Segir auglýsinguna senda konum skilaboð um að það sé ekki pláss fyrir þær Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júlí 2020 14:56 Greta Salóme segir mikilvægt að fyrirtæki sýni ábyrgð. Aðsendar myndir „Var enginn frá Keiluhöllinni sem horfði á þessa síðu og hugsaði „það vantar eitthvað“ áður en hún var send í prent?“ skrifar Greta Salóme um nýjustu auglýsingu Keiluhallarinnar. Þar má sjá auglýsingu fyrir viðburði júlímánaðar og vekur söngkonan athygli á því að þar eru einungis karlkyns tónlistarmenn og skemmtikraftar. Þar eru auglýstir að minnsta kosti 12 karlmenn, en engin kona. „Þetta er ekki spurning um vöntun á góðu kventónlistarfólki eða á neinn hátt verið að lasta þá sem þarna eru að koma fram heldur er þetta spurning um að sýna ábyrgð! Það er árið 2020 og ennþá sjáum við svona heilsíður endalaust! Hvaða skilaboð er verið að senda bæði tónlistarfólki, neytendum og upprennandi tónlistarkonum? Nákvæmlega þau að það sé ekki pláss fyrir þær. Það er kannski ekki gert meðvitað en þangað til við verðum öll meðvituð um að gera það EKKI þá höldum þessari skekkju við!“ heldur Greta Salóme áfram. „Hver er hvatinn fyrir ungar stelpur að elta draumana sína, vinna í listinni sinni, læra það sem þær elska ef þetta eru skilaboðin sem við sendum þeim? Og það tapa allir á því...við missum af því að njóta hæfileika upprennandi tónlistarkvenna og flóran verður einlit. Við getum einfaldlega gert svo miklu miklu betur en þetta....öll....saman!“ Greta Salóme segir í samtali við Vísi að hún hafi ákveðið að tjá sig um málið þar sem hún „gæti ekki skilið þetta.“ Tónlist Jafnréttismál Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Greta Salóme frumsýnir myndband við lagið Án þín Söngkona Greta Salóme segir að það hafi verið gott að stoppa aðeins síðustu vikur. Hún frumsýnir ný nýtt myndband sem tekið var upp á Suðurlandinu í samkomubanninu. 8. júní 2020 16:29 Stjörnufans og Þríeykið syngja saman Óhætt er að segja að stórskotalið íslensk tónlistarfólks hafi tekið höndum saman við gerð meðfylgjandi myndbands við lagið „Ferðumst innanhúss.“ 7. apríl 2020 20:20 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Var enginn frá Keiluhöllinni sem horfði á þessa síðu og hugsaði „það vantar eitthvað“ áður en hún var send í prent?“ skrifar Greta Salóme um nýjustu auglýsingu Keiluhallarinnar. Þar má sjá auglýsingu fyrir viðburði júlímánaðar og vekur söngkonan athygli á því að þar eru einungis karlkyns tónlistarmenn og skemmtikraftar. Þar eru auglýstir að minnsta kosti 12 karlmenn, en engin kona. „Þetta er ekki spurning um vöntun á góðu kventónlistarfólki eða á neinn hátt verið að lasta þá sem þarna eru að koma fram heldur er þetta spurning um að sýna ábyrgð! Það er árið 2020 og ennþá sjáum við svona heilsíður endalaust! Hvaða skilaboð er verið að senda bæði tónlistarfólki, neytendum og upprennandi tónlistarkonum? Nákvæmlega þau að það sé ekki pláss fyrir þær. Það er kannski ekki gert meðvitað en þangað til við verðum öll meðvituð um að gera það EKKI þá höldum þessari skekkju við!“ heldur Greta Salóme áfram. „Hver er hvatinn fyrir ungar stelpur að elta draumana sína, vinna í listinni sinni, læra það sem þær elska ef þetta eru skilaboðin sem við sendum þeim? Og það tapa allir á því...við missum af því að njóta hæfileika upprennandi tónlistarkvenna og flóran verður einlit. Við getum einfaldlega gert svo miklu miklu betur en þetta....öll....saman!“ Greta Salóme segir í samtali við Vísi að hún hafi ákveðið að tjá sig um málið þar sem hún „gæti ekki skilið þetta.“
Tónlist Jafnréttismál Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Greta Salóme frumsýnir myndband við lagið Án þín Söngkona Greta Salóme segir að það hafi verið gott að stoppa aðeins síðustu vikur. Hún frumsýnir ný nýtt myndband sem tekið var upp á Suðurlandinu í samkomubanninu. 8. júní 2020 16:29 Stjörnufans og Þríeykið syngja saman Óhætt er að segja að stórskotalið íslensk tónlistarfólks hafi tekið höndum saman við gerð meðfylgjandi myndbands við lagið „Ferðumst innanhúss.“ 7. apríl 2020 20:20 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Greta Salóme frumsýnir myndband við lagið Án þín Söngkona Greta Salóme segir að það hafi verið gott að stoppa aðeins síðustu vikur. Hún frumsýnir ný nýtt myndband sem tekið var upp á Suðurlandinu í samkomubanninu. 8. júní 2020 16:29
Stjörnufans og Þríeykið syngja saman Óhætt er að segja að stórskotalið íslensk tónlistarfólks hafi tekið höndum saman við gerð meðfylgjandi myndbands við lagið „Ferðumst innanhúss.“ 7. apríl 2020 20:20
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“