Íslenski boltinn

Hjör­var vill leggja dómar­a­um­ræðuna til hliðar og njóta leiksins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörvar í Pepsi Max-tilþrifunum í gær.
Hjörvar í Pepsi Max-tilþrifunum í gær. vísir/s2s

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, vill sjá fólk hætta tala eins mikið um dómgæslu og hefur verið gert í upphafi Íslandsmótsins og einbeita sér að leikjunum fjörugu.

Mikið hefur verið rætt og ritað um dómaranna í upphafi Pepsi Max-deildarinnar og þegar var farið yfir atvik leikjanna fjögurra í gærkvöldi vildi Hjörvar beina spjótum sínum eitthvað annað.

„Ég held að við séum komin á þann tímapunkt á Íslandsmótinu að við eigum aðeins að reyna minnka dómaraumræðu og njóta leiksins,“ sagði Hjörvar.

HK fékk vítaspyrnu í gær sem Skagamenn voru mjög ósáttir við en við endursýningu kom í ljós að vítaspyrnan var hárrétt.

„Það eru mjög hæfir dómarar að störfum og þarna er dæmd vítaspyrna. Þetta er bara hendi, víti. Pétur Guðmundsson er frábær dómari og negldi þessa ákvörðun.“

Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Hjörvar um dómarana



Fleiri fréttir

Sjá meira


×