Verðlaunasýningar á Hafnartorgi vöktu athygli Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. júní 2020 10:00 Frá sýningunni Tolerance á Hafnartorgi í gær. FÍT/Haraldur Jónasson Félag íslenskra teiknara opnaði tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic. Listrænn stjórnandi sýninganna er Becky Forsythe. Kristín Eva Ólafsdóttir formaður FÍT og Becky Forsythe sýningarstjóri við opnun sýningarinnar á Hafnartorgi.FÍT/Haraldur Jónasson Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá opnunarviðburðinum á Hafnartorgi á opnun sýninganna. Myndirnar tók Haraldur Jónasson fyrir FÍT. Tolerance sýningin fagnar og heiðrar upphafið að allri merkri orðræðu: umburðarlyndi en Mirko Ilić hefur fengið yfir 140 hönnuði til að túlka viðfangsefnið, hver á sinn hátt og fer verkefnið sífellt stækkandi. Meðal hönnuða sem taka þátt eru Milton Glaser, KarlssonWilker, Ed Fella, Jessica Hische, Max Kisman og Sigurður Oddsson. Sýningin hefur verið sett upp í yfir 67 skipti í 27 löndum. Ferðasýning Art Directors Club of Europe (ADC*E) sýnir verðlaunuð verk úr Evrópukeppni hönnuða en þátttökurétt í keppninni öðlast öll verðlaunuð verk frá hverju landi fyrir sig en Félag íslenskra teiknara (FÍT) er aðili að ADC*E og heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni. 32 verkefni verða til sýnis en eitt af verðlaunuðum verkum er verkefnið Útmeða eftir Viktor Weisshappel sem var unnið með Tjarnargötunni fyrir Rauða kross Íslands og Geðhjálp. Sýningarnar eru opnar frá 11-19 á meðan HönnunarMars stendur, en hátíðinni lýkur á sunnudag. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. Ljósmyndun HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall eitt Í hönnunarspjallþættinum verður farið yfir sýningar og viðburði HönnunarMars hátíðarinnar með vel völdum einstaklingum á meðan hátíðin stendur yfir sem og samtal um hönnun í ljósi hamfarahlýnunar, hraðra tækniframfara, samfélagsbreytinga og nú síðast covid 19. 25. júní 2020 14:00 Dagskrá HönnunarMars: Dagur tvö HönnunarMars fer fram um helgina, dagana 24. til 28. júní. Alla dagskránna er hægt að nálgast á heimasíðu HönnunarMars og sömuleiðis er þar að finna gagnvirkt kort sem hægt er að nýta sér til að skipuleggja sýningarflakk hátíðarinnar. 25. júní 2020 11:41 Heimsþekktir hönnuðir á verðlaunasýningu á HönnunarMars Félag íslenskra teiknara verður með tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020, sem fer fram dagana 24. til 28. júní. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic. 22. júní 2020 16:30 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Félag íslenskra teiknara opnaði tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic. Listrænn stjórnandi sýninganna er Becky Forsythe. Kristín Eva Ólafsdóttir formaður FÍT og Becky Forsythe sýningarstjóri við opnun sýningarinnar á Hafnartorgi.FÍT/Haraldur Jónasson Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá opnunarviðburðinum á Hafnartorgi á opnun sýninganna. Myndirnar tók Haraldur Jónasson fyrir FÍT. Tolerance sýningin fagnar og heiðrar upphafið að allri merkri orðræðu: umburðarlyndi en Mirko Ilić hefur fengið yfir 140 hönnuði til að túlka viðfangsefnið, hver á sinn hátt og fer verkefnið sífellt stækkandi. Meðal hönnuða sem taka þátt eru Milton Glaser, KarlssonWilker, Ed Fella, Jessica Hische, Max Kisman og Sigurður Oddsson. Sýningin hefur verið sett upp í yfir 67 skipti í 27 löndum. Ferðasýning Art Directors Club of Europe (ADC*E) sýnir verðlaunuð verk úr Evrópukeppni hönnuða en þátttökurétt í keppninni öðlast öll verðlaunuð verk frá hverju landi fyrir sig en Félag íslenskra teiknara (FÍT) er aðili að ADC*E og heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni. 32 verkefni verða til sýnis en eitt af verðlaunuðum verkum er verkefnið Útmeða eftir Viktor Weisshappel sem var unnið með Tjarnargötunni fyrir Rauða kross Íslands og Geðhjálp. Sýningarnar eru opnar frá 11-19 á meðan HönnunarMars stendur, en hátíðinni lýkur á sunnudag. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
Ljósmyndun HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall eitt Í hönnunarspjallþættinum verður farið yfir sýningar og viðburði HönnunarMars hátíðarinnar með vel völdum einstaklingum á meðan hátíðin stendur yfir sem og samtal um hönnun í ljósi hamfarahlýnunar, hraðra tækniframfara, samfélagsbreytinga og nú síðast covid 19. 25. júní 2020 14:00 Dagskrá HönnunarMars: Dagur tvö HönnunarMars fer fram um helgina, dagana 24. til 28. júní. Alla dagskránna er hægt að nálgast á heimasíðu HönnunarMars og sömuleiðis er þar að finna gagnvirkt kort sem hægt er að nýta sér til að skipuleggja sýningarflakk hátíðarinnar. 25. júní 2020 11:41 Heimsþekktir hönnuðir á verðlaunasýningu á HönnunarMars Félag íslenskra teiknara verður með tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020, sem fer fram dagana 24. til 28. júní. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic. 22. júní 2020 16:30 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall eitt Í hönnunarspjallþættinum verður farið yfir sýningar og viðburði HönnunarMars hátíðarinnar með vel völdum einstaklingum á meðan hátíðin stendur yfir sem og samtal um hönnun í ljósi hamfarahlýnunar, hraðra tækniframfara, samfélagsbreytinga og nú síðast covid 19. 25. júní 2020 14:00
Dagskrá HönnunarMars: Dagur tvö HönnunarMars fer fram um helgina, dagana 24. til 28. júní. Alla dagskránna er hægt að nálgast á heimasíðu HönnunarMars og sömuleiðis er þar að finna gagnvirkt kort sem hægt er að nýta sér til að skipuleggja sýningarflakk hátíðarinnar. 25. júní 2020 11:41
Heimsþekktir hönnuðir á verðlaunasýningu á HönnunarMars Félag íslenskra teiknara verður með tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020, sem fer fram dagana 24. til 28. júní. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic. 22. júní 2020 16:30