Lífið

Matthew McConaughey fyrsti gesturinn í þættinum Óþægilegt samtal við svartan mann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Matthew McConaughey fékk að spyrja Acho fjölmargra spurninga um stöðu svartra í Bandaríkjunum. 
Matthew McConaughey fékk að spyrja Acho fjölmargra spurninga um stöðu svartra í Bandaríkjunum. 

Þættirnir Uncomfortable Conversations with a Black Man eru að vekja mikla athygli á YouTube og ræðir þar Emmanuel Acho við gesti sína um stöðu svartra í bandarísku samfélaginu.

Leikarinn Matthew McConaughey er fyrsti gestur Acho í þættinum og mætti leikarinn í þáttinn til þess eins að hlusta og læra.

Acho er fyrrum leikmaður í NFL-deildinni og starfar hann í dag sem sérfræðingur hjá FOX Sports og fjallar reglulega um amerískan fótbolta á þeim vettvangi.

McConaughey fékk tækifæri til að spyrja Acho erfiðra spurninga og spurði hann til að mynda út í þá fordóma sem hann væri mögulega með en gerði sér ekki grein fyrir.

Ástæðan fyrir því að Acho byrjaði að gefa út þættina á YouTube er staðan í Bandaríkjunum og staða svartra þar í landi. 

Mikil mótmæli hafa verið í landinu eftir að lögreglumaður kraup á hálsi George Floyd við handtöku í Minneapolis í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hann lést. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×