Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 0-0 | Nýliðarnir náðu stigi á móti bikarmeisturunum Þór Símon Hafþórsson skrifar 14. júlí 2020 21:30 Hólmfríður Magnúsdóttir á ferðinni í leik með Selfossi. VÍSIR/VILHELM Þróttur fékk Selfoss í heimsókn í kvöld í Pepsi Max deild kvenna er fimmta umferð hófst.Þróttur eru nýliðar í efstu deild á meðan Selfoss töluðu um fyrir sumarið að berjast um titilinn. Það var þó ekki að sjá í kvöld er mikið jafnræði var með liðunum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Liðin skiptust á sóknum og færum en hvorugar varnir voru á því að gefa mikil færi á sér. Í hálfleik var staðan markalaus en þó virtist oft vera mark í loftinu. Það mark kom þó aldrei þrátt fyrir góð færi á báða bóga. Ísabella Anna slapp innfyrir vörn Selfyssinga en Kayla Marckese gaf ekkert færi á sér, stóð upprétt og varði á endanum frábærlega. Hinum megin var það helst reynsluboltinn Hólmfríður Magnúsdóttir sem skapaði og fékk færin en Friðrika Arnardóttir, markvörður Þróttara, sá við henni. Þó átti sér stað stórt atvik þegar um 20 mínútur voru til leiksloka er sending kom fram sem stefndi á Lindu Líf, framherja Þrótts, en varnarmaður stökk vel framfyrir hana og skallaði boltann afturfyrir sig, beint fyrir fætur Ólöfu Sigríðar sem var þá sloppin ein inn fyrir vörn Selfoss. Línudómarinn hafði þá þegar flaggað rangstöðu á Lindu Líf þó svo að hún hafi aldrei komist nálægt boltanum en Ólöf var svo sannarlega ekki rangstæð. Umdeilt atvik svo sannarlega en undir restina virtist allt ætla að sjóða upp úr er Hólmfríður, sem hafði verið ansi heitt í hamsi í gegnum leikinn, fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir glórulausa hegðun er hún hrinti leikmanni og sparkaði svo boltanum í burtu. Stuttu seinna fór Álfhildur, leikmaður Þróttar, í skrautlega tæklingu, einnig á gulu spjaldi, en dómarinn sá enga ástæðu til að reka hana í sturtu. En markalaust jafntefli endanleg niðurstaða og miðað við gang leiksins líklega sanngjörn úrslit. Afhverju endaði leikurinn með jafntefli? Bæði lið voru gríðarlega þétt og gáfu fá færi á sér og ef færið kom voru markverðir beggja liða vel á verði. Þetta var klassískur stál í stál leikur sem gefur frábæra mynd af nýliðum Þróttara en ekki jafn góða af dýru liði Selfyssinga sem litu líklega á þennan leik fyrir byrjun sumarsins sem skyldusigur. Hverjar stóðu upp úr? Þetta var liðsheildar úrslit en þó má auðvitað nefna báða markmenn vallarsins, Friðriku hjá Þrótt, og Kaylan, hjá Selfossi, sem lykilinn að því að liðin þeirra fengu stig. Báðir markmenn stóðu sína vakt með prýði. Fyrir utan markmenn má nefna Hólmfríði Magnúsdóttur sem, þrátt fyrir að vera 35 ára gömul, virkaði snörpust og fljótust af öllum leikmönnum inn á vellinum. Hún var miðpunkturinn í öllu sem Selfoss gerði í sókninni í dag. Hjá Þrótt ber hæt að nefna Sóley Maríu sem stýrði varnarleik liðsins að mikilli yfirvegun. Hvað gekk illa? Ég vil ekki lasta Þróttara neitt fyrir þeirra frammistöðu enda ungt lið sem gerði að mínu mati allt rétt í kvöld gegn sterku liði Selfoss. En Selfoss er með reynslumeira, dýrara og á blaði mun meiri gæði en Þróttarar en sýndu það engan veginn. Þetta er leikur sem þú verður að vinna ef þú ætlar þér að vinna titilinn. Þegar þú berst við Breiðablik og Val um titilinn eru hver töpuð stig rándýr og Selfoss hefur nú þegar tapað of mörgum. 7 stig eftir 5 leiki gefur ekki góð fyrirheit fyrir einhverja titilbaráttu. Hvað gerist næst? Selfoss fær Þór/KA í heimsókn og Þróttur heimsækir KR. Álfhildur: „Mjög sætt að fá stigið“ „Það var mjög sætt að fá stig gegn svona topp baráttu liði og við erum ótrúlega ánægðar með stigið,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þrótts, eftir markalausa jafnteflið gegn Selfossi í kvöld. Þróttarar eru nýliðar í deildinni og margir bjuggust við að liðið myndi eiga erfitt með að fóta sig í efstu deild en annað hefur komið á daginn. „Við erum búnar að sanna að við getum betur en okkur var spáð og nú þurfum við bara að halda því áfram,“ sagði Álfhildur sem var vonsvikin með rangstöðudóminn umtalaða. „Mér fannst þetta auðvitað ekki vera rangstaða. Hún [Linda Líf] kom aldrei við boltann þannig við erum auðvitað svekktar yfir því.“ Alfreð: „Við virðum stigið“ Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var vonsvikinn með úrslit kvöldsins er hans stelpur gerðu markalaust jafntefli gegn liði Þróttar. „Svekktur að hafa ekki tekið þrjú stig en við virðum stigið gegn vel skipulögðu liði Þróttara,“ sagði Alfreð. Aðspurður um gengi liðsins miðað við væntingar segir Alfreð að staða liðsins sýni í svörtu og hvítu að ekki hafi gengið nógu vel til þessa en Selfoss er með sjö stig eftir fimm leiki. „Við höldum áfram og það sýnir hvað við erum að gera. Að við þorum að segja blákallt hvað við ætlum okkur,“ sagði Alfreð en Selfyssingar fóru ekki í felur með það fyrir sumarið að stefnan væri sett á sjálfan titilinn. Alfreð telur þó að hans stelpur geti prísað sig sælar að hafa þó fengið eitt stig úr leiknum en hann hrósaði Kaylan Jenna, markmann liðsins, fyrir hennar frammistöðu. „Ef við horfum á leikinn aftur þá fengu þær betri færi. Markmaðurinn okkar varði þrisvar sinnum mjög vel. Við vorum ekki að skapa nóg,“ sagði Alfreð sem þurfti að horfa upp á Hólmfríði Magnúsdóttur fá rautt spjald í lok leiksins. Aðspurður hvort um réttan dóm hafi verið að ræða var Alfreð ekki í neinum vafa.„Hún missir hausinn. Algjör skita. Og missir auðvitað af næsta leik.“ Anna María: „Markmiðin okkar hafa ekki breyst“ „Þetta var svekkjandi. Við komum hingað og ætluðum að spila okkar leik en gerðum það alls ekki og þær voru einfaldlega bara miklu betri en við,“ sagði vonsvikinn fyrirliði Selfoss, eftir markalausa jafnteflið gegn Þrótt. „Þær geta verið sáttar með stigið en við erum ósáttar með okkar spilamennsku,“ sagði Anna María og segir að liðið þurfi að finna rétta taktinn fyrir framhaldið og að titilinn sé ekki enn búin að renna þeim endanlega úr greipum. „Við þurfum að taka næsta leik og ætlum að vinna hvern leik sem við förum í. Markmiðin okkar hafa ekkert breyst. Það eru fullt af leikjum eftir og öll lið eiga eftir að tapa stigum.“ Nik Anthony: Held að hann hafi verið of fljótur að lyfta flagginu „Að taka eitt stig gegn Selfossi er frábært. Að gera það á heimavelli og að halda hreinu er góður bónus líka,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir markalaust jafntefli gegn sterku liði Selfyssinga í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Mér fannst við eiga þetta skilið. Þetta var jafn leikur og boltinn skoppaði endanna á milli og ég held að jafntefli sé bara sanngjörn úrslit,“ sagði Nik en bæði lið áttu fín færi í leiknum en náðu ekki að reka endahnútinn og finna netið. Þó var ansi stór ákvörðun sem átti sér stað á 70. mínútu sem kom mögulega í veg fyrir að Þróttur tæki öll þrjú stigin á boðstólnum. Þá kom sending fram sem stefndi á Lindu Líf, framherja Þrótts, en varnarmaður stökk vel framfyrir hana og skallaði boltann afturfyrir sig, beint í fætur Ólöfu Sigríði sem var þá sloppin ein inn fyrir vörn Selfoss. Línudómarinn hafði þá þegar flaggað rangstöðu á Lindu Líf þó svo að hún hafi aldrei komist nálægt boltanum en Ólöf var svo sannarlega ekki rangstæð. „Hann [Línudómarinn] sagði að hún hefði haft áhrif á leikinn en að mínu mati hafði varnarmaðurinn ekki hugmynd um að hún væri fyrir aftan hana. Mér fannst þetta vera röng ákvörðun,“ sagði Nik en bætti við að Ólöf hafði átt eftir að klára færið þannig ekki væri hægt að segja hvort þetta hafi tekið af þeim mark en telur engu að síður að línudómarinn hafi verið of fljótur á sér. „Ég held að hann hafi verið of fljótur að lyfta flagginu. Skiljanlega kannski þar sem hún virtist vera að fá boltann en mér finnst hann hefði mátt bíða í 2-3 sekúndur í viðbót til að sjá hvernig atvikið myndi þróast.“ Þróttur eru nýliðar í deildinni og margir bjuggust við að róðurinn yrði þungur í sumar en þær hafa byrjað mun betur bjartsýnustu menn gátu ímyndað sér. Liðið er nú í 7. sæti hafandi spilað nú þegar við lið á borð við Val, Fylki og Selfoss. „Við vissum hvað við gátum. Við vissum að við gætum komið mörgum á óvart. Nú þurfum við bara að halda áfram að sanna hvað við getum og halda áfram að bæta okkur. Það eru ennþá 13 leikir eftir.“ Pepsi Max-deild kvenna
Þróttur fékk Selfoss í heimsókn í kvöld í Pepsi Max deild kvenna er fimmta umferð hófst.Þróttur eru nýliðar í efstu deild á meðan Selfoss töluðu um fyrir sumarið að berjast um titilinn. Það var þó ekki að sjá í kvöld er mikið jafnræði var með liðunum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Liðin skiptust á sóknum og færum en hvorugar varnir voru á því að gefa mikil færi á sér. Í hálfleik var staðan markalaus en þó virtist oft vera mark í loftinu. Það mark kom þó aldrei þrátt fyrir góð færi á báða bóga. Ísabella Anna slapp innfyrir vörn Selfyssinga en Kayla Marckese gaf ekkert færi á sér, stóð upprétt og varði á endanum frábærlega. Hinum megin var það helst reynsluboltinn Hólmfríður Magnúsdóttir sem skapaði og fékk færin en Friðrika Arnardóttir, markvörður Þróttara, sá við henni. Þó átti sér stað stórt atvik þegar um 20 mínútur voru til leiksloka er sending kom fram sem stefndi á Lindu Líf, framherja Þrótts, en varnarmaður stökk vel framfyrir hana og skallaði boltann afturfyrir sig, beint fyrir fætur Ólöfu Sigríðar sem var þá sloppin ein inn fyrir vörn Selfoss. Línudómarinn hafði þá þegar flaggað rangstöðu á Lindu Líf þó svo að hún hafi aldrei komist nálægt boltanum en Ólöf var svo sannarlega ekki rangstæð. Umdeilt atvik svo sannarlega en undir restina virtist allt ætla að sjóða upp úr er Hólmfríður, sem hafði verið ansi heitt í hamsi í gegnum leikinn, fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir glórulausa hegðun er hún hrinti leikmanni og sparkaði svo boltanum í burtu. Stuttu seinna fór Álfhildur, leikmaður Þróttar, í skrautlega tæklingu, einnig á gulu spjaldi, en dómarinn sá enga ástæðu til að reka hana í sturtu. En markalaust jafntefli endanleg niðurstaða og miðað við gang leiksins líklega sanngjörn úrslit. Afhverju endaði leikurinn með jafntefli? Bæði lið voru gríðarlega þétt og gáfu fá færi á sér og ef færið kom voru markverðir beggja liða vel á verði. Þetta var klassískur stál í stál leikur sem gefur frábæra mynd af nýliðum Þróttara en ekki jafn góða af dýru liði Selfyssinga sem litu líklega á þennan leik fyrir byrjun sumarsins sem skyldusigur. Hverjar stóðu upp úr? Þetta var liðsheildar úrslit en þó má auðvitað nefna báða markmenn vallarsins, Friðriku hjá Þrótt, og Kaylan, hjá Selfossi, sem lykilinn að því að liðin þeirra fengu stig. Báðir markmenn stóðu sína vakt með prýði. Fyrir utan markmenn má nefna Hólmfríði Magnúsdóttur sem, þrátt fyrir að vera 35 ára gömul, virkaði snörpust og fljótust af öllum leikmönnum inn á vellinum. Hún var miðpunkturinn í öllu sem Selfoss gerði í sókninni í dag. Hjá Þrótt ber hæt að nefna Sóley Maríu sem stýrði varnarleik liðsins að mikilli yfirvegun. Hvað gekk illa? Ég vil ekki lasta Þróttara neitt fyrir þeirra frammistöðu enda ungt lið sem gerði að mínu mati allt rétt í kvöld gegn sterku liði Selfoss. En Selfoss er með reynslumeira, dýrara og á blaði mun meiri gæði en Þróttarar en sýndu það engan veginn. Þetta er leikur sem þú verður að vinna ef þú ætlar þér að vinna titilinn. Þegar þú berst við Breiðablik og Val um titilinn eru hver töpuð stig rándýr og Selfoss hefur nú þegar tapað of mörgum. 7 stig eftir 5 leiki gefur ekki góð fyrirheit fyrir einhverja titilbaráttu. Hvað gerist næst? Selfoss fær Þór/KA í heimsókn og Þróttur heimsækir KR. Álfhildur: „Mjög sætt að fá stigið“ „Það var mjög sætt að fá stig gegn svona topp baráttu liði og við erum ótrúlega ánægðar með stigið,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þrótts, eftir markalausa jafnteflið gegn Selfossi í kvöld. Þróttarar eru nýliðar í deildinni og margir bjuggust við að liðið myndi eiga erfitt með að fóta sig í efstu deild en annað hefur komið á daginn. „Við erum búnar að sanna að við getum betur en okkur var spáð og nú þurfum við bara að halda því áfram,“ sagði Álfhildur sem var vonsvikin með rangstöðudóminn umtalaða. „Mér fannst þetta auðvitað ekki vera rangstaða. Hún [Linda Líf] kom aldrei við boltann þannig við erum auðvitað svekktar yfir því.“ Alfreð: „Við virðum stigið“ Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var vonsvikinn með úrslit kvöldsins er hans stelpur gerðu markalaust jafntefli gegn liði Þróttar. „Svekktur að hafa ekki tekið þrjú stig en við virðum stigið gegn vel skipulögðu liði Þróttara,“ sagði Alfreð. Aðspurður um gengi liðsins miðað við væntingar segir Alfreð að staða liðsins sýni í svörtu og hvítu að ekki hafi gengið nógu vel til þessa en Selfoss er með sjö stig eftir fimm leiki. „Við höldum áfram og það sýnir hvað við erum að gera. Að við þorum að segja blákallt hvað við ætlum okkur,“ sagði Alfreð en Selfyssingar fóru ekki í felur með það fyrir sumarið að stefnan væri sett á sjálfan titilinn. Alfreð telur þó að hans stelpur geti prísað sig sælar að hafa þó fengið eitt stig úr leiknum en hann hrósaði Kaylan Jenna, markmann liðsins, fyrir hennar frammistöðu. „Ef við horfum á leikinn aftur þá fengu þær betri færi. Markmaðurinn okkar varði þrisvar sinnum mjög vel. Við vorum ekki að skapa nóg,“ sagði Alfreð sem þurfti að horfa upp á Hólmfríði Magnúsdóttur fá rautt spjald í lok leiksins. Aðspurður hvort um réttan dóm hafi verið að ræða var Alfreð ekki í neinum vafa.„Hún missir hausinn. Algjör skita. Og missir auðvitað af næsta leik.“ Anna María: „Markmiðin okkar hafa ekki breyst“ „Þetta var svekkjandi. Við komum hingað og ætluðum að spila okkar leik en gerðum það alls ekki og þær voru einfaldlega bara miklu betri en við,“ sagði vonsvikinn fyrirliði Selfoss, eftir markalausa jafnteflið gegn Þrótt. „Þær geta verið sáttar með stigið en við erum ósáttar með okkar spilamennsku,“ sagði Anna María og segir að liðið þurfi að finna rétta taktinn fyrir framhaldið og að titilinn sé ekki enn búin að renna þeim endanlega úr greipum. „Við þurfum að taka næsta leik og ætlum að vinna hvern leik sem við förum í. Markmiðin okkar hafa ekkert breyst. Það eru fullt af leikjum eftir og öll lið eiga eftir að tapa stigum.“ Nik Anthony: Held að hann hafi verið of fljótur að lyfta flagginu „Að taka eitt stig gegn Selfossi er frábært. Að gera það á heimavelli og að halda hreinu er góður bónus líka,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir markalaust jafntefli gegn sterku liði Selfyssinga í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Mér fannst við eiga þetta skilið. Þetta var jafn leikur og boltinn skoppaði endanna á milli og ég held að jafntefli sé bara sanngjörn úrslit,“ sagði Nik en bæði lið áttu fín færi í leiknum en náðu ekki að reka endahnútinn og finna netið. Þó var ansi stór ákvörðun sem átti sér stað á 70. mínútu sem kom mögulega í veg fyrir að Þróttur tæki öll þrjú stigin á boðstólnum. Þá kom sending fram sem stefndi á Lindu Líf, framherja Þrótts, en varnarmaður stökk vel framfyrir hana og skallaði boltann afturfyrir sig, beint í fætur Ólöfu Sigríði sem var þá sloppin ein inn fyrir vörn Selfoss. Línudómarinn hafði þá þegar flaggað rangstöðu á Lindu Líf þó svo að hún hafi aldrei komist nálægt boltanum en Ólöf var svo sannarlega ekki rangstæð. „Hann [Línudómarinn] sagði að hún hefði haft áhrif á leikinn en að mínu mati hafði varnarmaðurinn ekki hugmynd um að hún væri fyrir aftan hana. Mér fannst þetta vera röng ákvörðun,“ sagði Nik en bætti við að Ólöf hafði átt eftir að klára færið þannig ekki væri hægt að segja hvort þetta hafi tekið af þeim mark en telur engu að síður að línudómarinn hafi verið of fljótur á sér. „Ég held að hann hafi verið of fljótur að lyfta flagginu. Skiljanlega kannski þar sem hún virtist vera að fá boltann en mér finnst hann hefði mátt bíða í 2-3 sekúndur í viðbót til að sjá hvernig atvikið myndi þróast.“ Þróttur eru nýliðar í deildinni og margir bjuggust við að róðurinn yrði þungur í sumar en þær hafa byrjað mun betur bjartsýnustu menn gátu ímyndað sér. Liðið er nú í 7. sæti hafandi spilað nú þegar við lið á borð við Val, Fylki og Selfoss. „Við vissum hvað við gátum. Við vissum að við gætum komið mörgum á óvart. Nú þurfum við bara að halda áfram að sanna hvað við getum og halda áfram að bæta okkur. Það eru ennþá 13 leikir eftir.“