Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2020 08:54 Gurrý Helgadóttir var gestur Bítismanna í morgun. Facebook/Vísir/Vilhelm Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. „En hins vegar þá erum við garðyrkumenn, við fáum sting í hjartað þegar aspir eru kollaðar. Þegar tekinn er helmingur ofan af stórri ösp. Tréð á mjög erfitt með að höndla það í framtíðinni.“ Gurrý var gestur í Bítinu í morgun þar sem aspir voru til umræðu. Hún segir bol trésins ekki vera hannaðan til að vera efsti parturinn af trénu. „Hann á bara að vera inni í miðjunni. Það sem gerist með tímanum, yfirleitt með aspir sem hafa verið kollaðar svona, það kemur fúa ofan í miðjan stofninni. Áður en það gerist verður aukinn greinavöxtur efst í trénu, rétt fyrir neðan staðinn þar sem hefur verið sagað, þannig að það verða ofboðslega stórar og grófar greinar sem koma þar út og þær í raun raska jafnvæginu í trénu. Það samhliða fúanum sem óhjákvæmilega kemur alltaf í trénu með tímanum, það eykur hættuna á því að tréð klofni þegar fram líða stundir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Gott að móta alveg frá upphafi Gurrý segir að það sem best er að gera ef maður er með ösp í garðinum og vill ekki að hún fari yfir ákveðna hæð, þá setji maður niður tré sem sé minna en maður ætlar að hafa. „Leyfir því að vaxa upp í hæðina og um leið og það nær þeirri hæð þá fer maður alltaf að taka toppinn af því, bara eins og maður er að rækja ávaxtatré eða bonsai eða eitthvað slíkt. Það er því gott ef maður nær að móta það alveg frá upphafi.“ Sitji oft upp með himinháar aspir Gurrý segir að fólk sitji hins vegar oft uppi með himinháar aspir í garðinum sem skyggi á allt nærumhverfið. „Þá er það eiginlega betra að taka allt tréð í burtu og setja annað tré sem hentar betur fyrir viðkomandi aðstæður. „Þessi tré sem hafa verið tekin svona niður, þau munu aldrei verða falleg. Þá er sniðugt að taka þau í burtu. Þá er einmitt tíminn núna, þegar aspirnar eru nýlaufgaðar, eru þær búnar að nota allan forðann sem þær söfnuðu í síðasta sumar til þess að koma laufblöðunum út, þannig að núna, á þessum tíma þegar trén eru tekin alveg í burtu þá er forðinn sem þær áttu mjög lítill. Það dregur því úr rótarskotum.“ Aspir verða jafnan himinháar.Vísir/Vilhelm Sumir kalla um aspir sem risaarfa. Er kannski ekki æskilegt að vera með aspir í húsagörðum? „Ef ég á að tala sem manneskja sem hefur stundum verið að selja plöntur… Það eru mörg ár síðan garðyrkjumenn ráðlögðu að setja aspir í litla húsagarða. Þær verða svo ofboðslega stórar og miklar og garðarnir fara minnkandi. Aftur á móti á opnum svæðum hjá sveitarfélögum þá eru þetta alveg frábær tré til að búa til háskjól í hverfum. Lyktin af þeim er náttúrulega æðisleg og þær eru mjög fallegar. En sem tré inni í litla garða þá eru þær eru þær eiginlega dottnar af vinsældalistanum. Maður ráðleggur frekar smærri tré sem verður þá blómstrandi og eitthvað slíkt,“ segir Gurrý. Garðyrkja Bítið Skógrækt og landgræðsla Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. „En hins vegar þá erum við garðyrkumenn, við fáum sting í hjartað þegar aspir eru kollaðar. Þegar tekinn er helmingur ofan af stórri ösp. Tréð á mjög erfitt með að höndla það í framtíðinni.“ Gurrý var gestur í Bítinu í morgun þar sem aspir voru til umræðu. Hún segir bol trésins ekki vera hannaðan til að vera efsti parturinn af trénu. „Hann á bara að vera inni í miðjunni. Það sem gerist með tímanum, yfirleitt með aspir sem hafa verið kollaðar svona, það kemur fúa ofan í miðjan stofninni. Áður en það gerist verður aukinn greinavöxtur efst í trénu, rétt fyrir neðan staðinn þar sem hefur verið sagað, þannig að það verða ofboðslega stórar og grófar greinar sem koma þar út og þær í raun raska jafnvæginu í trénu. Það samhliða fúanum sem óhjákvæmilega kemur alltaf í trénu með tímanum, það eykur hættuna á því að tréð klofni þegar fram líða stundir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Gott að móta alveg frá upphafi Gurrý segir að það sem best er að gera ef maður er með ösp í garðinum og vill ekki að hún fari yfir ákveðna hæð, þá setji maður niður tré sem sé minna en maður ætlar að hafa. „Leyfir því að vaxa upp í hæðina og um leið og það nær þeirri hæð þá fer maður alltaf að taka toppinn af því, bara eins og maður er að rækja ávaxtatré eða bonsai eða eitthvað slíkt. Það er því gott ef maður nær að móta það alveg frá upphafi.“ Sitji oft upp með himinháar aspir Gurrý segir að fólk sitji hins vegar oft uppi með himinháar aspir í garðinum sem skyggi á allt nærumhverfið. „Þá er það eiginlega betra að taka allt tréð í burtu og setja annað tré sem hentar betur fyrir viðkomandi aðstæður. „Þessi tré sem hafa verið tekin svona niður, þau munu aldrei verða falleg. Þá er sniðugt að taka þau í burtu. Þá er einmitt tíminn núna, þegar aspirnar eru nýlaufgaðar, eru þær búnar að nota allan forðann sem þær söfnuðu í síðasta sumar til þess að koma laufblöðunum út, þannig að núna, á þessum tíma þegar trén eru tekin alveg í burtu þá er forðinn sem þær áttu mjög lítill. Það dregur því úr rótarskotum.“ Aspir verða jafnan himinháar.Vísir/Vilhelm Sumir kalla um aspir sem risaarfa. Er kannski ekki æskilegt að vera með aspir í húsagörðum? „Ef ég á að tala sem manneskja sem hefur stundum verið að selja plöntur… Það eru mörg ár síðan garðyrkjumenn ráðlögðu að setja aspir í litla húsagarða. Þær verða svo ofboðslega stórar og miklar og garðarnir fara minnkandi. Aftur á móti á opnum svæðum hjá sveitarfélögum þá eru þetta alveg frábær tré til að búa til háskjól í hverfum. Lyktin af þeim er náttúrulega æðisleg og þær eru mjög fallegar. En sem tré inni í litla garða þá eru þær eru þær eiginlega dottnar af vinsældalistanum. Maður ráðleggur frekar smærri tré sem verður þá blómstrandi og eitthvað slíkt,“ segir Gurrý.
Garðyrkja Bítið Skógrækt og landgræðsla Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið