Íslenski boltinn

Tómas Ingi um mið­verði KR: „Hélt að það væri ekki svona mikill munur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Finnur Tómas er á meiðslalistanum en hann er allra jafna annar af aðal miðvörðum KR.
Finnur Tómas er á meiðslalistanum en hann er allra jafna annar af aðal miðvörðum KR. vísir/bára

Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-stúkunnar, segir að munurinn á miðvarðapörum KR sé meiri en hann bjóst við en Íslandsmeistararnir töpuðu 3-0 fyrir HK um helgina.

Finnur Tómas Pálmason og Arnór Sveinn Aðalsteinsson voru í byrjunarliðinu hjá KR í miðverðinum í fyrsta leiknum gegn Val fyrir rúmri viku en þeir fóru báðir meiddir af velli.

Það voru því þeir Aron Bjarki Jósepsson og Gunnar Þór Gunnarsson sem stóðu vaktina í tapinu gegn HK um helgina. Guðmundur Benediktsson sagði að þó nokkur munur væri á miðvarðapörunum og Tómas Ingi tók í sama streng.

„Ég er sammála því og ég hélt að þetta væri ekki svona mikill munur. Það sló mig eftir leikinn hversu mikill munur það var á þessu pari og þeim í fyrri leiknum,“ sagði Tómas Ingi.

„Þeir hafa mikla reynslu báðir tveir og fullt af góðum leikjum sem þessir gæjar hafa spilað en bara þessi mistök í lokin. Þetta læturðu ekki nappa þig með svona mark þegar þú ert búinn að spila fótbolta svona marga leiki.“

Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um miðverði KR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×