Dúxinn orðið fyrir ómeðvituðum fordómum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2020 10:00 Ivana Anna Nikolic útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn á meistaraprófi í sögu Háskóla Íslands. Aðsend Ivana Anna Nikolic útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn á meistaraprófi í sögu Lagadeildar Háskóla Íslands þegar hún útskrifaðist með meistaragráðu, Mag. Jur., á laugardaginn síðastliðinn. Ivana útskrifaðist með 9,5 í meðaleinkunn en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ivana skarar fram úr á sínu sviði en hún útskrifaðist einnig með hæstu meðaleinkunn við útskrift úr bakkalárnámi í lögfræði árið 2018 og hlaut hvatningarverðlaun bókaútgáfunnar Codex fyrir hæstu meðaleinkunn á fyrsta ári. Ivana segir lykilinn að þessum góða árangri sérstaklega fólginn í því að hafa áhuga á náminu. „Það er þetta klassíska, að vera skipulagður yfir önnina, duglegur jafnt og þétt og hafa áhuga á efninu. Ef maður hefur ekki áhuga á einhverju að þá nennir maður síður að læra það, það er klárt“ segir Ivana. Í meistaranáminu í lögfræði er mikið svigrúm fyrir stúdenta til að velja sér kúrsa eftir áhugasviði en Ivana segist hafa átt erfitt að velja sér stefnu og hafi hún því valið sér fjölbreytta áfanga. „Eins og stjórnsýslurétt, sem ég starfa helst við í dag, síðan eru mannréttindin auðvitað alltaf heillandi og fjármunarétturinn, hann er mjög víðtækur. Þá vaknaði áhuginn minn á Evrópurétti einnig í meistaranáminu.“ Ivana heimsótti Mannréttindadómstól Evrópu eftir málflutning í Landsréttarmálinu svokallaða í febrúar.Aðsend „Ég vildi helst hafa þetta frekar breitt þannig að ég væri ekki endilega að loka á eitthvað í framtíðinni en líka bara til þess að átta mig betur á því hvað mig langar að starfa við og hvað heillar mig mest.“ Heillandi að starfa nálægt borgurunum og leysa úr kvörtunum þeirra Ivana hefur starfað hjá umboðsmanni Alþingis frá því í september í fyrra, fyrst sem laganemi og nú sem lögfræðingur. Hún segir starfið hafa kennt sér margt og vera góða reynslu. „Þetta hefur bara verið frábært. Mér finnst starfið mjög skemmtilegt og fjölbreytt. Verkefnin og kvartanirnar eru á ýmsum málefnasviðum. Starfið er mjög krefjandi og oft reynir á svið sem að maður hefur ekki endilega kafað ofan í áður og það krefst þess að maður skoði lagarammann vel og leysi úr málinu eftir því. Þá beitir maður auðvitað bara þeirri aðferðarfræði sem maður hefur lært í náminu.“ Hvað heillaði þig mest við starfið? „Mér hefur alltaf fundist stjórnsýslurétturinn skemmtilegur og svo er mjög heillandi að borgararnir geti kvartað ef þeir telja sig beitta rangsleitni af þeim sem falla undir starfssvið umboðsmanns að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Það er heillandi að starfa við það að geta unnið nálægt borgurunum og leysa úr því sem þeir eru að kvarta yfir,“ segir Ivana. Ivana segist alltaf hafa stefnt á að fara í lögfræði. „Þegar ég var lítil var ég alltaf talin vera mjög ákveðin og þrjósk,“ segir Ivana og minnist þess að fólk hafi sagt henni að hún gæti orðið góður lögfræðingur. „Það var alltaf stefnan. Svo reyndar á tímabili átti ég mér draum um að verða flugmaður en ég veit ekki alveg af hverju það fór út um gluggann. Ég læri kannski að fljúga einn daginn.“ Mikilvægt að halda jafnvægi milli einkalífs og vinnu Ivana skaraði einnig fram úr í bakkalárnáminu í lögfræði en hún fékk hæstu meðaleinkunn við útskrift. Hún segir það hafa verið mikla hvatningu til að halda áfram á sömu braut. „Mér fannst ótrúlega gaman þegar mér byrjaði að ganga vel í BA og það er auðvitað mjög gaman að ganga vel í því sem manni þykir skemmtilegt. Þegar ég útskrifaðist með BA gráðu var smá pressa á mér að standa mig líka vel í masternum. Bæði frá mér sjálfri og líka í kring um mig, en á góðan hátt. Það var auðvitað hvatning en maður þarf að passa sig að missa sig ekki alveg í þessu því þá verður þetta alltof stressandi, þ.e. að vera endalaust að hugsa um það að manni þurfi alltaf að ganga mjög vel.“ „Það getur líka verið kúnst að reyna að ná einhverju jafnvægi.“ Hún segir það þó almennt hafa gengið ágætlega, að halda jafnvægi milli skólans, vinnunnar og einkalífsins. Flest fái þó að víkja þegar álagstímabil hefjast í náminu. „Þá finnur maður að maður leyfir eiginlega engu öðru að komast að, sem er bæði gott og slæmt.“ Ivana stendur fyrir utan Háskóla Íslands þegar hún skilaði meistararitgerðinni í vor.Aðsend Þá segir hún kórónuveirutímann ekki hafa haft jafn mikil áhrif á sig eins og marga aðra. Vorönnin fór öll í að skrifa meistararitgerðina heima. „Það var alveg frekar þægilegt að þurfa ekki að fara niður í skóla og mæta í tíma en leiðinlegt að geta ekki farið og breytt aðeins um umhverfi. Maður var eiginlega bara heima,“ segir Ivana. „Ég held þetta hafi klárlega komið verr niður á þeim sem voru í venjulegum námskeiðum þar sem bein kennsla fer fram.“ Meistararitgerð Ivönu fjallaði um Læknamistök í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og íslenskan rétt og rannsakaði hún meðal annars skyldur sem hvíla á ríkjum í málaflokknum í ljósi 2. og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Ritgerðin var skrifuð undir handleiðslu Róberts R. Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu og prófessors. Ivana hyggst halda áfram störfum hjá umboðsmanni Alþingis í haust og segist hún ætla að reyna að njóta þess að vera ekki í námi. Hún muni þó líklega skoða það seinna hvort hún bæti ekki við sig frekara námi. Hún stefnir þó ekki á eitthvert sérstakt svið eins og er. „Ég er enn að reyna að ákveða í hverju ég vil sérhæfa mig sem er kannski skrítið á þessum tímapunkti en mér finnst fínt að hafa hlutina opna núna þegar ég er bara nýbyrjuð að fóta mig almennilega á vinnumarkaðnum og sjá hvað heillar mig mest.“ Lent í óþægilegri stöðu vegna ómeðvitaðra fordóma Ivana er fædd og uppalin hér á Íslandi en báðir foreldrar hennar eru frá Serbíu og segir hún það ekki hafa haft mikil áhrif á sig í námi að vera af erlendu bergi brotin. „Ég fór í gegn um allt íslenska skólakerfið þannig ég byrjaði þannig séð á sama grundvelli og allir aðrir. En jú, þetta hefur alveg mótað mig, íslenska er til dæmis ekki móðurmálið mitt.“ Ivana segist þó hafa upplifað fordóma í eigin garð í gegn um tíðina. „Nafnið og svo er ég dökk í yfirlitum, með brúnt hár og brún augu. Það sést alveg á mér að ég er af erlendu bergi brotin. Nú eru margar sögur að koma fram og maður er að lesa sér til, ég hef aldrei lent í einhverju rosalega alvarlegu eins og margt fólk er að lýsa en ég hef heyrt slæmar sögur af þeim sem eru í kringum mig sem er auðvitað ótrúlega leiðinlegt að heyra af.“ Hún segist frekar lenda í ómeðvituðum fordómum og aðstæðum þar sem fólk átti sig jafnvel ekki á að setji hana í óþægilega stöðu. „Þetta virðist oft vera ómeðvitað og án þess að fólk sé endilega að reyna að vera leiðinlegt en það kannski áttar sig ekki á því að það setur mann í óþægilega stöðu og lætur manni líða eins og maður sé svo öðruvísi vegna upprunans. Dæmi um þetta er þegar fólk talar við mig ensku, og ég skil alveg að það geti verið rökrétt í einhverjum aðstæðum, en það gerist almennt í aðstæðum þar sem það, afsakið að ég sletti aðeins, meikar ekki sense að tala ensku við mig í og fólk er þá bara búið að ákveða að maður kunni ekki stakt orð í íslensku vegna útlitsins. Þetta eru kannski ekki alvarlegar aðstæður sem særa mann eða slíkt en geta verið þreytandi og ýtt undir að manni finnist maður vera öðruvísi. Eftir því sem maður verður eldri lætur maður þetta minna á sig fá en þetta er erfiðara þegar að maður er barn sem vill bara fitta inn í.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Ivana Anna Nikolic útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn á meistaraprófi í sögu Lagadeildar Háskóla Íslands þegar hún útskrifaðist með meistaragráðu, Mag. Jur., á laugardaginn síðastliðinn. Ivana útskrifaðist með 9,5 í meðaleinkunn en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ivana skarar fram úr á sínu sviði en hún útskrifaðist einnig með hæstu meðaleinkunn við útskrift úr bakkalárnámi í lögfræði árið 2018 og hlaut hvatningarverðlaun bókaútgáfunnar Codex fyrir hæstu meðaleinkunn á fyrsta ári. Ivana segir lykilinn að þessum góða árangri sérstaklega fólginn í því að hafa áhuga á náminu. „Það er þetta klassíska, að vera skipulagður yfir önnina, duglegur jafnt og þétt og hafa áhuga á efninu. Ef maður hefur ekki áhuga á einhverju að þá nennir maður síður að læra það, það er klárt“ segir Ivana. Í meistaranáminu í lögfræði er mikið svigrúm fyrir stúdenta til að velja sér kúrsa eftir áhugasviði en Ivana segist hafa átt erfitt að velja sér stefnu og hafi hún því valið sér fjölbreytta áfanga. „Eins og stjórnsýslurétt, sem ég starfa helst við í dag, síðan eru mannréttindin auðvitað alltaf heillandi og fjármunarétturinn, hann er mjög víðtækur. Þá vaknaði áhuginn minn á Evrópurétti einnig í meistaranáminu.“ Ivana heimsótti Mannréttindadómstól Evrópu eftir málflutning í Landsréttarmálinu svokallaða í febrúar.Aðsend „Ég vildi helst hafa þetta frekar breitt þannig að ég væri ekki endilega að loka á eitthvað í framtíðinni en líka bara til þess að átta mig betur á því hvað mig langar að starfa við og hvað heillar mig mest.“ Heillandi að starfa nálægt borgurunum og leysa úr kvörtunum þeirra Ivana hefur starfað hjá umboðsmanni Alþingis frá því í september í fyrra, fyrst sem laganemi og nú sem lögfræðingur. Hún segir starfið hafa kennt sér margt og vera góða reynslu. „Þetta hefur bara verið frábært. Mér finnst starfið mjög skemmtilegt og fjölbreytt. Verkefnin og kvartanirnar eru á ýmsum málefnasviðum. Starfið er mjög krefjandi og oft reynir á svið sem að maður hefur ekki endilega kafað ofan í áður og það krefst þess að maður skoði lagarammann vel og leysi úr málinu eftir því. Þá beitir maður auðvitað bara þeirri aðferðarfræði sem maður hefur lært í náminu.“ Hvað heillaði þig mest við starfið? „Mér hefur alltaf fundist stjórnsýslurétturinn skemmtilegur og svo er mjög heillandi að borgararnir geti kvartað ef þeir telja sig beitta rangsleitni af þeim sem falla undir starfssvið umboðsmanns að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Það er heillandi að starfa við það að geta unnið nálægt borgurunum og leysa úr því sem þeir eru að kvarta yfir,“ segir Ivana. Ivana segist alltaf hafa stefnt á að fara í lögfræði. „Þegar ég var lítil var ég alltaf talin vera mjög ákveðin og þrjósk,“ segir Ivana og minnist þess að fólk hafi sagt henni að hún gæti orðið góður lögfræðingur. „Það var alltaf stefnan. Svo reyndar á tímabili átti ég mér draum um að verða flugmaður en ég veit ekki alveg af hverju það fór út um gluggann. Ég læri kannski að fljúga einn daginn.“ Mikilvægt að halda jafnvægi milli einkalífs og vinnu Ivana skaraði einnig fram úr í bakkalárnáminu í lögfræði en hún fékk hæstu meðaleinkunn við útskrift. Hún segir það hafa verið mikla hvatningu til að halda áfram á sömu braut. „Mér fannst ótrúlega gaman þegar mér byrjaði að ganga vel í BA og það er auðvitað mjög gaman að ganga vel í því sem manni þykir skemmtilegt. Þegar ég útskrifaðist með BA gráðu var smá pressa á mér að standa mig líka vel í masternum. Bæði frá mér sjálfri og líka í kring um mig, en á góðan hátt. Það var auðvitað hvatning en maður þarf að passa sig að missa sig ekki alveg í þessu því þá verður þetta alltof stressandi, þ.e. að vera endalaust að hugsa um það að manni þurfi alltaf að ganga mjög vel.“ „Það getur líka verið kúnst að reyna að ná einhverju jafnvægi.“ Hún segir það þó almennt hafa gengið ágætlega, að halda jafnvægi milli skólans, vinnunnar og einkalífsins. Flest fái þó að víkja þegar álagstímabil hefjast í náminu. „Þá finnur maður að maður leyfir eiginlega engu öðru að komast að, sem er bæði gott og slæmt.“ Ivana stendur fyrir utan Háskóla Íslands þegar hún skilaði meistararitgerðinni í vor.Aðsend Þá segir hún kórónuveirutímann ekki hafa haft jafn mikil áhrif á sig eins og marga aðra. Vorönnin fór öll í að skrifa meistararitgerðina heima. „Það var alveg frekar þægilegt að þurfa ekki að fara niður í skóla og mæta í tíma en leiðinlegt að geta ekki farið og breytt aðeins um umhverfi. Maður var eiginlega bara heima,“ segir Ivana. „Ég held þetta hafi klárlega komið verr niður á þeim sem voru í venjulegum námskeiðum þar sem bein kennsla fer fram.“ Meistararitgerð Ivönu fjallaði um Læknamistök í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og íslenskan rétt og rannsakaði hún meðal annars skyldur sem hvíla á ríkjum í málaflokknum í ljósi 2. og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Ritgerðin var skrifuð undir handleiðslu Róberts R. Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu og prófessors. Ivana hyggst halda áfram störfum hjá umboðsmanni Alþingis í haust og segist hún ætla að reyna að njóta þess að vera ekki í námi. Hún muni þó líklega skoða það seinna hvort hún bæti ekki við sig frekara námi. Hún stefnir þó ekki á eitthvert sérstakt svið eins og er. „Ég er enn að reyna að ákveða í hverju ég vil sérhæfa mig sem er kannski skrítið á þessum tímapunkti en mér finnst fínt að hafa hlutina opna núna þegar ég er bara nýbyrjuð að fóta mig almennilega á vinnumarkaðnum og sjá hvað heillar mig mest.“ Lent í óþægilegri stöðu vegna ómeðvitaðra fordóma Ivana er fædd og uppalin hér á Íslandi en báðir foreldrar hennar eru frá Serbíu og segir hún það ekki hafa haft mikil áhrif á sig í námi að vera af erlendu bergi brotin. „Ég fór í gegn um allt íslenska skólakerfið þannig ég byrjaði þannig séð á sama grundvelli og allir aðrir. En jú, þetta hefur alveg mótað mig, íslenska er til dæmis ekki móðurmálið mitt.“ Ivana segist þó hafa upplifað fordóma í eigin garð í gegn um tíðina. „Nafnið og svo er ég dökk í yfirlitum, með brúnt hár og brún augu. Það sést alveg á mér að ég er af erlendu bergi brotin. Nú eru margar sögur að koma fram og maður er að lesa sér til, ég hef aldrei lent í einhverju rosalega alvarlegu eins og margt fólk er að lýsa en ég hef heyrt slæmar sögur af þeim sem eru í kringum mig sem er auðvitað ótrúlega leiðinlegt að heyra af.“ Hún segist frekar lenda í ómeðvituðum fordómum og aðstæðum þar sem fólk átti sig jafnvel ekki á að setji hana í óþægilega stöðu. „Þetta virðist oft vera ómeðvitað og án þess að fólk sé endilega að reyna að vera leiðinlegt en það kannski áttar sig ekki á því að það setur mann í óþægilega stöðu og lætur manni líða eins og maður sé svo öðruvísi vegna upprunans. Dæmi um þetta er þegar fólk talar við mig ensku, og ég skil alveg að það geti verið rökrétt í einhverjum aðstæðum, en það gerist almennt í aðstæðum þar sem það, afsakið að ég sletti aðeins, meikar ekki sense að tala ensku við mig í og fólk er þá bara búið að ákveða að maður kunni ekki stakt orð í íslensku vegna útlitsins. Þetta eru kannski ekki alvarlegar aðstæður sem særa mann eða slíkt en geta verið þreytandi og ýtt undir að manni finnist maður vera öðruvísi. Eftir því sem maður verður eldri lætur maður þetta minna á sig fá en þetta er erfiðara þegar að maður er barn sem vill bara fitta inn í.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira