KSÍ kynnir nýja landsliðsmerkið 1. júlí næstkomandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 14:44 Myndin sem birtist á vef Puma en var svo tekin út. Mynd/Puma Knattspyrnusamband Íslands gaf það út að 1. júlí næstkomandi verði nýtt merki íslensku landsliða kynnt. Eins og hefur komið fram munu auðkenni KSÍ verða tvö í grunninn til í stað eins áður. Merki KSÍ, sem hefur verið kynnt, og svo merki landsliðanna. Í tilkynningu KSÍ á samfélagsmiðlum í dag er síðan birt mynd af tveimur merkjum hjá þýska knattspyrnusambandinu sem dæmi um hvernig þessi tvö merki virka saman. Þar má sjá annars vegar merki þýska sambandsins sem er byggt upp á skammstöfun þess og svo merki landsliðanna með heimsmeistarastjörnurnar fyrir ofan þýska örninn. 1.júlí verður nýtt merki landsliða kynnt. Eins og hefur komið fram munu auðkenni KSÍ verða tvö í grunninn til í stað eins áður. Merki KSÍ, sem hefur verið kynnt, og svo merki landsliðanna. Þessi aðgreining er algeng, sérstaklega í Evrópu. Sjá dæmi frá Þýskalandi.#1júlí pic.twitter.com/2VWOhdgglZ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 23, 2020 Merki KSÍ sem hefur verið kynnt er í íslensku fánalitunum þar sem rauð komman er um leið kyndill íslenskrar knattspyrnu. Nýja landsliðsmerkið lak út í einhverri mynd fyrr í sumar þegar KSÍ kynnti samstarf sitt og Puma. Mynd af nýja búningnum var þá sett inn á heimasíðu Puma þar sem mátti sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ og Bjorn Gulden, framkvæmdastjóra PUMA, með búning á milli sín. Á búningnum mátti líka greina nýtt merki sem hafi ekki sést áður. Menn voru fljótir að leggja saman tvo og tvo og komast að því að þar færi nýtt merki íslensku landsliðanna. Á myndinni af merkinu mátti meðal annars greina landvættina fjóra. „Þetta eru fallegar pælingar úr sögu lands og þjóðar enda mikil hugmyndavinna þarna á bak við. Ef ég man rétt voru þrjár auglýsingastofur sem komu inn í undirbúningsvinnuna með okkur og síðan var valin ein tillaga sem unnið var áfram með, með aðstoð UEFA," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, á sínum tíma í samtali við Viðskiptablaðið. KSÍ Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands gaf það út að 1. júlí næstkomandi verði nýtt merki íslensku landsliða kynnt. Eins og hefur komið fram munu auðkenni KSÍ verða tvö í grunninn til í stað eins áður. Merki KSÍ, sem hefur verið kynnt, og svo merki landsliðanna. Í tilkynningu KSÍ á samfélagsmiðlum í dag er síðan birt mynd af tveimur merkjum hjá þýska knattspyrnusambandinu sem dæmi um hvernig þessi tvö merki virka saman. Þar má sjá annars vegar merki þýska sambandsins sem er byggt upp á skammstöfun þess og svo merki landsliðanna með heimsmeistarastjörnurnar fyrir ofan þýska örninn. 1.júlí verður nýtt merki landsliða kynnt. Eins og hefur komið fram munu auðkenni KSÍ verða tvö í grunninn til í stað eins áður. Merki KSÍ, sem hefur verið kynnt, og svo merki landsliðanna. Þessi aðgreining er algeng, sérstaklega í Evrópu. Sjá dæmi frá Þýskalandi.#1júlí pic.twitter.com/2VWOhdgglZ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 23, 2020 Merki KSÍ sem hefur verið kynnt er í íslensku fánalitunum þar sem rauð komman er um leið kyndill íslenskrar knattspyrnu. Nýja landsliðsmerkið lak út í einhverri mynd fyrr í sumar þegar KSÍ kynnti samstarf sitt og Puma. Mynd af nýja búningnum var þá sett inn á heimasíðu Puma þar sem mátti sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ og Bjorn Gulden, framkvæmdastjóra PUMA, með búning á milli sín. Á búningnum mátti líka greina nýtt merki sem hafi ekki sést áður. Menn voru fljótir að leggja saman tvo og tvo og komast að því að þar færi nýtt merki íslensku landsliðanna. Á myndinni af merkinu mátti meðal annars greina landvættina fjóra. „Þetta eru fallegar pælingar úr sögu lands og þjóðar enda mikil hugmyndavinna þarna á bak við. Ef ég man rétt voru þrjár auglýsingastofur sem komu inn í undirbúningsvinnuna með okkur og síðan var valin ein tillaga sem unnið var áfram með, með aðstoð UEFA," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, á sínum tíma í samtali við Viðskiptablaðið.
KSÍ Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira