Glöggsemi Atla Guðnasonar, framherja FH, bjargaði félaginu frá því að vera dæmdir úr leik í Mjólkurbikarnum í gær en liðið vann 2-1 sigur á Þrótti í 32-liða úrslitunum. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf.
Pétur Viðarsson átti að vera í leikmannnahópi FH í leiknum í gær eins og sást á Twitter-síðu FH fyrir leikinn í gær en Pétur átti að byrja á bekknum.
Atli var fljótur til og lét þjálfarateymi FH að það gengi ekki upp, því Pétur var í leikbanni eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í bikarúrslitaleiknum gegn Víkingi í fyrra.
Atla hringdi í Guðlaug Baldursson, aðstoðaþjálfara FH, og benti honum á þetta. FH-ingar voru fljótir til og tóku Pétur af leikskýrslunni.