Stjórnvöld fylgjast náið með stöðu Icelandair Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 25. júní 2020 20:35 Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Flugfreyjur skrifuðu undir kjarasamning við félagið í gær en forstjóri félagsins segir stór mál enn vera óleyst. Samningurinn sem flugfreyjufélag Íslands skrifaði undir í nótt er langur að kröfu Icelandari, eða til fimm ára og gildir til 30. september 2025. „Við erum að taka þátt í því að stækka leiðakerfið, með því að fljúga lengra á hverri flugvakt og aðra þætti sem stuðla að möguleika á sveigjanleika,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Samningurinn verður kynntur og lagður í atkvæði félagsmanna á föstudag. Niðurstaða á að liggja fyrir í næstu viku. Kjarasamningar við flugstéttir eru einn fjögurra þátta sem þurfa að skýrast fyrir mánudag, þegar hlutafjárútboð félagsins hefst. Hinir varða viðræður við stjórnvöld, Boeing, vegna Max-vélanna og lánadrottna. „Við verðum að hafa myndina skýra á mánudag. Við erum náttúrulega búin að vera í næstum því algjörum tekjubresti í alllangan tíma og það er ekkert fyrirtæki í heiminum sem þolir slíkt í marga mánuði,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi segir stærsta málið nú að ná fram breyttum kjörum í samningum við lánadrottna. Einhverjar viðræður þar gangi hægar en aðrar. Það er að aðlaga greiðsluflæði til lánadrottna að sjóðsstreyminu eins og við sjáum það á næstu mánuðum og árum.“ Stefnt er að því að safna 29 milljörðum króna í útboðinu sem stendur yfir frá mánudeginum næsta til fimmtudags. Bogi segir ekkert fast í hendi hvað það varðar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau séu tilbúin að ábyrgjast lánalínu til félagsins gangi útboðið eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu fylgjast stjórnvöld náið með framvindu útboðsins og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins þar sem metið er til hvaða ráða þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Flugfreyjur skrifuðu undir kjarasamning við félagið í gær en forstjóri félagsins segir stór mál enn vera óleyst. Samningurinn sem flugfreyjufélag Íslands skrifaði undir í nótt er langur að kröfu Icelandari, eða til fimm ára og gildir til 30. september 2025. „Við erum að taka þátt í því að stækka leiðakerfið, með því að fljúga lengra á hverri flugvakt og aðra þætti sem stuðla að möguleika á sveigjanleika,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Samningurinn verður kynntur og lagður í atkvæði félagsmanna á föstudag. Niðurstaða á að liggja fyrir í næstu viku. Kjarasamningar við flugstéttir eru einn fjögurra þátta sem þurfa að skýrast fyrir mánudag, þegar hlutafjárútboð félagsins hefst. Hinir varða viðræður við stjórnvöld, Boeing, vegna Max-vélanna og lánadrottna. „Við verðum að hafa myndina skýra á mánudag. Við erum náttúrulega búin að vera í næstum því algjörum tekjubresti í alllangan tíma og það er ekkert fyrirtæki í heiminum sem þolir slíkt í marga mánuði,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi segir stærsta málið nú að ná fram breyttum kjörum í samningum við lánadrottna. Einhverjar viðræður þar gangi hægar en aðrar. Það er að aðlaga greiðsluflæði til lánadrottna að sjóðsstreyminu eins og við sjáum það á næstu mánuðum og árum.“ Stefnt er að því að safna 29 milljörðum króna í útboðinu sem stendur yfir frá mánudeginum næsta til fimmtudags. Bogi segir ekkert fast í hendi hvað það varðar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau séu tilbúin að ábyrgjast lánalínu til félagsins gangi útboðið eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu fylgjast stjórnvöld náið með framvindu útboðsins og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins þar sem metið er til hvaða ráða þurfi að grípa gangi það ekki eftir.
Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira