Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skartar nú myndarlegum plástri á nefinu eftir óhapp sem henti hann í dag.
Guðlaugur deildi í dag mynd með Facebook-vinum sínum þar sem hann sést halda á hundinum Mána og skrifar ráðherrann við myndina. „Gekk á bíl og hélt á Mána inn í bíl.“
Í samtali við Fréttablaðið segir Guðlaugur að ekki skuli hafa áhyggjur af honum eftir óhappið.
Nefið sé óbrotið en skurður sé á því. Meiðslin hlaut Guðlaugur eftir að hafa gengið á pall vinnubíls síns þegar hann var með hugann við kort, með mynd af börnum hans, sem hann hafði fundið.