Nýtt samkomulag við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna Heimsljós 25. júní 2020 15:29 Helstu áherslur samkomulagsins eru áframhaldandi samvinna og samhæfing á sviði jarðhitaverkefna í austurhluta Afríku. Utanríkisráðuneytið hefur gert nýtt samkomulag við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sem unnið hefur verið að í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Helstu áherslur samkomulagsins eru áframhaldandi samvinna og samhæfing á sviði jarðhitaverkefna í austurhluta Afríku auk nýrra samstarfsverkefna á sviði landgræðslu, sjálfbærrar landnýtingar og jafnréttismála í Afríku. Samkomulagið byggir á öðru meginmarkmiða þróunarsamvinnustefnu Íslands um verndun jarðarinnar og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og er í beinu framhaldi af samstarfi utanríkisráðuneytisins og UNEP á sviði jarðhita síðan 2012 og undirritun viljayfirlýsingar UNEP og umhverfis- og auðlindaráðherra í september 2019. Í nýja samkomulaginu verður lögð áhersla á að nýta íslenska sérþekkingu í þróunarsamvinnu og sérfræðinga á áherslusviðum samkomulagsins, m.a. með samstarfi við Jafnréttisskóla, Jarðhitaskóla og Landgræðsluskóla GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. „Umhverfismál og sjálfbærni eru leiðarljós í allri okkar þróunarsamvinnu. Við höfum um árabil miðlað af íslenskri sérþekkingu í þágu sjálfbærrar uppbyggingar í þróunarríkjunum og samningurinn við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, er liður í því að efla það samstarf enn frekar," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, er ánægjulegt að sjá að landgræðsla komi nú inn í samkomulag stjórnvalda við UNEP. „Eyðing skóga og búsvæða í Afríku ógnar vistkerfum og loftslagi og þess vegna eru náttúrulegar lausnir sem felast í endurheimt tapaðra landgæða og sjálfbærri landnýtingu mikilvægur þáttur í að bæta lífsafkomu fólks og draga úr hnattrænum umhverfisbreytingum.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur gert nýtt samkomulag við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sem unnið hefur verið að í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Helstu áherslur samkomulagsins eru áframhaldandi samvinna og samhæfing á sviði jarðhitaverkefna í austurhluta Afríku auk nýrra samstarfsverkefna á sviði landgræðslu, sjálfbærrar landnýtingar og jafnréttismála í Afríku. Samkomulagið byggir á öðru meginmarkmiða þróunarsamvinnustefnu Íslands um verndun jarðarinnar og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og er í beinu framhaldi af samstarfi utanríkisráðuneytisins og UNEP á sviði jarðhita síðan 2012 og undirritun viljayfirlýsingar UNEP og umhverfis- og auðlindaráðherra í september 2019. Í nýja samkomulaginu verður lögð áhersla á að nýta íslenska sérþekkingu í þróunarsamvinnu og sérfræðinga á áherslusviðum samkomulagsins, m.a. með samstarfi við Jafnréttisskóla, Jarðhitaskóla og Landgræðsluskóla GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. „Umhverfismál og sjálfbærni eru leiðarljós í allri okkar þróunarsamvinnu. Við höfum um árabil miðlað af íslenskri sérþekkingu í þágu sjálfbærrar uppbyggingar í þróunarríkjunum og samningurinn við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, er liður í því að efla það samstarf enn frekar," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, er ánægjulegt að sjá að landgræðsla komi nú inn í samkomulag stjórnvalda við UNEP. „Eyðing skóga og búsvæða í Afríku ógnar vistkerfum og loftslagi og þess vegna eru náttúrulegar lausnir sem felast í endurheimt tapaðra landgæða og sjálfbærri landnýtingu mikilvægur þáttur í að bæta lífsafkomu fólks og draga úr hnattrænum umhverfisbreytingum.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent