Einhleypan: Útskrifaðist með háði úr leikskóla Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 14. júlí 2020 20:00 Vilhelm/Vísir „Ég hef ekkert verið að fara á stefnumót enda þykir mér þau einstaklega vandræðaleg og kvíðavaldandi“, segir Einhleypa vikunnar Þórhallur Þórhallson leikari og uppistandari. Það er margt um að vera hjá Þórhalli þesssa dagana og leikur hann meðal annars eitt aðalhlutverka í kvikmyndinni Mentor sem nú er í sýningu bíóhúsa. Myndin fjallar einmitt um uppistand sem er heimur sem ég þekki ágætlega þar sem ég er sjálfur uppistandari. Þórhallur segist nú bíða eftir því að ástandið vegna Covid-19 gangi yfir svo að hann geti aftur byrjað í leiðsögustarfinu sínu. „Ég bíð eftir því að ástandið verði nógu öruggt aftur til þess að geta byrjað að labba með túrista um bæinn en ég og félagi minn eigum fyrirtæki sem sérhæfir sig í leiðsögn um miðbæ Reykjavíkur. Einnig er grínhópurinn minn, My Voices Have Tourettes, með sýningar á RVK Fringe listahátíðinni.“ Þórhallur Þórhallsson leikari og uppistandari á ekki langt að sækja hæfileika sína þar sem faðir hans er þjóðargersemin eina sanna, Laddi. Aðsend mynd Nafn? Þórhallur Þórhallsson. Gælunafn eða hliðarsjálf? Alltaf kallaður Þórhallur nema af fjölskyldunni sem kallar mig Tótó, Litla gaur, Mjúkhaus eða Heyja Baby. Aldur í árum? 37 ára. Aldur í anda? 18 og hálfs árs. Menntun? Útskrifaðist með háði úr leikskóla. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Kærulaus kvíðasjúklingur: Þroskasaga manns sem þroskaðist aldrei. Guilty pleasure kvikmynd? Skammast mín ekki fyrir neina mynd sem ég fíla. Holy Grail og Dumb and Dumber eru myndir sem ég kann utan að. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Pamela Anderson er svona sú fyrsta sem ég man eftir. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Ég má ekki tala um mig samkvæmt lögum. Ég fékk nálgunarbann á sjálfan mig ásamt því að ég má ekki tjá mig um mig. Verður þetta nokkuð birt einhvers staðar? Syngur þú í sturtu? Nei, en ég syng þegar ég er einn í bíl langt frá mannabyggðum. Uppáhaldsappið þitt? Instagram en TikTok er að koma sterkt inn núna. Ertu á Tinder? Ég er að nota app sem heitir LGWNCOH (Lonely guys with no chance of happiness). Þegar Þórhallur er spurður að því hvað heilli hann í fari annara nefnir hann eitt atriði, húmor. Aðsend mynd Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Fölur, kvíðinn og dúlluhaus. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég prófaði að spyrja Elvu Dögg uppistandssnilling og vinkonu mína: Ljúfur, klár, geeeeeeðveikt skemmtilegur. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Húmor. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Frekja. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Letidýr með kvíðaröskun. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Charlie Chaplin, Jim Carrey og Mel Brooks. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já allskonar, get hrist augun, gert skrýtin hljóð og skallað bolta á lofti nokkuð oft (eða gat það allavega áður fyrr). Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Uppistand. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vakna snemma. Ertu A eða B týpa? Bjéééé. Hvernig viltu eggin þín? Ófrjóvguð og hrærð. Hvernig viltu kaffið þitt? Með smá mjólk. „Rómantískt ást er að eiga vin sem þú vilt mjúkast með,“ segir Þórhallur. Aðsend mynd Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? The Secret Cellar, það er mitt annað heimili. Ef einhver kallar þig sjomli? Þá klípi ég viðkomandi í nefið. Draumastefnumótið? Ef einhver annar fer fyrir mig á stefnumótið (kvíðaröskun). Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Flestir söngtextar held ég bara. Ef ég man ekki textann þá bý ég bara eitthvað til. Hvað horfðir þú á síðast á Netflix? Reyndar er þessi þáttur ekki á Netflix en ég vil mæla með Marvelous Mrs Maisel sem eru frábærir þættir. Hvað er Ást? Rómantísk ást er að eiga vin sem þú vilt mjúkast með. Annars er ást bara það að vilja allt það besta fyrir náungann. Aðsend mynd Makamál þakka Þórhalli kærlega fyrir spjallið og fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófílinn hans hér. Einhleypan Tengdar fréttir Einhleypan: Kaffisötrandi súludansari sem elskar skó „Það er kannski kominn tími til þess að líta í kringum sig“, segir Halldóra Kröyer sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 8. júlí 2020 20:29 Einhleypan: „Stolt af mér alla daga“ Einhleypa vikunnar er söngkonan Gréta Karen. Gréta skrifaði nýverið undir samning við umboðskonuna Wendy Starland sem uppgötvaði meðal annars Lady Gaga. 27. júní 2020 12:28 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál Spurning vikunnar: Má sofa hjá á fyrsta stefnumóti ef þú vilt stefnumót númer tvö? Makamál Órómantískt en nauðsynlegt að ræða fjármálin Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Einhleypan: „Það er alltaf gaman á festivölum“ Makamál „Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ Makamál „Ég bý svo vel að því að eiga mjög lausgirta vini“ Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Ég hef ekkert verið að fara á stefnumót enda þykir mér þau einstaklega vandræðaleg og kvíðavaldandi“, segir Einhleypa vikunnar Þórhallur Þórhallson leikari og uppistandari. Það er margt um að vera hjá Þórhalli þesssa dagana og leikur hann meðal annars eitt aðalhlutverka í kvikmyndinni Mentor sem nú er í sýningu bíóhúsa. Myndin fjallar einmitt um uppistand sem er heimur sem ég þekki ágætlega þar sem ég er sjálfur uppistandari. Þórhallur segist nú bíða eftir því að ástandið vegna Covid-19 gangi yfir svo að hann geti aftur byrjað í leiðsögustarfinu sínu. „Ég bíð eftir því að ástandið verði nógu öruggt aftur til þess að geta byrjað að labba með túrista um bæinn en ég og félagi minn eigum fyrirtæki sem sérhæfir sig í leiðsögn um miðbæ Reykjavíkur. Einnig er grínhópurinn minn, My Voices Have Tourettes, með sýningar á RVK Fringe listahátíðinni.“ Þórhallur Þórhallsson leikari og uppistandari á ekki langt að sækja hæfileika sína þar sem faðir hans er þjóðargersemin eina sanna, Laddi. Aðsend mynd Nafn? Þórhallur Þórhallsson. Gælunafn eða hliðarsjálf? Alltaf kallaður Þórhallur nema af fjölskyldunni sem kallar mig Tótó, Litla gaur, Mjúkhaus eða Heyja Baby. Aldur í árum? 37 ára. Aldur í anda? 18 og hálfs árs. Menntun? Útskrifaðist með háði úr leikskóla. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Kærulaus kvíðasjúklingur: Þroskasaga manns sem þroskaðist aldrei. Guilty pleasure kvikmynd? Skammast mín ekki fyrir neina mynd sem ég fíla. Holy Grail og Dumb and Dumber eru myndir sem ég kann utan að. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Pamela Anderson er svona sú fyrsta sem ég man eftir. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Ég má ekki tala um mig samkvæmt lögum. Ég fékk nálgunarbann á sjálfan mig ásamt því að ég má ekki tjá mig um mig. Verður þetta nokkuð birt einhvers staðar? Syngur þú í sturtu? Nei, en ég syng þegar ég er einn í bíl langt frá mannabyggðum. Uppáhaldsappið þitt? Instagram en TikTok er að koma sterkt inn núna. Ertu á Tinder? Ég er að nota app sem heitir LGWNCOH (Lonely guys with no chance of happiness). Þegar Þórhallur er spurður að því hvað heilli hann í fari annara nefnir hann eitt atriði, húmor. Aðsend mynd Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Fölur, kvíðinn og dúlluhaus. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég prófaði að spyrja Elvu Dögg uppistandssnilling og vinkonu mína: Ljúfur, klár, geeeeeeðveikt skemmtilegur. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Húmor. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Frekja. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Letidýr með kvíðaröskun. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Charlie Chaplin, Jim Carrey og Mel Brooks. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já allskonar, get hrist augun, gert skrýtin hljóð og skallað bolta á lofti nokkuð oft (eða gat það allavega áður fyrr). Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Uppistand. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vakna snemma. Ertu A eða B týpa? Bjéééé. Hvernig viltu eggin þín? Ófrjóvguð og hrærð. Hvernig viltu kaffið þitt? Með smá mjólk. „Rómantískt ást er að eiga vin sem þú vilt mjúkast með,“ segir Þórhallur. Aðsend mynd Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? The Secret Cellar, það er mitt annað heimili. Ef einhver kallar þig sjomli? Þá klípi ég viðkomandi í nefið. Draumastefnumótið? Ef einhver annar fer fyrir mig á stefnumótið (kvíðaröskun). Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Flestir söngtextar held ég bara. Ef ég man ekki textann þá bý ég bara eitthvað til. Hvað horfðir þú á síðast á Netflix? Reyndar er þessi þáttur ekki á Netflix en ég vil mæla með Marvelous Mrs Maisel sem eru frábærir þættir. Hvað er Ást? Rómantísk ást er að eiga vin sem þú vilt mjúkast með. Annars er ást bara það að vilja allt það besta fyrir náungann. Aðsend mynd Makamál þakka Þórhalli kærlega fyrir spjallið og fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófílinn hans hér.
Einhleypan Tengdar fréttir Einhleypan: Kaffisötrandi súludansari sem elskar skó „Það er kannski kominn tími til þess að líta í kringum sig“, segir Halldóra Kröyer sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 8. júlí 2020 20:29 Einhleypan: „Stolt af mér alla daga“ Einhleypa vikunnar er söngkonan Gréta Karen. Gréta skrifaði nýverið undir samning við umboðskonuna Wendy Starland sem uppgötvaði meðal annars Lady Gaga. 27. júní 2020 12:28 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál Spurning vikunnar: Má sofa hjá á fyrsta stefnumóti ef þú vilt stefnumót númer tvö? Makamál Órómantískt en nauðsynlegt að ræða fjármálin Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Einhleypan: „Það er alltaf gaman á festivölum“ Makamál „Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ Makamál „Ég bý svo vel að því að eiga mjög lausgirta vini“ Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Einhleypan: Kaffisötrandi súludansari sem elskar skó „Það er kannski kominn tími til þess að líta í kringum sig“, segir Halldóra Kröyer sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 8. júlí 2020 20:29
Einhleypan: „Stolt af mér alla daga“ Einhleypa vikunnar er söngkonan Gréta Karen. Gréta skrifaði nýverið undir samning við umboðskonuna Wendy Starland sem uppgötvaði meðal annars Lady Gaga. 27. júní 2020 12:28