Lífið

Óli Stef kemur fram á viðburðinum Kakó og undrun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Stefánsson kemur margoft fram á allskonar viðburðum. 
Ólafur Stefánsson kemur margoft fram á allskonar viðburðum. 

Á fimmtudögum í júlí ætlar Verslunin Vonarstræti í samvinnu við Vínstúkuna Tíu sopa að standa fyrir röð af viðburðauppsprettum (PopUp) á götunni fyrir framan Laugaveg 27.

„Þetta verða allt mjög ólíkir viðburðir og verður hver og einn auglýstur þegar að honum kemur. Við byrjum á kakó og undrun með handboltagoðsögninni og lífskúnstnernum Óla Stef,“ segir Ólafur Örn Ólafsson eigandi Vínstúkunnar Tíu sopa.

Ólafur Örn sér um Vínstúkuna tíu sopa. vísir/vilhelm

„Við hvetjum fólk til að mæta með góða skapið og kakóbolla með sér ef það vill og vera tilbúið í undrun,“ segir Ólafur.

Kakó og undrun hefst kl. 17:30 annað kvöld og stígur þá Ólafur Stefánsson á stokk.

„Engin veit hvað gerist en það verður boðið upp á kakó með því, en kakó hefur mjög heilandi áhrif á fólk. Kannski verður spilað á gítar og sungið, kannski verður farið með ljóð, kannski verða sápukúlur. Það er engin leið að komast að því nema vera á staðnum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.