Íslenski boltinn

Nýtt sjónar­horn sýnir að þriðja mark ÍA var löglegt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viktor Jónsson við það að sleppa í gegn.
Viktor Jónsson við það að sleppa í gegn. mynd/skjáskot

Nýtt sjónarhorn, úr myndavél Spiideo á Origo-vellinum, sýnir að þriðja mark Skagamanna var gott og gilt.

Viktor Jónsson slapp þá einn í gegn og lagði boltann fyrir markið þar sem Bjarki Steinn Bjarkason kom boltanum í netið.

Einhverjir Valsmenn vildu meina að Viktor hafi verið fyrir innan og stúkan var ansi ósátt við Jóhann Gunnar Guðmundsson, aðstoðardómara.

Eins og má sjá í meðfylgjandi myndbandi er ljóst að Jóhann Gunnar hafði hárrétt fyrir sér og markið gott og gilt.

ÍA vann leikinn 4-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×