Þetta vitum við um nýja kónginn af CrossFit Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júní 2020 10:00 Eric Roza í ræktinni. Að sjálfsögðu CrossFit. vísir/getty Greg Glassmann tilkynnti í gær að hann hafði selt CrossFit-samtökin til manns að nafni Eric Roza. En hver er þessi Eric Roza? Vísir kynnti sér þennan viðskiptamann enn frekar. Það hefur mikið gustað um CrossFit-samtökin að undanförnu eftir ummæli Glassmann eftir dauða Bandaríkjamannsins George Floyd. Íþróttafólk hefur hvert á fætur öðru lýst yfir áhyggjum af stjórnuninni og margir þeirra höfðu hætt við að keppa á heimsleikunum. Þá kom Eric Roza til sögunnar en hann var lítt þekktur áður en hann lét til skara skríða í gær. Hann er viðskiptamaður sem í gegnum tíðina hefur gengið ansi vel með þær viðskiptahugmyndir sem hann hefur fengið. Hefur hann hæfileikana til að stýra þessum risa samtökum? Mun hann hafa einhver áhrif á allt það sem hefur gengið á? Þessum spurningum er ósvarað en Vísir tók saman nokkrar staðreyndir um þennan nýja kóng af CrossFit. Staðreyndir um Eric Roza: 1. Roza var framkvæmdastjóri Datalogix, fyrirtæki sem var árið 2015 metið á 1,2 billjónir punda. Eric breytti Datalogix svo um munaði. Hann breytti því úr greiningarfyrirtæki í stærsta stafræna auglýsingafyrirtækið. 2. Hann er fyrrum CrossFit-ari og er eigandi og stofnaði CrossFit Sanitas sem er staðsett í Colorado í Bandaríkjunum. Ræktarsalurinn hefur oftar en einu sinni verið nefndur sem einn af fimm stærstu CrossFit í heiminum. 3. Hann er formaður TrueCoach sem er stafrænt form fyrir einkaþjálfun. 4. Hann er virkur viðskiptamaður og útskrifaðist frá University of Michigan. Hann náði sér einnig í gráðu frá Stanford háskólanum. 5. Hann var varaformaður og framkvæmdastjóri Oracle Data Cloud og var valinn af Ernst & Young frumkvöðull ársins 2014 í Klettafjallahéraði. 6. Honum er lýst sem manneskju sem hefur mikinn áhuga á gögnum, greiningu, hugbúnaði og viðskiptum. Hann einbeitir sér mikið að andlegri heilsu, gleði og árangri. Í frítíma sínum fer hann á skíði, ferðast eða hjálpar nýjum sem gömlum vinum í að líða betur. Hann hefur einnig komið fram í hljómsveitinni The House Cats þar sem hann syngur, semur lög og spilar á gítar. 7. Hann hefur hlaupið 5 kílómetra á 19:55, á best tæp 109 kíló í „clean og jerk“ og rúmlega 86 kíló í „snatchi.“ Greinin er unnin upp úr frétt Hugo Cross. CrossFit Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Greg Glassmann tilkynnti í gær að hann hafði selt CrossFit-samtökin til manns að nafni Eric Roza. En hver er þessi Eric Roza? Vísir kynnti sér þennan viðskiptamann enn frekar. Það hefur mikið gustað um CrossFit-samtökin að undanförnu eftir ummæli Glassmann eftir dauða Bandaríkjamannsins George Floyd. Íþróttafólk hefur hvert á fætur öðru lýst yfir áhyggjum af stjórnuninni og margir þeirra höfðu hætt við að keppa á heimsleikunum. Þá kom Eric Roza til sögunnar en hann var lítt þekktur áður en hann lét til skara skríða í gær. Hann er viðskiptamaður sem í gegnum tíðina hefur gengið ansi vel með þær viðskiptahugmyndir sem hann hefur fengið. Hefur hann hæfileikana til að stýra þessum risa samtökum? Mun hann hafa einhver áhrif á allt það sem hefur gengið á? Þessum spurningum er ósvarað en Vísir tók saman nokkrar staðreyndir um þennan nýja kóng af CrossFit. Staðreyndir um Eric Roza: 1. Roza var framkvæmdastjóri Datalogix, fyrirtæki sem var árið 2015 metið á 1,2 billjónir punda. Eric breytti Datalogix svo um munaði. Hann breytti því úr greiningarfyrirtæki í stærsta stafræna auglýsingafyrirtækið. 2. Hann er fyrrum CrossFit-ari og er eigandi og stofnaði CrossFit Sanitas sem er staðsett í Colorado í Bandaríkjunum. Ræktarsalurinn hefur oftar en einu sinni verið nefndur sem einn af fimm stærstu CrossFit í heiminum. 3. Hann er formaður TrueCoach sem er stafrænt form fyrir einkaþjálfun. 4. Hann er virkur viðskiptamaður og útskrifaðist frá University of Michigan. Hann náði sér einnig í gráðu frá Stanford háskólanum. 5. Hann var varaformaður og framkvæmdastjóri Oracle Data Cloud og var valinn af Ernst & Young frumkvöðull ársins 2014 í Klettafjallahéraði. 6. Honum er lýst sem manneskju sem hefur mikinn áhuga á gögnum, greiningu, hugbúnaði og viðskiptum. Hann einbeitir sér mikið að andlegri heilsu, gleði og árangri. Í frítíma sínum fer hann á skíði, ferðast eða hjálpar nýjum sem gömlum vinum í að líða betur. Hann hefur einnig komið fram í hljómsveitinni The House Cats þar sem hann syngur, semur lög og spilar á gítar. 7. Hann hefur hlaupið 5 kílómetra á 19:55, á best tæp 109 kíló í „clean og jerk“ og rúmlega 86 kíló í „snatchi.“ Greinin er unnin upp úr frétt Hugo Cross.
CrossFit Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira