Rachel McAdams segir Eurovision stærra en Super Bowl Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. júní 2020 20:00 Rachel McAdams ræddi Íslandsdvölina og Eurovision myndina við Seth Mayers. Skjáskot/Youtube Rachel McAdams sem fer með hlutverk Sigrid í Netflix myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, vissi lítið um keppnina þegar hún samþykkti að taka þátt í verkefninu. Í viðtali við Seth Mayers ræddi leikkonan meðal annars um undirbúninginn fyrir tökurnar. McAdams er frá Kanada þar sem Eurovision er ekki sýnd í sjónvarpi. Hún heyrði fyrst um keppnina þegar Conchita Wurst keppti fyrir hönd Austurríkis og stóð uppi sem sigurvegari. Það næsta sem McAdams heyrði um keppnina var þegar hún hoppaði upp í flugvél og mætti á Eurovision keppnina árið 2019 í Tel Aviv. Þar náði hún að kynna sér allt um keppnina og fanga stemninguna sem henni fylgir. „Þetta er tvöföld Super Bowl, 200 milljónir horfa og þetta er risastór viðburður.“ McAdams líkir keppninni við Ólympíuleikana. „Stoltið sem fylgir hverju atriði.“ McAdams segir að myndbandið við Volcano Man hafi verið tekið upp á lokatökudegi þeirra hér á Íslandi. Það hafi verið gaman að standa á hrauninu með vindinn í andlitinu og fuglana fljúgandi allt í kring. Í viðtalinu lýsir hún Íslendingum sem vinalegum en það kom henni á óvart að vera látin í friði, fólk gekk bara framhjá. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Lagið Husavik með Will Ferrell og Molly Sandén, aðallagið úr myndinni, rýkur upp vinsældarlistana á iTunes og Spotify. Lagið er ástaróður til Húsavíkur. Will Ferrell og Molly Sandén, sem syngur fyrir McAdams í myndinni, syngja þar meðal annars á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“. Myndbandið við lagið má sjá hér fyrir neðan. Tónlist Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Tengdar fréttir Hannes Óli: „Ég er ekki einu sinni búinn að sjá myndina sjálfur“ Hannes Óli Ágústsson hefur slegið í gegn eftir að Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Hann er staddur á Borgarfirði eystra með takmarkað netsamband og er ekki búinn að sjá myndina sjálfur. 29. júní 2020 13:58 Husavik rýkur upp vinsældalistana Lagið er ástaróður til Húsavíkur og syngja Ferrell og Sandén meðal annars á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“. 27. júní 2020 12:43 Pierce Brosnan áritaði Golden Eye tölvuleik Björns Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd í kvöld á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar. 26. júní 2020 13:31 Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Sjá meira
Rachel McAdams sem fer með hlutverk Sigrid í Netflix myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, vissi lítið um keppnina þegar hún samþykkti að taka þátt í verkefninu. Í viðtali við Seth Mayers ræddi leikkonan meðal annars um undirbúninginn fyrir tökurnar. McAdams er frá Kanada þar sem Eurovision er ekki sýnd í sjónvarpi. Hún heyrði fyrst um keppnina þegar Conchita Wurst keppti fyrir hönd Austurríkis og stóð uppi sem sigurvegari. Það næsta sem McAdams heyrði um keppnina var þegar hún hoppaði upp í flugvél og mætti á Eurovision keppnina árið 2019 í Tel Aviv. Þar náði hún að kynna sér allt um keppnina og fanga stemninguna sem henni fylgir. „Þetta er tvöföld Super Bowl, 200 milljónir horfa og þetta er risastór viðburður.“ McAdams líkir keppninni við Ólympíuleikana. „Stoltið sem fylgir hverju atriði.“ McAdams segir að myndbandið við Volcano Man hafi verið tekið upp á lokatökudegi þeirra hér á Íslandi. Það hafi verið gaman að standa á hrauninu með vindinn í andlitinu og fuglana fljúgandi allt í kring. Í viðtalinu lýsir hún Íslendingum sem vinalegum en það kom henni á óvart að vera látin í friði, fólk gekk bara framhjá. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Lagið Husavik með Will Ferrell og Molly Sandén, aðallagið úr myndinni, rýkur upp vinsældarlistana á iTunes og Spotify. Lagið er ástaróður til Húsavíkur. Will Ferrell og Molly Sandén, sem syngur fyrir McAdams í myndinni, syngja þar meðal annars á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“. Myndbandið við lagið má sjá hér fyrir neðan.
Tónlist Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Tengdar fréttir Hannes Óli: „Ég er ekki einu sinni búinn að sjá myndina sjálfur“ Hannes Óli Ágústsson hefur slegið í gegn eftir að Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Hann er staddur á Borgarfirði eystra með takmarkað netsamband og er ekki búinn að sjá myndina sjálfur. 29. júní 2020 13:58 Husavik rýkur upp vinsældalistana Lagið er ástaróður til Húsavíkur og syngja Ferrell og Sandén meðal annars á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“. 27. júní 2020 12:43 Pierce Brosnan áritaði Golden Eye tölvuleik Björns Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd í kvöld á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar. 26. júní 2020 13:31 Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Sjá meira
Hannes Óli: „Ég er ekki einu sinni búinn að sjá myndina sjálfur“ Hannes Óli Ágústsson hefur slegið í gegn eftir að Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Hann er staddur á Borgarfirði eystra með takmarkað netsamband og er ekki búinn að sjá myndina sjálfur. 29. júní 2020 13:58
Husavik rýkur upp vinsældalistana Lagið er ástaróður til Húsavíkur og syngja Ferrell og Sandén meðal annars á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“. 27. júní 2020 12:43
Pierce Brosnan áritaði Golden Eye tölvuleik Björns Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd í kvöld á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar. 26. júní 2020 13:31