Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 21. júní 2020 19:16 Einhleypa Makamála er sjentilmennið og sjarmörinn Jón Víðir Þorsteinsson. Getty Hann syngur hástöfum í sturtu, þolir ekki frekjur og er með innbyggða dómaraflautu í kjaftinum. Einhleypa Makamála þessa vikuna er Jón Víðir Þorsteinsson. Jón Víðir er verslunarstjóri í Herragarðinum í Smáralind og hefur unnið þar síðustu fimm ár. Ég á tvær dásamlegar stelpur sem eru níu og fimm ára og framundan hjá mér er sumarfrí með fjölskyldu og vinum, vinnuferðir og almenn skemmtun. Við spurðum Jón Víði hvernig stefnumótalífið sé búið að vera á tímum Covid-19 sem hann sagði hafa lítið breyst. Það að vera single á tímum Covid-19 er bara búið að vera eins og að vera single yfir höfuð. Hef tekið þriðja hjólið með trompi undanfarnar vikur sem hefur bara alls ekki verið leiðinlegt. Jón Víðir segir stefnumótalífið á tímum Covid-19 lítið hafa breyst. Hann hafi þó verið duglegur að vera þriðja hjólið sem honum hafi þótt mjög gaman. Aðsend mynd Nafn? Jón Víðir Þorsteinsson. Gælunafn eða hliðarsjálf? Johnny, JV, Don Vito. Aldur í árum? 37 ára.. Aldur í anda? Allt á bilinu 24 ára til 85 ára. Menntun? Skóli lífsins, svo lengi lærir sem lifir. Hvað myndi ævisagan þín heita? Löðrandi ágrip Jóns eða Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt. Guilty pleasure kvikmynd? Dirty dancing. Það er allt systrum mínum að kenna. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já, ég var bááálskotinn í Demi Moore. Talar þú einhvern tíma um þig í þriðju persónu? Það gerist örsjaldan og þá í algjörum trúnaði. Syngur þú í sturtu? Já, hátt og snjallt, það er kvartað mikið undan mér. Syng þá helst Sálina og Nýdönsk. Uppáhaldsapp? Instagramfíkill á háu stigi. Ertu á Tinder? Já, en nota það nú aðallega til að sjá hvað sé í boði. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Opinn, hress og alltaftilívitleysu. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Hringdi í tíu vini mína og tók saman það besta. Hjálpsamur, málglaður og vinurvinasinna. Vinir Jóns lýsa honum sem hjálpsömum, málglöðum og miklum vini vina sinna. Aðsend mynd Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Stelpur verða að hafa góðan húmor, vera spontant og jákvæðar. Hvaða persónueiginleikar finnast þér alls ekki heillandi? Ég þoli ekki frekjur, óheiðarleika og stífleika. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Ég verð að segja pandabjörn. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég myndi vilja eyða góðu kvöldi í mat og drykk með Michael Jordan, Bono og Beyoncé. Ég hef mikinn áhuga á því hvað Beyoncé hefur til málanna að leggja. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er með innbyggða dómaraflautu í kjaftinum, stelpur elska hana. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fer eftir árstíðum. Skíða, hjóla, ferðast, löðra mig, vine & dine, og dagdrykkja með skemmtilegu fólki. Jón segist heillast af góðum húmor, jákvæðni og stelpum sem eru spontant. Aðsend mynd Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Veit ekkert leiðinlegra en að hanga á flugvöllum, bíða í röð og skúra. Ertu A eða B týpa? Myndi segja að ég væri A-. Hvernig viltu eggin þín? Sunny side up, eins og lífið. Hvernig viltu kaffið þitt? Black and beautiful. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Vegna Covid er ég alveg dottinn úr æfingu, Kaldi bar stendur samt alltaf fyrir sínu. Jón Víðir segist vera A- týpa sem vill kaffið sitt kolsvart og eggin sín sunny side up. Aðsend mynd Ef einhver kallar þig sjomli? Aulaahrollur. Draumastefnumótið? Bjó í New York í langan tíma og verð því að segja góð helgarferð þangað með öllu því geggjaða sem hún hefur uppá að bjóða. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Ég held ég hafi bara aldrei sungið neinn texta rétt, er hriiikalegur söngvari. Hvað horfðir þú á síðast á Netflix?/Hvaða bók lastu síðast? Ég var að klára Jordan þættina, The Last Dance. Síðasta bók sem ég las var Án filters um Björgvin Gústafs. Hvað er ást? Ást er traust, einlægni og vinátta. Aðsend mynd Við þökkum Jóni Víði innilega fyrir spjallið og fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófílinn hans hér. Einhleypan Tengdar fréttir Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Síðan Makamál hófu göngu sína á Vísi fyrir rúmu ári síðan eru Einhleypurnar nú yfir tuttugu talsins. En hvernig er staðan á þeim í dag? 17. júní 2020 19:18 Hláturinn lengir sambandið All margar rannsóknir hafa sýnt fram á góð áhrif hláturs á bæði andlega og líkamlega heilsu fólks. En hvaða áhrif hefur hlátur á sambönd? 20. júní 2020 15:25 Pizzaævintýrið nýja Síldarævintýrið: „Við ætlum aðallega að springa úr hlátri“ Ágúst Einþórsson, eða Gústi bakari eins og flestir kalla hann, er þekktur fyrir að vera mikill ævintýramaður og grallari. Upphaflega pælingin var að spjalla við Gústa um ástina og lífið en á einhvern ótrúlegan hátt endaði spjallið í ást hans á pizzum. 19. júní 2020 11:07 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Hann syngur hástöfum í sturtu, þolir ekki frekjur og er með innbyggða dómaraflautu í kjaftinum. Einhleypa Makamála þessa vikuna er Jón Víðir Þorsteinsson. Jón Víðir er verslunarstjóri í Herragarðinum í Smáralind og hefur unnið þar síðustu fimm ár. Ég á tvær dásamlegar stelpur sem eru níu og fimm ára og framundan hjá mér er sumarfrí með fjölskyldu og vinum, vinnuferðir og almenn skemmtun. Við spurðum Jón Víði hvernig stefnumótalífið sé búið að vera á tímum Covid-19 sem hann sagði hafa lítið breyst. Það að vera single á tímum Covid-19 er bara búið að vera eins og að vera single yfir höfuð. Hef tekið þriðja hjólið með trompi undanfarnar vikur sem hefur bara alls ekki verið leiðinlegt. Jón Víðir segir stefnumótalífið á tímum Covid-19 lítið hafa breyst. Hann hafi þó verið duglegur að vera þriðja hjólið sem honum hafi þótt mjög gaman. Aðsend mynd Nafn? Jón Víðir Þorsteinsson. Gælunafn eða hliðarsjálf? Johnny, JV, Don Vito. Aldur í árum? 37 ára.. Aldur í anda? Allt á bilinu 24 ára til 85 ára. Menntun? Skóli lífsins, svo lengi lærir sem lifir. Hvað myndi ævisagan þín heita? Löðrandi ágrip Jóns eða Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt. Guilty pleasure kvikmynd? Dirty dancing. Það er allt systrum mínum að kenna. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já, ég var bááálskotinn í Demi Moore. Talar þú einhvern tíma um þig í þriðju persónu? Það gerist örsjaldan og þá í algjörum trúnaði. Syngur þú í sturtu? Já, hátt og snjallt, það er kvartað mikið undan mér. Syng þá helst Sálina og Nýdönsk. Uppáhaldsapp? Instagramfíkill á háu stigi. Ertu á Tinder? Já, en nota það nú aðallega til að sjá hvað sé í boði. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Opinn, hress og alltaftilívitleysu. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Hringdi í tíu vini mína og tók saman það besta. Hjálpsamur, málglaður og vinurvinasinna. Vinir Jóns lýsa honum sem hjálpsömum, málglöðum og miklum vini vina sinna. Aðsend mynd Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Stelpur verða að hafa góðan húmor, vera spontant og jákvæðar. Hvaða persónueiginleikar finnast þér alls ekki heillandi? Ég þoli ekki frekjur, óheiðarleika og stífleika. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Ég verð að segja pandabjörn. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég myndi vilja eyða góðu kvöldi í mat og drykk með Michael Jordan, Bono og Beyoncé. Ég hef mikinn áhuga á því hvað Beyoncé hefur til málanna að leggja. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er með innbyggða dómaraflautu í kjaftinum, stelpur elska hana. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fer eftir árstíðum. Skíða, hjóla, ferðast, löðra mig, vine & dine, og dagdrykkja með skemmtilegu fólki. Jón segist heillast af góðum húmor, jákvæðni og stelpum sem eru spontant. Aðsend mynd Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Veit ekkert leiðinlegra en að hanga á flugvöllum, bíða í röð og skúra. Ertu A eða B týpa? Myndi segja að ég væri A-. Hvernig viltu eggin þín? Sunny side up, eins og lífið. Hvernig viltu kaffið þitt? Black and beautiful. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Vegna Covid er ég alveg dottinn úr æfingu, Kaldi bar stendur samt alltaf fyrir sínu. Jón Víðir segist vera A- týpa sem vill kaffið sitt kolsvart og eggin sín sunny side up. Aðsend mynd Ef einhver kallar þig sjomli? Aulaahrollur. Draumastefnumótið? Bjó í New York í langan tíma og verð því að segja góð helgarferð þangað með öllu því geggjaða sem hún hefur uppá að bjóða. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Ég held ég hafi bara aldrei sungið neinn texta rétt, er hriiikalegur söngvari. Hvað horfðir þú á síðast á Netflix?/Hvaða bók lastu síðast? Ég var að klára Jordan þættina, The Last Dance. Síðasta bók sem ég las var Án filters um Björgvin Gústafs. Hvað er ást? Ást er traust, einlægni og vinátta. Aðsend mynd Við þökkum Jóni Víði innilega fyrir spjallið og fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófílinn hans hér.
Einhleypan Tengdar fréttir Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Síðan Makamál hófu göngu sína á Vísi fyrir rúmu ári síðan eru Einhleypurnar nú yfir tuttugu talsins. En hvernig er staðan á þeim í dag? 17. júní 2020 19:18 Hláturinn lengir sambandið All margar rannsóknir hafa sýnt fram á góð áhrif hláturs á bæði andlega og líkamlega heilsu fólks. En hvaða áhrif hefur hlátur á sambönd? 20. júní 2020 15:25 Pizzaævintýrið nýja Síldarævintýrið: „Við ætlum aðallega að springa úr hlátri“ Ágúst Einþórsson, eða Gústi bakari eins og flestir kalla hann, er þekktur fyrir að vera mikill ævintýramaður og grallari. Upphaflega pælingin var að spjalla við Gústa um ástina og lífið en á einhvern ótrúlegan hátt endaði spjallið í ást hans á pizzum. 19. júní 2020 11:07 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Síðan Makamál hófu göngu sína á Vísi fyrir rúmu ári síðan eru Einhleypurnar nú yfir tuttugu talsins. En hvernig er staðan á þeim í dag? 17. júní 2020 19:18
Hláturinn lengir sambandið All margar rannsóknir hafa sýnt fram á góð áhrif hláturs á bæði andlega og líkamlega heilsu fólks. En hvaða áhrif hefur hlátur á sambönd? 20. júní 2020 15:25
Pizzaævintýrið nýja Síldarævintýrið: „Við ætlum aðallega að springa úr hlátri“ Ágúst Einþórsson, eða Gústi bakari eins og flestir kalla hann, er þekktur fyrir að vera mikill ævintýramaður og grallari. Upphaflega pælingin var að spjalla við Gústa um ástina og lífið en á einhvern ótrúlegan hátt endaði spjallið í ást hans á pizzum. 19. júní 2020 11:07