Lífið

„Það hittir mig beint í hjartastað þegar ég heyri sungið á íslensku“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Birgir og Ragnar Már skipa tvíeykið Draumfarir. 
Birgir og Ragnar Már skipa tvíeykið Draumfarir.  Egill Árni Jóhannesson

„Það hittir mig beint í hjartastað þegar ég heyri sungið á íslensku svo að mig langaði sjálfur að byrja að semja lög á móðurmálinu.“ Þetta segir tónlistarmaðurinn Birgir Stefánsson, í samtali við Vísi.

Birgir, sem hefur hingað til gefið út tónlist undir sínu eigin nafni, hefur nú hafið nýtt samstarf með tónlistarmanninum Ragnari Má, undir nafninu Draumfarir. 

„Við byrjuðum að vinna saman fyrir ári síðan og sömdum meðal annars tvö lög fyrir Eurovison keppnina á Íslandi. Lögin Klukkan tifar og Dreyma. Þetta var frumraun í okkar samvinnu sem þróaðist svo út í það að núna erum við byrjaðir að semja og syngja sjálfir.“ 

Fyrsta lag þeirra Birgis og Ragnars er nú komið út á streymisveitum og heitir Bjartar NæturTómas Welding

Birgir segist þó ekki vera hættur með sólóferil sinn en ætli að einbeita sér að íslenskum markaði núna. 

Nýtt lag óður til sumarsins 2020

 „Ég er alls ekki hættur ég er bara með Birgi aðeins á pásu. Það hefur gengið mjög vel hjá mér hingað til og til dæmis er ég kominn með yfir 22 miljón streymi á streymisveitunni Spotify.“ 

Fyrsta lag þeirra félaga kom út á  streymisveitum á miðnætti í gær og það nafnið, Bjartar nætur

„Lagið er mjög fjörugt og sumarlegt og það má kannski segja að lagið sé óður okkar til sumarsins 2020,“ segir Birgir að lokum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.