„Þakklát fyrir hvern dag sem við getum verið að þessu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. júní 2020 11:33 Hjónin Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson hafa hannað og smíðað húsgögn og hönnunarvörur fyrir heimilið frá árinu 2011. Vísir/Vilhelm Hönnunarteymið AGUSTAV er skipað hjónunum Ágústu Magnúsdóttur og Gustav Jóhannssyni. Þau taka þátt í HönnunarMars í ár og sýna bæði í Hafnarborg og í nýlegri verslun sinni á Skólavörðustíg 22. Þau vinna með við og nýta hvern einasta viðarbút sem þau fá alveg í þaula. „Við höfum svolítið notað HönnunarMars til að kynna nýjar vörur og höfum eiginlega alltaf gert það síðan við fluttum til Íslands,“ segir Ágústa í samtali við Vísi. „Við byrjuðum í Damörku 2011 og fluttum svo til Ítalíu og vorum þar í ár, lengst uppi á fjalli. Við fluttum hingað árið 2014 og höfum notað HönnunarMars til að kynna nýtt og líka sparka aðeins í okkur. Við erum alltaf með nýjar hugmyndir svo það er gott að hafa eitthvað deadline svo maður klári eitthvað.“ Í ár kynnir AGUSTAV einstakt sófaborð og nýjan spegil á HönnunarMars. „Nú eru fágaðar beinar línur úr gegnheilum við aðalatriði með einstaklega eftirtektarverðum samsetningum. Messing og gler verða kynnt til leiks í nýju vörunum og mynda, ásamt viðnum, sérlega fallega heild,“ útskýra hönnuðirnir. View this post on Instagram A post shared by AGUSTAV design furniture (@agustavfurniture) on Mar 11, 2020 at 1:48pm PDT Smáatriðin aðalatriðið Borðið og spegillinn voru frumsýnd á sérstökum viðburði í gær. Verslunin er svo opin alla helgina og eru nokkrar vörur á tilboði í tilefni af HönnunarMars, sömu verð eru líka á vefsíðu AGUSTAV fyrir þá sem eiga ekki kost á að heimsækja hjónin á Skólavörðustíginn. „Sófaborðið er rammi í rauninni, með glerplötu og messingplöttum sem að halda plötunni uppi. Þannig að hún svolítið flýtur, þetta er létt og rosalega fallegt. Við erum að hugsa um að hafa þennan ramma gegnum gangandi og búa til heila línu úr honum.“ Spegillinn er einnig úr slíkum ramma. „Við vöndum okkur rosalega í samsetningum þannig að þú sérð samsetninguna á viðnum. Smáatriðin eru svolítið mikil í þessu. Gústi er húsgagnasmiður og þetta sýnir það handbragð svolítið meira eins og það var áður, áður en allt varð verksmiðjuframleitt og allir að flýta sér. Þetta er eitthvað sem er nostrað við og þú sérð það alla leið.“ Gústav Jóhannsson.Vísir/Vilhelm Ævintýri Ágústu og Gustav byrjaði með bókasnögunum sem þau eru hvað þekktust fyrir í dag. „Þá vantaði okkur pláss fyrir bækurnar en höfðum ekki mikið rými. Við sáum ekki fyrir okkur að fá okkur einhverjar risastórar bókahillur þannig að þá varð þetta til í einhverju fram og til baka kasti okkar á milli. Þetta var því eiginlega bara óvart. Við vorum á þeim tíma að selja antík dönsk hönnunarljós, þá fórum við á milli loppumarkaðanna í Danmörku þar sem við bjuggum. Við keyptum eitthvað sem við vissum að væri verðmæti í og seldum það til Bandaríkjanna.“ Þau bættu bókasnögunum við eftir að hafa fengið mikið af hrósum fyrir snagana heima hjá sér. „Það rauk af stað og varð vinsælt rosalega hratt. Þá fórum við að selja þetta og svo þróaðist þetta. Allt í einu erum við bara hér.“ View this post on Instagram We made an extra Lounge Chair and therefore have one available and up for grabs! Could it be yours? _______________________________ AGUSTAV Lounge Chair #AGUSTAV #AGUSTAVfurniture A post shared by AGUSTAV design furniture (@agustavfurniture) on Mar 27, 2020 at 11:08am PDT Ítalíuævintýrið entist stutt Á eftir bókasnögunum hönnuðu þau fatasnaga og svo hélt boltinn áfram að rúlla. Í Danmörku vann Ágústa sem forritari í banka en eftir að þau fluttu til Ítalíu fór einbeitingin að færast yfir á hönnunina. Þau höfðu aðstöðu í kjallaranum til að vinna en svo reyndist þetta aðeins flóknara en þau áttu von á. „En svo er veruleikinn annar. Við fengum ekki dagvistun svo stelpan var alltaf heima hjá okkur sem tekur aðeins úr möguleikunum. Svo töluðu allir ítölsku og við ekkert rosalega sleip. Svo þurftum við að byrja alveg á núllpunkti. Hvar kaupum við skrúfur? Hvernig segi ég viður? Þannig að þetta var aðeins strembið.“ Á Ítalíu hönnuðu hjónin meðal annars tungl- og stjörnusnaga og fleira en svo ákváðu þau að flytja til Íslands eftir ár þegar Ágústa var ófrísk af öðru barni þeirra. „Þá fórum við að gera stærri vörur eins og hægindastólinn, sófaborð, barstólinn og svo tíndist inn fleira. Borðstofustólarnir, bogastóllinn og speglarnir sem búnir eru til úr afgöngum af bogunum úr stólunum því við vildum nýta afgangana í þaula.“ Ágústa Magnúsdóttir segir að hún sé þakklát fyrir hvern dag sem þau fá að vinna í kringum þessa ástríðu.Vísir/Vilhelm Sjálfbærni og nýting efnis skiptir hönnuðina miklu máli og því verða oft til vörur þegar þau reyna að finna leiðir til þess að nýta afganga eða efni sem þau eru nú þegar með á vinnustofunni. Ágústa viðurkennir að það getur verið stressandi að allar tekjur heimilisins koma frá fyrirtækinu þeirra. Faraldur kórónuveirunnar og fækkun ferðamanna á Íslandi jók ekki stressið þar sem þau eru vön óvissunni. „Við höfum strögglað alla tíð þannig að það breyti ekki neinu þannig séð. Þetta er bara normið hjá okkur að berjast áfram. Við erum bara ótrúlega þakklát fyrir hvern dag sem við getum verið að þessu. Svo kannski kemur að því einn daginn að þetta gengur ekki upp og þá náttúrulega verðum við bara að takast á við það og finna eitthvað annað.“ Listasköpunarþrá sem vatt upp á sig Hönnuðirnir ná að vinna mjög vel saman og nýta bæði sýna styrkleika sína í AGUSTAV. „Við erum ótrúlega mikið að kasta hugmyndum á milli okkar, við erum hjón svo við tölum um þetta allan sólarhringinn. Það getur alveg verið erfitt því að það er ekki hægt að slökkva á þessu, hugurinn er alltaf hér ef við erum ekki að sinna börnunum. Þetta er eiginlega bara eins og eitt barn í viðbót, eða eiginlega þrjú börn í viðbót,“ segir Ágústa og hlær. „Þetta er allavega mjög hávært barn. Þetta varð líka svo stór rekstur allt í einu. En í grunninn er þetta einhver listasköpunarþrá.“ Vara frá AGUSTAV sem vakið hefur mikla athygli síðustu misseri og sést reglulega á samfélagsmiðlum, er ALIN mælieining í fæðingarlengd. Markmið hönnuðanna var að skapa falleg og persónuleg eign sem varðveitir minninguna um fyrstu augnablikin í nýju lífi. „Þetta hefur gengið rosalega vel á Íslandi og fer hratt af stað. Fólk gefur þetta greinilega mjög mikið sem skírnargjöf eða fæðingargjöf í formi gjafabréfs. Þetta eru mælieiningar sem við skerum í nafnið, fæðingarþyngd, fæðingardag og lengd. Þetta eru upplýsingar sem manni langar til að eiga en maður tínir þessum bleðli og man þetta ekkert alltaf, sérstaklega ef maður á fleiri en eitt.“ Mynd/AGUSTAV Viðurinn alltaf útgangspunkturinn Sjálf eiga hjónin þrjú börn og fengu þess vegna hugmyndina að þessari hönnun. Bæði er hægt að hafa hönnunina uppi í hillu eða hengja hana upp á vegg. ALIN er úr gegnheilum við með áletrun og hægt er að velja um tvær viðartegundir. „Þetta er alveg tímalaus vara og ótrúlega persónuleg.“ AGUSTAV sýnir í verslun sinni á Skólavörðustíg 22 en tekur einnig þátt í sýningunni efni:viður í Hafnarborg í Hafnarfirði. Á morgun, sunnudaginn 28. júní klukkan 14, taka þau Ágústa og Gustav þátt í sýnendaspjalli með myndlistarmanninum Sindra Leifssyni. Rætt verður um mismunandi sjónarmið og þær svipuðu áskoranir sem felast í því að eiga við sama efni:við. „Útgangspuntkurinn okkar er nefnilega alltaf úr efninu,“ segir Ágústa að lokum. HönnunarMars Helgarviðtal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Dagskrá HönnunarMars: Dagur fjögur 27. júní 2020 08:55 Hönnun og myndlist mætast í einu og sama efninu Á sýningunni efni:viður í Hafnarborg í Hafnarfirði er viður í forgrunni. Um er að ræða sýningu sem tvinnar saman innanhúshönnun, vöruhönnun og upplifunarhönnun. 27. júní 2020 07:00 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Hönnunarteymið AGUSTAV er skipað hjónunum Ágústu Magnúsdóttur og Gustav Jóhannssyni. Þau taka þátt í HönnunarMars í ár og sýna bæði í Hafnarborg og í nýlegri verslun sinni á Skólavörðustíg 22. Þau vinna með við og nýta hvern einasta viðarbút sem þau fá alveg í þaula. „Við höfum svolítið notað HönnunarMars til að kynna nýjar vörur og höfum eiginlega alltaf gert það síðan við fluttum til Íslands,“ segir Ágústa í samtali við Vísi. „Við byrjuðum í Damörku 2011 og fluttum svo til Ítalíu og vorum þar í ár, lengst uppi á fjalli. Við fluttum hingað árið 2014 og höfum notað HönnunarMars til að kynna nýtt og líka sparka aðeins í okkur. Við erum alltaf með nýjar hugmyndir svo það er gott að hafa eitthvað deadline svo maður klári eitthvað.“ Í ár kynnir AGUSTAV einstakt sófaborð og nýjan spegil á HönnunarMars. „Nú eru fágaðar beinar línur úr gegnheilum við aðalatriði með einstaklega eftirtektarverðum samsetningum. Messing og gler verða kynnt til leiks í nýju vörunum og mynda, ásamt viðnum, sérlega fallega heild,“ útskýra hönnuðirnir. View this post on Instagram A post shared by AGUSTAV design furniture (@agustavfurniture) on Mar 11, 2020 at 1:48pm PDT Smáatriðin aðalatriðið Borðið og spegillinn voru frumsýnd á sérstökum viðburði í gær. Verslunin er svo opin alla helgina og eru nokkrar vörur á tilboði í tilefni af HönnunarMars, sömu verð eru líka á vefsíðu AGUSTAV fyrir þá sem eiga ekki kost á að heimsækja hjónin á Skólavörðustíginn. „Sófaborðið er rammi í rauninni, með glerplötu og messingplöttum sem að halda plötunni uppi. Þannig að hún svolítið flýtur, þetta er létt og rosalega fallegt. Við erum að hugsa um að hafa þennan ramma gegnum gangandi og búa til heila línu úr honum.“ Spegillinn er einnig úr slíkum ramma. „Við vöndum okkur rosalega í samsetningum þannig að þú sérð samsetninguna á viðnum. Smáatriðin eru svolítið mikil í þessu. Gústi er húsgagnasmiður og þetta sýnir það handbragð svolítið meira eins og það var áður, áður en allt varð verksmiðjuframleitt og allir að flýta sér. Þetta er eitthvað sem er nostrað við og þú sérð það alla leið.“ Gústav Jóhannsson.Vísir/Vilhelm Ævintýri Ágústu og Gustav byrjaði með bókasnögunum sem þau eru hvað þekktust fyrir í dag. „Þá vantaði okkur pláss fyrir bækurnar en höfðum ekki mikið rými. Við sáum ekki fyrir okkur að fá okkur einhverjar risastórar bókahillur þannig að þá varð þetta til í einhverju fram og til baka kasti okkar á milli. Þetta var því eiginlega bara óvart. Við vorum á þeim tíma að selja antík dönsk hönnunarljós, þá fórum við á milli loppumarkaðanna í Danmörku þar sem við bjuggum. Við keyptum eitthvað sem við vissum að væri verðmæti í og seldum það til Bandaríkjanna.“ Þau bættu bókasnögunum við eftir að hafa fengið mikið af hrósum fyrir snagana heima hjá sér. „Það rauk af stað og varð vinsælt rosalega hratt. Þá fórum við að selja þetta og svo þróaðist þetta. Allt í einu erum við bara hér.“ View this post on Instagram We made an extra Lounge Chair and therefore have one available and up for grabs! Could it be yours? _______________________________ AGUSTAV Lounge Chair #AGUSTAV #AGUSTAVfurniture A post shared by AGUSTAV design furniture (@agustavfurniture) on Mar 27, 2020 at 11:08am PDT Ítalíuævintýrið entist stutt Á eftir bókasnögunum hönnuðu þau fatasnaga og svo hélt boltinn áfram að rúlla. Í Danmörku vann Ágústa sem forritari í banka en eftir að þau fluttu til Ítalíu fór einbeitingin að færast yfir á hönnunina. Þau höfðu aðstöðu í kjallaranum til að vinna en svo reyndist þetta aðeins flóknara en þau áttu von á. „En svo er veruleikinn annar. Við fengum ekki dagvistun svo stelpan var alltaf heima hjá okkur sem tekur aðeins úr möguleikunum. Svo töluðu allir ítölsku og við ekkert rosalega sleip. Svo þurftum við að byrja alveg á núllpunkti. Hvar kaupum við skrúfur? Hvernig segi ég viður? Þannig að þetta var aðeins strembið.“ Á Ítalíu hönnuðu hjónin meðal annars tungl- og stjörnusnaga og fleira en svo ákváðu þau að flytja til Íslands eftir ár þegar Ágústa var ófrísk af öðru barni þeirra. „Þá fórum við að gera stærri vörur eins og hægindastólinn, sófaborð, barstólinn og svo tíndist inn fleira. Borðstofustólarnir, bogastóllinn og speglarnir sem búnir eru til úr afgöngum af bogunum úr stólunum því við vildum nýta afgangana í þaula.“ Ágústa Magnúsdóttir segir að hún sé þakklát fyrir hvern dag sem þau fá að vinna í kringum þessa ástríðu.Vísir/Vilhelm Sjálfbærni og nýting efnis skiptir hönnuðina miklu máli og því verða oft til vörur þegar þau reyna að finna leiðir til þess að nýta afganga eða efni sem þau eru nú þegar með á vinnustofunni. Ágústa viðurkennir að það getur verið stressandi að allar tekjur heimilisins koma frá fyrirtækinu þeirra. Faraldur kórónuveirunnar og fækkun ferðamanna á Íslandi jók ekki stressið þar sem þau eru vön óvissunni. „Við höfum strögglað alla tíð þannig að það breyti ekki neinu þannig séð. Þetta er bara normið hjá okkur að berjast áfram. Við erum bara ótrúlega þakklát fyrir hvern dag sem við getum verið að þessu. Svo kannski kemur að því einn daginn að þetta gengur ekki upp og þá náttúrulega verðum við bara að takast á við það og finna eitthvað annað.“ Listasköpunarþrá sem vatt upp á sig Hönnuðirnir ná að vinna mjög vel saman og nýta bæði sýna styrkleika sína í AGUSTAV. „Við erum ótrúlega mikið að kasta hugmyndum á milli okkar, við erum hjón svo við tölum um þetta allan sólarhringinn. Það getur alveg verið erfitt því að það er ekki hægt að slökkva á þessu, hugurinn er alltaf hér ef við erum ekki að sinna börnunum. Þetta er eiginlega bara eins og eitt barn í viðbót, eða eiginlega þrjú börn í viðbót,“ segir Ágústa og hlær. „Þetta er allavega mjög hávært barn. Þetta varð líka svo stór rekstur allt í einu. En í grunninn er þetta einhver listasköpunarþrá.“ Vara frá AGUSTAV sem vakið hefur mikla athygli síðustu misseri og sést reglulega á samfélagsmiðlum, er ALIN mælieining í fæðingarlengd. Markmið hönnuðanna var að skapa falleg og persónuleg eign sem varðveitir minninguna um fyrstu augnablikin í nýju lífi. „Þetta hefur gengið rosalega vel á Íslandi og fer hratt af stað. Fólk gefur þetta greinilega mjög mikið sem skírnargjöf eða fæðingargjöf í formi gjafabréfs. Þetta eru mælieiningar sem við skerum í nafnið, fæðingarþyngd, fæðingardag og lengd. Þetta eru upplýsingar sem manni langar til að eiga en maður tínir þessum bleðli og man þetta ekkert alltaf, sérstaklega ef maður á fleiri en eitt.“ Mynd/AGUSTAV Viðurinn alltaf útgangspunkturinn Sjálf eiga hjónin þrjú börn og fengu þess vegna hugmyndina að þessari hönnun. Bæði er hægt að hafa hönnunina uppi í hillu eða hengja hana upp á vegg. ALIN er úr gegnheilum við með áletrun og hægt er að velja um tvær viðartegundir. „Þetta er alveg tímalaus vara og ótrúlega persónuleg.“ AGUSTAV sýnir í verslun sinni á Skólavörðustíg 22 en tekur einnig þátt í sýningunni efni:viður í Hafnarborg í Hafnarfirði. Á morgun, sunnudaginn 28. júní klukkan 14, taka þau Ágústa og Gustav þátt í sýnendaspjalli með myndlistarmanninum Sindra Leifssyni. Rætt verður um mismunandi sjónarmið og þær svipuðu áskoranir sem felast í því að eiga við sama efni:við. „Útgangspuntkurinn okkar er nefnilega alltaf úr efninu,“ segir Ágústa að lokum.
HönnunarMars Helgarviðtal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Dagskrá HönnunarMars: Dagur fjögur 27. júní 2020 08:55 Hönnun og myndlist mætast í einu og sama efninu Á sýningunni efni:viður í Hafnarborg í Hafnarfirði er viður í forgrunni. Um er að ræða sýningu sem tvinnar saman innanhúshönnun, vöruhönnun og upplifunarhönnun. 27. júní 2020 07:00 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Hönnun og myndlist mætast í einu og sama efninu Á sýningunni efni:viður í Hafnarborg í Hafnarfirði er viður í forgrunni. Um er að ræða sýningu sem tvinnar saman innanhúshönnun, vöruhönnun og upplifunarhönnun. 27. júní 2020 07:00