabisefna. Hann segir í viðtali í hlaðvarpi Skoðanabræðra að hann sé á móti vímuefnum. Forsetinn var spurður hvort hann hefði einhvertímann reykt kannabis. „Nei, aldrei á ævinni. En ég hef drukkið og dottið í það, en ég er löngu hættur slíku,“ segir Guðni. „Ég er á móti vímuefnum og neyti áfengis mjög í hófi. Mér finnst allt í lagi að fá mér eitt vínglas, en er þeim kostum búinn að um leið og ég finn á mér vil ég ekki stakan dropa í viðbót,“ sagði Guðni í viðtalinu. Tók vel í að smakka ananas á pitsur Í hlaðvarpinu ræddi Guðni einnig ananasmálið umtalaða, þegar hann sagði á fundi í menntaskóla að sem forseti ætti hann kannski að banna ananas á pitsur. Það komst í heimsfréttirnar. Guðni segist ekki hafa tekið málið alvarlega, heldur þótt það innilega skemmtilegt. Þáttastjórnendur hvöttu hann til þess að gefa ananasinum tækifæri og Guðni tók vel í það. „Þá verður það eins og maður segir við börnin sín. Þú verður að prófa,“ segir hann. Bræðurnir Bergþór og Snorri Másson halda úti hlaðvarpinu og fjalla þar um samfélagsmál og menningu í hverri viku. Þeir fá til sín gesti af ýmsum toga og inna þá eftir skoðunum þeirra á hinu og þessu. Í þættinum með Guðna ræddu þeir í löngu viðtali allt frá áhrifavöldum á Instagram og kannabisefnum til kulnunnar í starfi og persónulegrar rútínu forsetans. Hér að neðan er hægt að hlusta.
Forseti Íslands Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira