Kveður legið sátt og þakklát Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. apríl 2020 07:00 Kristborg Bóel Steindórsdóttir dagskrárgerðarkona hvetur konur til að fara reglulega í skoðun til kvensjúkdómalæknis. Mynd/Úr einkasafni Kristborg Bóel Steindórsdóttir segir að sér hafi verið mjög brugðið þegar það uppgötvaðist á dögunum fyrir tilviljun stórt vöðvaæxli í legi hennar. Kristborgu hafði ekki grunað að það væru breytingar á leginu en æxlið var fjarlægt með skurðaðgerð og legnám gert í leiðinni. Tíð þvaglát höfðu einkennt mánuðina á undan en vöðvaæxli eru góðkynja hnútar í vöðvum legveggjarins og geta valdið þrýsting á þvagblöðruna. „Ég fór til kvensjúkdómalæknis með smáeiginlegt mál sem þarfnaðist ekki einu sinni líkamlegrar skoðunar, heldur var bara vangaveltur sem ég vildi ræða við lækninn. Við spjölluðum og hún spurði hvort hún ætti ekki að tékka á mér og athuga hvort alllt væri í lagi.“ Kvensjúkdómalæknirinn skoðaði Kristborgu með sónar og sputði hana svo: „Hvað er langt síðan þú fórst í sónar?“ Kristborg Bóel hafði þá ekki farið í sónar síðan hún var ófrísk að fjórða og yngsta barninu sínu, fyrir sex árum síðan. „Svo sagði hún, þannig að það hefur enginn sagt þér að þú ert með stórt vöðvaæxli í leginu? Hún útskýrði þá fyrir mér að þetta sé eitthvað sem legið gerir stundum, sérstaklega eftir fertugt, að það fari að prjóna einhverja vöðvahnúta.“ Aðeins greint með ómskoðun Heimilislæknir getur oftast ekki greint vöðvaæxli þar sem það er gert með ómskoðun sem eru eingöngu gerðar hjá kvensjúkdómalæknum. Leitað var eftir upplýsingum frá kvensjúkdómalækni sem sagði í samtali við fréttastofu að það sé alls ekki vitlaust fyrir konur að fara í skoðun annað slagið til kvensjúkdómalæknis til að sjá að allt sé í góðu standi. Þegar konur fara í leitarstöðuna í krabbameinsstrok þá er bara tekið strok en við skoðun hjá kvensjúkdómalækni er skoðunin mun ítarlegri og fleiri hluti hægt að greina snemma ef við á. Taka skal fram að allar konur ættu að fara í leghálskrabbameinsstrok frá 23 ára aldri, fyrr ef vandamál koma upp. Yfirleitt er nóg að koma í skoðun á um það bil þriggja ára fresti ef engin vandamál eru til staðar. Vöðvaæxli í legi eru oft kölluð leghnútar. Hjá sumum konum geta þessi æxli valdið miklum tíðablæðingum, verk í grindarholi, vandamálum varðandi hægðir, verkjum við samfarir og þrýstingi á önnur líffæri. Kristborg Bóel hafði ekki verið með nein óþægindi og komst þarna að því að tíð þvaglát hennar voru vegna þessa æxlis. Áður hafði hún haldið að aukin þvaglátsþörf hennar væri vegna mikillar vatnsdrykkju. Legið fjarlægt „Ég fann ekkert til og það sást ekkert utan á mér,“ segir Kristborg. Vöðvaæxli eru nær aldrei hættuleg og konur þurfa því ekki að stressa sig þó þær séu með hnúta. Hjá Kristborgu var skurðaðgerð eini valkosturinn. Kvensjúkdómalæknirinn sagði henni að vöðvahnúturinn væri eins og tennisbolti að stærð. „Ég komst nokkuð fljótt að í aðgerð og um leið og vissi þetta fann ég þrýsting niður, því þetta er bara sambærilegt því að fóstur liggi á þvagblöðrunni. Þetta truflaði mig meira eftir að ég vissi þetta, en ég hefði örugglega geta gengið um með þetta í einhvern tíma í viðbót án þess að hafa hugmynd.“ Hvar í andskotanum var þetta? Hnútar í legi eru í yfir 99 prósent tilfella góðkynja og því ekki hættulegt að láta þá vera. Ef þeir valda verkjum eða óþægindum þá er yfirleitt auðveldara að eiga við þá ef konur leita til læknis fyrr en seinna. Keisaraskurðurinn hjá Kristborgu var framkvæmdur um það bil hálfum mánuði eftir greininguna. Skurðurinn var um 20 sentímetrar svo það þurfi að setja á hann 12 hefti sem fjarlægð voru viku síðar. „Æxlið var fjarlægt ásamt legi, leghálsi og eggjaleiðurum. Eggjastokkarnir voru skildir eftir, sem alltaf er gert ef hægt er, svo maður húrrist nú ekki á breytingarskeiðið á einni nóttu.,“ útskýrir Kristborg. Hún segir að eftir aðgerðina hafi skurðlæknirinn sagt henni að vöðvahnúturinn hefði legið aftur í bakið og verið stærri en talið var í upphafi. Telur hún að hann hafi verið „eins og handbolti“ að stærð. „Enn þann dag í dag skil ég ekkert, hvar í andskotanum var þetta? Ég er svosem ekkert með sléttasta maga í heimi eða að fara að auglýsa sundföt fyrir Speedo, en í alvöru, ég hvorki sá neitt né fann.“ Síðan Kristborg Bóel sagði frá þessu á samfélagsmiðlum hefur spurningunum rignt yfir hana frá öðrum konum, sem vilja vita meira um einkennin. Hennar æxli var samofið leginu en vöðvaæxlin geta verið inni í legvegg, á yfirborði legsins eða í legholinu. Í sjaldgæfum tilvikum geta þau einnig setið á eggjastokkunum. „Mér finnst ég í allt annarri stöðu en ungar stelpur. Af því að ég finn ekki fyrir neinni sorg.“ Kristborg Bóel SteindórsdóttirVísir/Vilhelm Hreinsuð að innan Kristborg Bóel er fjögurra barna móðir, það yngsta er fimm ára og það elsta 24 ára. Hún stefndi ekki á frekari barneignir í framtíðinni. Hún vissi strax frá upphafi að leg og eggjaleiðarar yrðu teknir um leið og vöðvaæxlið. Upplifði hún sorg eða vonbrigði við þá vitneskju? „Mér finnst ég í allt annarri stöðu en ungar stelpur, legið mitt er búið að skila alveg frábæru starfi og frekari barneignir ekki á dagskrá. Vegna þessa upplifiði ég enga sorg, aðeins þakklæti. Blessunarlega fékk ég bara stuttan tíma til að velta mér upp úr þessu. Ég held að það skipt höfuðmáli að ég var komin á þennan stað í lífinu. Ég held að það væri allt annað ef ég væri með eftirsjá yfir því að geta ekki átt fleiri börn. Auðvitað var þetta allt mjög óvænt og töluvert rask, en ég er orðin sallafín í dag.“ Orsakirnar fyrir því að óheftur vöxtur verður í vöðvavefnum eru ekki að fullu þekktar. Bataferlið hefur gengið vel þó að Kristborg Bóel viðurkenni að hún hafi verið mjög verkjuð og þreytt fyrstu dagana eftir aðgerð. „Þetta er ekki bara keisari, maður er bara hreinsaður að innan.“ Hnútar hverfa aldrei að sjálfu sér en þeir eru ekki hættulegir og margir haldast litlir áfram meðan aðrir stækka. Hnútarnir eru hormónanæmir svo ef konan er með virkan tíðahring og ekki komin yfir breytingaskeiðið þá stækka þeir smám saman, mishratt milli einstaklinga. Hormónalykkjan og pillan ásamt öðrum getnaðarvörnum getur hægt talsvert á stækkun á þeim og komið í veg fyrir að það þurfi að gera aðgerð seinna meir út af þrýstingseinkennum og blæðingarvandamálum. Fjórar stórkostlegar mannverur Tíðni vöðvaæxla er mest hjá konum á fimmtugsaldri og um það bil helmingur allra kvenna hefur vöðvahnúta í legi áður en tíðahvörf verða. Kristborg Bóel er sjálf 44 ára en hjá konum á barneignaraldri geta þessir hnútar haft mikil áhrif. Vöðvahnútar minnka möguleikana á þungun og á því að þungunin haldist þó það sé sjaldgæft þar sem þessir hnútar koma yfirleitt ekki fram fyrr en eftir 40 ára og þá eru flestar konur búnar að mestu í barneign. „Ég kveð legið mitt sátt og þakklát, enda hefur það skilað mér fjórum stórkostlegum mannverum,“ segir Kristborg. „Þessi tími hjá kvensjúkdómalækninum var ekkert akút, þannig að ég hef ekki hugmynd um það á hvaða tímapunkti mig hefði farið að gruna eitthvað.“ Leitar að einstökum vinum Kristborg Bóel er rithöfundur og dagskrágerðarkona og vinnur nú að sex þátta sjónvarpsseríu um vináttu í samvinnu við Saga Film og Sjónvarp Símans. „Hugmyndin kom til mín síðastliðið vor en segja má að vinnsla þeirra hafi ekki farið almennilega af stað fyrr en eftir áramót, þegar ég fékk leikstjórann Álfheiði Mörtu Kjartansdóttur með mér í lið. Í þáttunum skoðum við vináttu út frá öllum mögulegum hliðum með sérfræðingum og öðrum viðmælendum. Við skoðum grunninn út frá tengslum og tengslamyndun í æsku, ræðum samskipti, einmanaleika og ólík vinasambönd auk þess að velta upp mikilvægi vináttu í samfélaginu í heild.“ Ástandið í heiminum núna hefur haft áhrif á framleiðsluna en þær eru spenntar að byrja í næsta mánuði. „Tökur eru ekki hafnar en við vorum ekki nema rétt farnar að kafa í efnið þegar COVID-19 ruddist inn í samfélagið og setti sitt mark á allt saman. Veiran hefur að sjálfsögðu sett okkar plön í uppnám eins og allra annarra, en fyrstu tökur voru áætlaðar fyrir páska en verða ekki fyrr en um miðjan maí. Að sama skapi hefur COVID-19 ástandið gert umfjöllunina um vináttu meira viðeigandi en nokkru sinni, en það er á tímum sem þessum sem náungakærleikur og vinátta verða nánast áþreifanleg hugtök í samfélaginu. Fyrr mátti nú þó öllu ofgera en að senda mér heimsfaraldur til þess að sanna að hugmyndin mín væri málið.“ Kristborg Bóel og Álfheiður eru enn með augun opin fyrir viðmælendur þó að þær séu með ýmsa í sigtinu og hafi auk þess borist frábærar ábendingar í gegnum netfangið vinatta@sagafilm.is en þangað er hægt að senda þeim uppástungur. „Til þess að ramma viðfangsefnið inn og setja í sem best samhengi þurfum við að fá eins breiðan hóp viðmælenda og hægt er. Við óskum til dæmis eftir ábendingum um vini þar sem aldursmunur er sérstaklega mikill. Einnig vinum sem áður voru elskendur og einstaklingum sem náð hafa saman á ný eftir vinslit. Þá höfum við sérstakan áhuga á því að fá ábendingar um eldri borgara sem eiga í fallegum vinasamböndum. Já, líka öllum hinum vinasamböndunum sem á einhvern hátt teljast sérstök og hjartnæm.“ Helgarviðtal Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Kristborg Bóel Steindórsdóttir segir að sér hafi verið mjög brugðið þegar það uppgötvaðist á dögunum fyrir tilviljun stórt vöðvaæxli í legi hennar. Kristborgu hafði ekki grunað að það væru breytingar á leginu en æxlið var fjarlægt með skurðaðgerð og legnám gert í leiðinni. Tíð þvaglát höfðu einkennt mánuðina á undan en vöðvaæxli eru góðkynja hnútar í vöðvum legveggjarins og geta valdið þrýsting á þvagblöðruna. „Ég fór til kvensjúkdómalæknis með smáeiginlegt mál sem þarfnaðist ekki einu sinni líkamlegrar skoðunar, heldur var bara vangaveltur sem ég vildi ræða við lækninn. Við spjölluðum og hún spurði hvort hún ætti ekki að tékka á mér og athuga hvort alllt væri í lagi.“ Kvensjúkdómalæknirinn skoðaði Kristborgu með sónar og sputði hana svo: „Hvað er langt síðan þú fórst í sónar?“ Kristborg Bóel hafði þá ekki farið í sónar síðan hún var ófrísk að fjórða og yngsta barninu sínu, fyrir sex árum síðan. „Svo sagði hún, þannig að það hefur enginn sagt þér að þú ert með stórt vöðvaæxli í leginu? Hún útskýrði þá fyrir mér að þetta sé eitthvað sem legið gerir stundum, sérstaklega eftir fertugt, að það fari að prjóna einhverja vöðvahnúta.“ Aðeins greint með ómskoðun Heimilislæknir getur oftast ekki greint vöðvaæxli þar sem það er gert með ómskoðun sem eru eingöngu gerðar hjá kvensjúkdómalæknum. Leitað var eftir upplýsingum frá kvensjúkdómalækni sem sagði í samtali við fréttastofu að það sé alls ekki vitlaust fyrir konur að fara í skoðun annað slagið til kvensjúkdómalæknis til að sjá að allt sé í góðu standi. Þegar konur fara í leitarstöðuna í krabbameinsstrok þá er bara tekið strok en við skoðun hjá kvensjúkdómalækni er skoðunin mun ítarlegri og fleiri hluti hægt að greina snemma ef við á. Taka skal fram að allar konur ættu að fara í leghálskrabbameinsstrok frá 23 ára aldri, fyrr ef vandamál koma upp. Yfirleitt er nóg að koma í skoðun á um það bil þriggja ára fresti ef engin vandamál eru til staðar. Vöðvaæxli í legi eru oft kölluð leghnútar. Hjá sumum konum geta þessi æxli valdið miklum tíðablæðingum, verk í grindarholi, vandamálum varðandi hægðir, verkjum við samfarir og þrýstingi á önnur líffæri. Kristborg Bóel hafði ekki verið með nein óþægindi og komst þarna að því að tíð þvaglát hennar voru vegna þessa æxlis. Áður hafði hún haldið að aukin þvaglátsþörf hennar væri vegna mikillar vatnsdrykkju. Legið fjarlægt „Ég fann ekkert til og það sást ekkert utan á mér,“ segir Kristborg. Vöðvaæxli eru nær aldrei hættuleg og konur þurfa því ekki að stressa sig þó þær séu með hnúta. Hjá Kristborgu var skurðaðgerð eini valkosturinn. Kvensjúkdómalæknirinn sagði henni að vöðvahnúturinn væri eins og tennisbolti að stærð. „Ég komst nokkuð fljótt að í aðgerð og um leið og vissi þetta fann ég þrýsting niður, því þetta er bara sambærilegt því að fóstur liggi á þvagblöðrunni. Þetta truflaði mig meira eftir að ég vissi þetta, en ég hefði örugglega geta gengið um með þetta í einhvern tíma í viðbót án þess að hafa hugmynd.“ Hvar í andskotanum var þetta? Hnútar í legi eru í yfir 99 prósent tilfella góðkynja og því ekki hættulegt að láta þá vera. Ef þeir valda verkjum eða óþægindum þá er yfirleitt auðveldara að eiga við þá ef konur leita til læknis fyrr en seinna. Keisaraskurðurinn hjá Kristborgu var framkvæmdur um það bil hálfum mánuði eftir greininguna. Skurðurinn var um 20 sentímetrar svo það þurfi að setja á hann 12 hefti sem fjarlægð voru viku síðar. „Æxlið var fjarlægt ásamt legi, leghálsi og eggjaleiðurum. Eggjastokkarnir voru skildir eftir, sem alltaf er gert ef hægt er, svo maður húrrist nú ekki á breytingarskeiðið á einni nóttu.,“ útskýrir Kristborg. Hún segir að eftir aðgerðina hafi skurðlæknirinn sagt henni að vöðvahnúturinn hefði legið aftur í bakið og verið stærri en talið var í upphafi. Telur hún að hann hafi verið „eins og handbolti“ að stærð. „Enn þann dag í dag skil ég ekkert, hvar í andskotanum var þetta? Ég er svosem ekkert með sléttasta maga í heimi eða að fara að auglýsa sundföt fyrir Speedo, en í alvöru, ég hvorki sá neitt né fann.“ Síðan Kristborg Bóel sagði frá þessu á samfélagsmiðlum hefur spurningunum rignt yfir hana frá öðrum konum, sem vilja vita meira um einkennin. Hennar æxli var samofið leginu en vöðvaæxlin geta verið inni í legvegg, á yfirborði legsins eða í legholinu. Í sjaldgæfum tilvikum geta þau einnig setið á eggjastokkunum. „Mér finnst ég í allt annarri stöðu en ungar stelpur. Af því að ég finn ekki fyrir neinni sorg.“ Kristborg Bóel SteindórsdóttirVísir/Vilhelm Hreinsuð að innan Kristborg Bóel er fjögurra barna móðir, það yngsta er fimm ára og það elsta 24 ára. Hún stefndi ekki á frekari barneignir í framtíðinni. Hún vissi strax frá upphafi að leg og eggjaleiðarar yrðu teknir um leið og vöðvaæxlið. Upplifði hún sorg eða vonbrigði við þá vitneskju? „Mér finnst ég í allt annarri stöðu en ungar stelpur, legið mitt er búið að skila alveg frábæru starfi og frekari barneignir ekki á dagskrá. Vegna þessa upplifiði ég enga sorg, aðeins þakklæti. Blessunarlega fékk ég bara stuttan tíma til að velta mér upp úr þessu. Ég held að það skipt höfuðmáli að ég var komin á þennan stað í lífinu. Ég held að það væri allt annað ef ég væri með eftirsjá yfir því að geta ekki átt fleiri börn. Auðvitað var þetta allt mjög óvænt og töluvert rask, en ég er orðin sallafín í dag.“ Orsakirnar fyrir því að óheftur vöxtur verður í vöðvavefnum eru ekki að fullu þekktar. Bataferlið hefur gengið vel þó að Kristborg Bóel viðurkenni að hún hafi verið mjög verkjuð og þreytt fyrstu dagana eftir aðgerð. „Þetta er ekki bara keisari, maður er bara hreinsaður að innan.“ Hnútar hverfa aldrei að sjálfu sér en þeir eru ekki hættulegir og margir haldast litlir áfram meðan aðrir stækka. Hnútarnir eru hormónanæmir svo ef konan er með virkan tíðahring og ekki komin yfir breytingaskeiðið þá stækka þeir smám saman, mishratt milli einstaklinga. Hormónalykkjan og pillan ásamt öðrum getnaðarvörnum getur hægt talsvert á stækkun á þeim og komið í veg fyrir að það þurfi að gera aðgerð seinna meir út af þrýstingseinkennum og blæðingarvandamálum. Fjórar stórkostlegar mannverur Tíðni vöðvaæxla er mest hjá konum á fimmtugsaldri og um það bil helmingur allra kvenna hefur vöðvahnúta í legi áður en tíðahvörf verða. Kristborg Bóel er sjálf 44 ára en hjá konum á barneignaraldri geta þessir hnútar haft mikil áhrif. Vöðvahnútar minnka möguleikana á þungun og á því að þungunin haldist þó það sé sjaldgæft þar sem þessir hnútar koma yfirleitt ekki fram fyrr en eftir 40 ára og þá eru flestar konur búnar að mestu í barneign. „Ég kveð legið mitt sátt og þakklát, enda hefur það skilað mér fjórum stórkostlegum mannverum,“ segir Kristborg. „Þessi tími hjá kvensjúkdómalækninum var ekkert akút, þannig að ég hef ekki hugmynd um það á hvaða tímapunkti mig hefði farið að gruna eitthvað.“ Leitar að einstökum vinum Kristborg Bóel er rithöfundur og dagskrágerðarkona og vinnur nú að sex þátta sjónvarpsseríu um vináttu í samvinnu við Saga Film og Sjónvarp Símans. „Hugmyndin kom til mín síðastliðið vor en segja má að vinnsla þeirra hafi ekki farið almennilega af stað fyrr en eftir áramót, þegar ég fékk leikstjórann Álfheiði Mörtu Kjartansdóttur með mér í lið. Í þáttunum skoðum við vináttu út frá öllum mögulegum hliðum með sérfræðingum og öðrum viðmælendum. Við skoðum grunninn út frá tengslum og tengslamyndun í æsku, ræðum samskipti, einmanaleika og ólík vinasambönd auk þess að velta upp mikilvægi vináttu í samfélaginu í heild.“ Ástandið í heiminum núna hefur haft áhrif á framleiðsluna en þær eru spenntar að byrja í næsta mánuði. „Tökur eru ekki hafnar en við vorum ekki nema rétt farnar að kafa í efnið þegar COVID-19 ruddist inn í samfélagið og setti sitt mark á allt saman. Veiran hefur að sjálfsögðu sett okkar plön í uppnám eins og allra annarra, en fyrstu tökur voru áætlaðar fyrir páska en verða ekki fyrr en um miðjan maí. Að sama skapi hefur COVID-19 ástandið gert umfjöllunina um vináttu meira viðeigandi en nokkru sinni, en það er á tímum sem þessum sem náungakærleikur og vinátta verða nánast áþreifanleg hugtök í samfélaginu. Fyrr mátti nú þó öllu ofgera en að senda mér heimsfaraldur til þess að sanna að hugmyndin mín væri málið.“ Kristborg Bóel og Álfheiður eru enn með augun opin fyrir viðmælendur þó að þær séu með ýmsa í sigtinu og hafi auk þess borist frábærar ábendingar í gegnum netfangið vinatta@sagafilm.is en þangað er hægt að senda þeim uppástungur. „Til þess að ramma viðfangsefnið inn og setja í sem best samhengi þurfum við að fá eins breiðan hóp viðmælenda og hægt er. Við óskum til dæmis eftir ábendingum um vini þar sem aldursmunur er sérstaklega mikill. Einnig vinum sem áður voru elskendur og einstaklingum sem náð hafa saman á ný eftir vinslit. Þá höfum við sérstakan áhuga á því að fá ábendingar um eldri borgara sem eiga í fallegum vinasamböndum. Já, líka öllum hinum vinasamböndunum sem á einhvern hátt teljast sérstök og hjartnæm.“
Helgarviðtal Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira