Hefna Blikar eina tapsins síns í næstum því tvö ár? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2020 13:58 Fylkiskonur hafa ekki enn tapað leik á árinu 2020. vísir/daníel Sex leikir fara fram í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld. Leikur Fylkis og Breiðabliks, sem hefst klukkan 20:00, verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þessi lið mættust einnig í Árbænum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra. Fylkiskonur unnu þá 1-0 sigur. Kristín Þóra Birgisdóttir skoraði eina mark leiksins skömmu fyrir hálfleik. Fylkir var eina íslenska liðið sem vann Blika á síðasta tímabili. Þrátt fyrir að hafa ekki orðið Íslandsmeistari tapaði Breiðablik ekki leik í Pepsi Max-deild kvenna. Liðið vann fimmtán af átján leikjum sínum og gerði þrjú jafntefli. Valur gerði enn betur, vann sextán leiki og gerði tvö jafntefli, og vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 2010. Bæði Breiðablik og Fylkir eru nýkomin úr sóttkví og þar leiðandi nýbyrjuð að æfa aftur. Bæði lið spiluðu síðast þriðjudaginn 23. júní. Breiðablik og Fylkir eru bæði ósigruð í Pepsi Max-deildinni í sumar. Blikar hafa unnið alla þrjá leiki sína með markatölunni 11-0. Fylkiskonur hafa unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli. Meðal annarra leikja í kvöld má nefna að bikarmeistarar Selfoss sækja Stjörnuna heim. Þegar liðin mættust í Pepsi Max-deildinni í síðustu viku unnu Selfyssingar 1-4 sigur. Íslandsmeistarar Vals fá ÍBV í heimsókn klukkan 18:00. Valskonur unnu 1-3 sigur á Eyjakonum á Hásteinsvelli í síðustu viku. Þá mætast Þróttur og FH, nýliðarnir í Pepsi Max-deildinni, í annað sinn á fimm dögum. Á mánudaginn unnu Þróttarar 1-2 sigur á FH-ingum í Kaplakrika. Sextán liða úrslitunum lýkur á morgun með tveimur leikjum. Þór/KA fær Keflavík, topplið Lengjudeildarinnar, í heimsókn í beinni á Stöð 2 Sport og ÍA og Augnablik eigast við á Akranesi. Eftir leik Þórs/KA og Keflavíkur, klukkan 18:00, verður dregið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins í beinni á Stöð 2 Sport og Vísi. 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna Föstudagur 10. júlí Kl. 18:00 Valur - ÍBV Kl. 19:15 KR - Tindastóll Kl. 19:15 Þróttur - FH Kl. 19:15 Stjarnan - Selfoss Kl. 20:00 Fylkir - Breiðablik (beint á Stöð 2 Sport) Kl. 20:15 Haukar - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir Laugardagur 11. júlí Kl. 16:00 Þór/KA - Keflavík (beint á Stöð 2 Sport) Kl. 16:15 ÍA - Augnablik Mjólkurbikarinn Fylkir Breiðablik Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Sjá meira
Sex leikir fara fram í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld. Leikur Fylkis og Breiðabliks, sem hefst klukkan 20:00, verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þessi lið mættust einnig í Árbænum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra. Fylkiskonur unnu þá 1-0 sigur. Kristín Þóra Birgisdóttir skoraði eina mark leiksins skömmu fyrir hálfleik. Fylkir var eina íslenska liðið sem vann Blika á síðasta tímabili. Þrátt fyrir að hafa ekki orðið Íslandsmeistari tapaði Breiðablik ekki leik í Pepsi Max-deild kvenna. Liðið vann fimmtán af átján leikjum sínum og gerði þrjú jafntefli. Valur gerði enn betur, vann sextán leiki og gerði tvö jafntefli, og vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 2010. Bæði Breiðablik og Fylkir eru nýkomin úr sóttkví og þar leiðandi nýbyrjuð að æfa aftur. Bæði lið spiluðu síðast þriðjudaginn 23. júní. Breiðablik og Fylkir eru bæði ósigruð í Pepsi Max-deildinni í sumar. Blikar hafa unnið alla þrjá leiki sína með markatölunni 11-0. Fylkiskonur hafa unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli. Meðal annarra leikja í kvöld má nefna að bikarmeistarar Selfoss sækja Stjörnuna heim. Þegar liðin mættust í Pepsi Max-deildinni í síðustu viku unnu Selfyssingar 1-4 sigur. Íslandsmeistarar Vals fá ÍBV í heimsókn klukkan 18:00. Valskonur unnu 1-3 sigur á Eyjakonum á Hásteinsvelli í síðustu viku. Þá mætast Þróttur og FH, nýliðarnir í Pepsi Max-deildinni, í annað sinn á fimm dögum. Á mánudaginn unnu Þróttarar 1-2 sigur á FH-ingum í Kaplakrika. Sextán liða úrslitunum lýkur á morgun með tveimur leikjum. Þór/KA fær Keflavík, topplið Lengjudeildarinnar, í heimsókn í beinni á Stöð 2 Sport og ÍA og Augnablik eigast við á Akranesi. Eftir leik Þórs/KA og Keflavíkur, klukkan 18:00, verður dregið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins í beinni á Stöð 2 Sport og Vísi. 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna Föstudagur 10. júlí Kl. 18:00 Valur - ÍBV Kl. 19:15 KR - Tindastóll Kl. 19:15 Þróttur - FH Kl. 19:15 Stjarnan - Selfoss Kl. 20:00 Fylkir - Breiðablik (beint á Stöð 2 Sport) Kl. 20:15 Haukar - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir Laugardagur 11. júlí Kl. 16:00 Þór/KA - Keflavík (beint á Stöð 2 Sport) Kl. 16:15 ÍA - Augnablik
Föstudagur 10. júlí Kl. 18:00 Valur - ÍBV Kl. 19:15 KR - Tindastóll Kl. 19:15 Þróttur - FH Kl. 19:15 Stjarnan - Selfoss Kl. 20:00 Fylkir - Breiðablik (beint á Stöð 2 Sport) Kl. 20:15 Haukar - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir Laugardagur 11. júlí Kl. 16:00 Þór/KA - Keflavík (beint á Stöð 2 Sport) Kl. 16:15 ÍA - Augnablik
Mjólkurbikarinn Fylkir Breiðablik Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Sjá meira