Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fylkir 1-1 | Víti, rautt spjald og tvö mörk Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 15. júlí 2020 22:30 Elín Metta skoraði mark Vals í kvöld. vísir/vilhelm Valskonur misstu í kvöld tvö dýrmæt stig í toppbaráttunni í Pepsi Max deild kvenna þegar þær gerðu 1-1 jafntefli við Fylki á heimavelli. Valur missti mann útaf á fyrstu mínútu leiksins en leikurinn var ansi jafn þrátt fyrir að þær hafi verið manni færri. Leikurinn gat eiginlega ekki byrjað betur fyrir Fylki. Eftir hræðilegan varnarleik hjá allri varnarlínu Vals var Sólveig Jóhannesdóttir Larsen við það að fara að pota boltanum í markið. Elísa Viðarsdóttir átti að vera að dekka Sólveigu og endaði á rífa hana niður sem má ekki. Elísa fékk í kjölfarið að sjárauða spjaldið og Fylkir fékk víti. Bryndís Arna Níelsdóttir fór á punktinn fyrir Fylki en Sandra Sigurðardóttir varði meistaralega frá henni. Fyrsta korterið var mjög fjörugt. Bæði lið voru að sækja á fullu en Lillý Rut Hlynsdóttir var nálægt því að koma Val yfir eftir flotta aukaspyrnu frá Hallberu Guðný Gísladóttur. Hlín Eiríksdóttir vildi líka fá víti en fékk ekkert fyrir sinn snúð. Fylkir fengu líka nokkur færi og náðu í endann að skora fyrsta mark leiksins. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu. Hún lék alveg á Lillý Rut sem var í bakverðinum og komst í frábæra stöðu í teignum. Valsliðið reyndi að vera í þriggja manna vörn í byrjunni eftir að rauða spjaldið kom en Málfríður Anna Eiríksdóttir kom inná eftir markið og lagaði varnarleik Vals alveg. Málfríður kom inn í hægri bakvörðinn og hélt Sólveigu niðri en Sólveig var besti maður vallarins fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Valskonur voru ekki lengi að jafna en Elín Metta Jensen jafnaði á 27. mínútu. Elín fékk frábæra fyrirgjöf frá Málfríði sem var nýkomin inná. Elín fékk boltann alveg við markið og Cecilía náði að verja fyrsta skotið hennar en Elín náði auðvitað frákastinu og jafnaði þá leikinn. Leikurinn róaðist dálítið eftir að Valur jafnaði. Valur átti þó eitt frábært færi í endanum af fyrri hálfleik. Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti þá eina bestu vörslu tímabilsins hugsa ég. Hlín Eiríksdóttir átti skot af stuttu færi eftir hornspyrnu en Cecilía náði einhvern veginn að teygja sig í boltann, þetta verðið þið að sjá í Pepsi Max mörkunum! Valskonur fóru aftar á völlinn í upphafi seinni hálfleiks og lokuðu á allan sóknarleik Fylkis. Valur náði nokkrum fínum færum í upphafi seinni hálfleiks en eiginlega alltaf bara eftir einstaklingsframtök hjá stjörnunum sínum, Elín Mettu og Hlín. Valskonur voru mjög þreyttar í seinni hálfleik og það sást vel á sóknarleik liðsins þar sem Elín Metta Jensen var ein frammi. Fylkir gerðu lítið fyrr en í lokinn en Sólveig fékk frábært færi í uppbótartíma sem Sandra náði á ótrúlegan hátt að verja til að bjarga stiginu fyrir Val. Af hverju varð jafntefli? Þegar á heildina er litið var leikurinn nokkuð jafn þrátt fyrir að Valur hafi verið manni færri. Það var lítið um færi í seinni hálfleiknum en bæði lið voru örugglega sáttari með stigið en þau vildu segja í viðtölunum. Hverjar stóðu upp úr? Sólveig Jóhannesdóttir Larsen var lang hættulegust fram á við í Fylkisliðinu. Hún skoraði markið, fiskaði vítið, fékk besta færið og var líka dugleg í varnarleiknum. Stefanía Ragnarsdóttir var flott á miðjunni á móti sínu gamla félagi, Hulda Hrund Arnarsdóttir átti líka flottan leik og síðan átti Cecilía Rán Rúnarsdóttir eina stórkostlega markvörslu. Elín Metta Jensen var best í Valsliðinu í dag. Hún skoraði markið sem var flott hjá henni en allt sem hún gerði er það sem lætur hana standa upp úr í dag. Hún vann boltann oft með flottri pressu og sýndi trekk í trekk sín miklu gæði sóknarlega. Málfríður Anna Eiríksdóttir átti frábæra innkomu í hægri bakvarðarstöðunni en hún lagði bæði upp markið og spilaði frábæra vörn á Sólveigu Larsen. Sandra Sigurðardóttir varði vítið og var annars bara með frábært presens í teignum, tók allar fyrirgjafir og góðan leik. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fylkis var ekki nægilega góður þegar maður spáir í því að þær voru að spila manni fleiri allan leikinn. Þær skora bara eitt mark sem var algjört einstaklingsframtak og náðu annars ekki að skapa sér nema eitt dauðafæri, sem var líka einstaklingsframtak frá sama leikmanni. Valur er auðvitað erfiður andstæðingur en ef Fylkir vilja láta líta á sig sem stórlið þurfa þær líka að spila þannig! Varnarleikur Vals þegar Fylkir fékk vítið var langt undir pari. Það er hægt að setja út á alla varnarlínuna hugsa ég, ekki bara Elísu sem braut klaufalega í lokinn. Hvað gerist næst? Fylkir fær Stjörnuna í heimsókn á mánudaginn, leikur umferðarinnar verður síðan Breiðablik-Valur á þriðjudaginn en þessi lið fóru bæði taplaus í gegnum tímabilið í fyrra. Skemmtilegt er að segja frá því að það eru ennþá þrjú taplaus lið í deildinni, Valur, Fylkir og Breiðablik. Pétur: Maður mætir Steina vini sínum og það er bara þannig „Við erum manni færri í 90 mínútur. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði. Þær sýndu það í dag að þær geta spilað vörn líka, ekki bara sókn. Mér fannst mínir leikmenn bara vera frábærir inni á vellinum í dag,” sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals um frammistöðuna hjá sínu liði í dag. Valsliðið var manni færri í 90 mínútur og þurfti að hafa mikið fyrir því að ná í stig. Elísa Viðarsdóttir gaf víti og fékk í kjölfarið rautt spjald á fyrstu mínútu leiksins þegar hún braut á Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen. Þetta er allavega ekki besta leiðin til að byrja fótboltaleik. „Það hefði ekki getað verið verra en svona skeður í fótbolta stundum.” Valskonur áttu fleiri í leiknum en náðu ekki að nýta færin og þurftu í lokinn að sætta sig við eitt stig. Það væri samt skrítið að vera ósáttur með stig þegar maður er að spila manni færi í 90 mínútur. „Við getum svo sem alveg verið gráðugir. Við áttum góða möguleika í fyrri hálfleik á að setja tvö mörk en stundum tekst það en það tókst ekki í dag.” Pétur beið í rúmlega 20 mínútur með að gera breytingu á liðinu sínu eftir rauðaspjaldið. Fylkir skoruðu á meðan Valur var ennþá að spila með 3 varnarmenn en eftir markið setti Pétur hana Málfríði Önnu inná til að leysa hægri bakvarðarstöðuna og eftir það var lítið af færum hjá Fylki. „Ég tók smá séns. Við vorum að sækja fram á við á þessum kafla eftir að við urðum tíu. Við fundum opnanir og vorum að skapa færi. Þetta er alltaf spurning hvort að maður á að gera þetta strax eða ekki. Ég tek það bara á mig að ég hefði átt að gera það strax. Eftir leikinn veit ég það en maður svona oftast eftir leikinn.” Elín Metta Jensen var oft að ná boltanum í seinni hálfleik á hættulegum svæðum en hún var alltaf ein. Pétur var samt ekki sammála því að hans konur hafi verið sprungnar undir lok leiksins. „Þær hlaupa og hlaupa endalaust fyrir tvo út um allan völl. Það er bara erfitt á móti góðu liði eins og Fylki.” „Við vorum ekkert sprungar. Við vorum alveg þreyttar en ekkert sprungnar. ” Pétur nýtti ekki seinusta skiptingagluggann sinn fyrr en bara rétt fyrir uppbótartímann þegar hann setti Bergdís Fanneyju og Ídu Marín inná. Það vakti athygli hjá sumum miðað við hvað sumir leikmenn Valsliðsins voru orðnar þreyttar. „Við höfðum kannski ekki mikla möguleika. Við þurftum að skipta útaf rauða spjaldinu og síðan meiðist Dóra María. Við áttum þá bara skiptingu eftir fyrir tvær eða þrjár skiptingar. Skipulagið var þó í lagi. Við vissum að það voru einhverjar tæpar svo við gátum eiginlega ekki gert neitt í skiptingum fyrr en í restina.” Það heyrðist dálítið úr Valsstúkunni um að leikmenn Fylkis væru að láta sig detta mikið. Pétur var ekki sammála því tuði. „Fólk dettur í fótbolta, er það ekki bara týpískt?” Einhverjir í Valsliðinu vildu víti í fyrri hálfleik þegar Hlín Eiríksdóttir féll í teignum þegar hún var við það að taka skot. Atvikið var ekki alveg ólíkt því sem átti sér stað þegar Elísa fékk rauða spjaldið í upphafi leiks. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta víti. Mér fannst þetta vera víti frá mínu sjónarhorni, af því að hún var komin í færi og hún togar í hana. Það er rautt spjald og víti í mínum augum.” Valur mætir Breiðablik í næstu umferð í einum af mikilvægari leikjum tímabilsins. Pétur vildi ekki gera of mikið úr stórleik næstu umferðar. „Þetta eru allt saman stórir leikir.” Breiðablik misstu hálfpartinn titillinn í fyrra með einu svona klafalegu jafntefli á heimavelli en annars misstu þessi lið bara stig í sínum innbyrðis leikjum sínum. Pétur vill ekki meina að leikskipulagið verði öðruvísi í leiknum á þriðjudaginn útaf jafnteflinu hér í kvöld. „Nei nei, við erum bara að fara að spila á móti sterku liði í Kópavoginum og maður mætir Steina vini sínum og það er bara þannig. ” Kjartan: Þær eru fúlar og ég er ánægður með það „Ég er óáanægður að hafa ekki nýtt leikinn aðeins betur. Það er margt jákvætt en þetta eru bara blendnar tilfinningar. Ég er hundfúll að taka ekki bara leikinn eins og við ætluðum okkur. Miðað við hvernig hann þróaðist og hvernig okkur gekk þá er ég alveg sáttur við eitt stig,” sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis eftir leikinn. Fylkir átti erfitt með að skapa sér færi í leiknum þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur. Það hlýtur að vera áhyggju atriði að geta ekki skapað færi manni fleiri. „Það er alveg klárt. Við nýttum ekki sénsinn alveg nógu vel. Við byrjuðum af krafti og svo vorum við að brasa með sitt lítið af hverju Ég er samt mjög ánægður með stelpurnar. Þær eru allar hundfúlar eftir að hafa gert jafntefli hérna við Val. Þær eru fúlar og ég er ánægður með það.” „Ég þarf eitthvað að ná að setjast yfir það. Mér fannst við ekki ná sama floti í boltann eins og við gerðum til dæmis á móti Blikum. Þau færi sem að við vorum að fá þau voru ekki að halda því góða sem við náðum upp. Við misstum svolítið karakter fannst mér,” sagði Kjartan aðspurður út í smáatriðin við vandamálin í sóknarleik Fylkis í kvöld. Tjasa Tibaut kom í fyrsta skipti inn í Fylkisliðið í kvöld en þetta er slóvensk landsliðskona sem var að spila með Tavagnacco í efstu deild á Ítalíu í fyrra. „Hún kemur bara ágætlega inn. Hún er búin að taka sóttkví og búin að taka einhverjar þrjár æfingar. Hún þarf örugglega sinn tíma til að aðlagast bara. Ég vona að hún fylli einhver skörð.” Elín Metta: Kannski of mikil barátta stundum hjá þeim „Miðað við hvernig leikur spilaðist þá er ég bara mjög ánægð með þennan leik hjá okkur við sýndum mikinn karakter,” sagði Elín Metta Jensen markaskorari Vals í kvöld um frammistöðuna hjá Val. Valur var með yfirhöndina mikið af leiknum þrátt fyrir að vera manni færri. Það vantaði þó oftast eitthvað alveg í lokin. „Mér fannst við eiga fleiri tækifæri heldur en þær í þessum leik. Við náðum að skapa tækifærin en við náðum því miður bara að skora eitt mark.” Elín var að lenda í mikið af návígum sérstaklega í seinni hálfleik og hún virtist á köflum vera orðin pirruð út í andstæðingana. Hún fékk síðan gult spjald á tímapunkti fyrir brot á leikmanni sem hafði brotið nokkrum sinnum á henni áður í leiknum. „Þetta var náttúrulega bara baráttuleikur. Það var kannski of mikil barátta stundum hjá þeim. Mér fannst þetta ekkert endilega vera spjald á mig, ég var bara að berjast á móti og svona er fótbolti.” Elín var oft að ná boltantum á hættulegum stöðum en þá vantaði leikmenn til að gefa á. Það er oft erfitt að spila sóknarbolta manni færri. „Það segir sig sjálft að þegar við erum tíu á móti ellefu þá þurfum við aðeins að þétta raðirnar og bakka. Ég var svolítið ein þarna uppi á topp. Við áttum samt alveg tækifæri þarna inn á milli svo það er jákvætt.” Valur á auðvitað Breiðablik í stórleik næstu umferðar. Elín ætlar eins og Pétur ekki að gera of mikið úr hver andstæðingurinn er strax allavega. „Við hlökkum til að spila í næstu viku. Við erum búnar að hlaupa ansi mikið núna og við fáum hvíld og mætum svo bara ferskar í næstu viku.” Sólveig: Við höfðum bara átt að sjá sendingarnar á milli „Ég er ánægð. En samt ekki nógu ánægð þar sem við áttum að vinna þetta,” sagði Sólveig Jóhannesdóttir Larsen sem skoraði í kvöld sitt fyrsta mark í efstu deild fyrir Fylki. Það vantaði dálítið uppá í sóknarleiknum hjá Fylki. Ólíkt þjálfara sínum var Sólveig með ansi nákvæmt svar á vandamálinu. „Mér fannst vera létt stress í okkur. Við vorum einhvern veginn að flýta okkur að gera hlutina í staðinn fyrir að sjá bara þegar þær voru opnar. Við höfðum bara átt að sjá sendingarnar á milli, þá hefði þetta bara verið einfalt.” Málfríður Anna Eiríksdóttir kom inná hjá Val á 24. mínútu. Hún kom inná þegar Fylkir var að ná að skapa sér færi en eftir þessa skiptingu var lítið um færi hjá Fylki. „Ég myndi ekki segja að hún ein hafi stoppað mig ég myndi segja að liðið hafi bara gert það. Þær voru þéttar og það var erfitt að fara í gegnum þessa vörn.” Pepsi Max-deild kvenna Valur Fylkir
Valskonur misstu í kvöld tvö dýrmæt stig í toppbaráttunni í Pepsi Max deild kvenna þegar þær gerðu 1-1 jafntefli við Fylki á heimavelli. Valur missti mann útaf á fyrstu mínútu leiksins en leikurinn var ansi jafn þrátt fyrir að þær hafi verið manni færri. Leikurinn gat eiginlega ekki byrjað betur fyrir Fylki. Eftir hræðilegan varnarleik hjá allri varnarlínu Vals var Sólveig Jóhannesdóttir Larsen við það að fara að pota boltanum í markið. Elísa Viðarsdóttir átti að vera að dekka Sólveigu og endaði á rífa hana niður sem má ekki. Elísa fékk í kjölfarið að sjárauða spjaldið og Fylkir fékk víti. Bryndís Arna Níelsdóttir fór á punktinn fyrir Fylki en Sandra Sigurðardóttir varði meistaralega frá henni. Fyrsta korterið var mjög fjörugt. Bæði lið voru að sækja á fullu en Lillý Rut Hlynsdóttir var nálægt því að koma Val yfir eftir flotta aukaspyrnu frá Hallberu Guðný Gísladóttur. Hlín Eiríksdóttir vildi líka fá víti en fékk ekkert fyrir sinn snúð. Fylkir fengu líka nokkur færi og náðu í endann að skora fyrsta mark leiksins. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu. Hún lék alveg á Lillý Rut sem var í bakverðinum og komst í frábæra stöðu í teignum. Valsliðið reyndi að vera í þriggja manna vörn í byrjunni eftir að rauða spjaldið kom en Málfríður Anna Eiríksdóttir kom inná eftir markið og lagaði varnarleik Vals alveg. Málfríður kom inn í hægri bakvörðinn og hélt Sólveigu niðri en Sólveig var besti maður vallarins fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Valskonur voru ekki lengi að jafna en Elín Metta Jensen jafnaði á 27. mínútu. Elín fékk frábæra fyrirgjöf frá Málfríði sem var nýkomin inná. Elín fékk boltann alveg við markið og Cecilía náði að verja fyrsta skotið hennar en Elín náði auðvitað frákastinu og jafnaði þá leikinn. Leikurinn róaðist dálítið eftir að Valur jafnaði. Valur átti þó eitt frábært færi í endanum af fyrri hálfleik. Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti þá eina bestu vörslu tímabilsins hugsa ég. Hlín Eiríksdóttir átti skot af stuttu færi eftir hornspyrnu en Cecilía náði einhvern veginn að teygja sig í boltann, þetta verðið þið að sjá í Pepsi Max mörkunum! Valskonur fóru aftar á völlinn í upphafi seinni hálfleiks og lokuðu á allan sóknarleik Fylkis. Valur náði nokkrum fínum færum í upphafi seinni hálfleiks en eiginlega alltaf bara eftir einstaklingsframtök hjá stjörnunum sínum, Elín Mettu og Hlín. Valskonur voru mjög þreyttar í seinni hálfleik og það sást vel á sóknarleik liðsins þar sem Elín Metta Jensen var ein frammi. Fylkir gerðu lítið fyrr en í lokinn en Sólveig fékk frábært færi í uppbótartíma sem Sandra náði á ótrúlegan hátt að verja til að bjarga stiginu fyrir Val. Af hverju varð jafntefli? Þegar á heildina er litið var leikurinn nokkuð jafn þrátt fyrir að Valur hafi verið manni færri. Það var lítið um færi í seinni hálfleiknum en bæði lið voru örugglega sáttari með stigið en þau vildu segja í viðtölunum. Hverjar stóðu upp úr? Sólveig Jóhannesdóttir Larsen var lang hættulegust fram á við í Fylkisliðinu. Hún skoraði markið, fiskaði vítið, fékk besta færið og var líka dugleg í varnarleiknum. Stefanía Ragnarsdóttir var flott á miðjunni á móti sínu gamla félagi, Hulda Hrund Arnarsdóttir átti líka flottan leik og síðan átti Cecilía Rán Rúnarsdóttir eina stórkostlega markvörslu. Elín Metta Jensen var best í Valsliðinu í dag. Hún skoraði markið sem var flott hjá henni en allt sem hún gerði er það sem lætur hana standa upp úr í dag. Hún vann boltann oft með flottri pressu og sýndi trekk í trekk sín miklu gæði sóknarlega. Málfríður Anna Eiríksdóttir átti frábæra innkomu í hægri bakvarðarstöðunni en hún lagði bæði upp markið og spilaði frábæra vörn á Sólveigu Larsen. Sandra Sigurðardóttir varði vítið og var annars bara með frábært presens í teignum, tók allar fyrirgjafir og góðan leik. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fylkis var ekki nægilega góður þegar maður spáir í því að þær voru að spila manni fleiri allan leikinn. Þær skora bara eitt mark sem var algjört einstaklingsframtak og náðu annars ekki að skapa sér nema eitt dauðafæri, sem var líka einstaklingsframtak frá sama leikmanni. Valur er auðvitað erfiður andstæðingur en ef Fylkir vilja láta líta á sig sem stórlið þurfa þær líka að spila þannig! Varnarleikur Vals þegar Fylkir fékk vítið var langt undir pari. Það er hægt að setja út á alla varnarlínuna hugsa ég, ekki bara Elísu sem braut klaufalega í lokinn. Hvað gerist næst? Fylkir fær Stjörnuna í heimsókn á mánudaginn, leikur umferðarinnar verður síðan Breiðablik-Valur á þriðjudaginn en þessi lið fóru bæði taplaus í gegnum tímabilið í fyrra. Skemmtilegt er að segja frá því að það eru ennþá þrjú taplaus lið í deildinni, Valur, Fylkir og Breiðablik. Pétur: Maður mætir Steina vini sínum og það er bara þannig „Við erum manni færri í 90 mínútur. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði. Þær sýndu það í dag að þær geta spilað vörn líka, ekki bara sókn. Mér fannst mínir leikmenn bara vera frábærir inni á vellinum í dag,” sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals um frammistöðuna hjá sínu liði í dag. Valsliðið var manni færri í 90 mínútur og þurfti að hafa mikið fyrir því að ná í stig. Elísa Viðarsdóttir gaf víti og fékk í kjölfarið rautt spjald á fyrstu mínútu leiksins þegar hún braut á Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen. Þetta er allavega ekki besta leiðin til að byrja fótboltaleik. „Það hefði ekki getað verið verra en svona skeður í fótbolta stundum.” Valskonur áttu fleiri í leiknum en náðu ekki að nýta færin og þurftu í lokinn að sætta sig við eitt stig. Það væri samt skrítið að vera ósáttur með stig þegar maður er að spila manni færi í 90 mínútur. „Við getum svo sem alveg verið gráðugir. Við áttum góða möguleika í fyrri hálfleik á að setja tvö mörk en stundum tekst það en það tókst ekki í dag.” Pétur beið í rúmlega 20 mínútur með að gera breytingu á liðinu sínu eftir rauðaspjaldið. Fylkir skoruðu á meðan Valur var ennþá að spila með 3 varnarmenn en eftir markið setti Pétur hana Málfríði Önnu inná til að leysa hægri bakvarðarstöðuna og eftir það var lítið af færum hjá Fylki. „Ég tók smá séns. Við vorum að sækja fram á við á þessum kafla eftir að við urðum tíu. Við fundum opnanir og vorum að skapa færi. Þetta er alltaf spurning hvort að maður á að gera þetta strax eða ekki. Ég tek það bara á mig að ég hefði átt að gera það strax. Eftir leikinn veit ég það en maður svona oftast eftir leikinn.” Elín Metta Jensen var oft að ná boltanum í seinni hálfleik á hættulegum svæðum en hún var alltaf ein. Pétur var samt ekki sammála því að hans konur hafi verið sprungnar undir lok leiksins. „Þær hlaupa og hlaupa endalaust fyrir tvo út um allan völl. Það er bara erfitt á móti góðu liði eins og Fylki.” „Við vorum ekkert sprungar. Við vorum alveg þreyttar en ekkert sprungnar. ” Pétur nýtti ekki seinusta skiptingagluggann sinn fyrr en bara rétt fyrir uppbótartímann þegar hann setti Bergdís Fanneyju og Ídu Marín inná. Það vakti athygli hjá sumum miðað við hvað sumir leikmenn Valsliðsins voru orðnar þreyttar. „Við höfðum kannski ekki mikla möguleika. Við þurftum að skipta útaf rauða spjaldinu og síðan meiðist Dóra María. Við áttum þá bara skiptingu eftir fyrir tvær eða þrjár skiptingar. Skipulagið var þó í lagi. Við vissum að það voru einhverjar tæpar svo við gátum eiginlega ekki gert neitt í skiptingum fyrr en í restina.” Það heyrðist dálítið úr Valsstúkunni um að leikmenn Fylkis væru að láta sig detta mikið. Pétur var ekki sammála því tuði. „Fólk dettur í fótbolta, er það ekki bara týpískt?” Einhverjir í Valsliðinu vildu víti í fyrri hálfleik þegar Hlín Eiríksdóttir féll í teignum þegar hún var við það að taka skot. Atvikið var ekki alveg ólíkt því sem átti sér stað þegar Elísa fékk rauða spjaldið í upphafi leiks. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta víti. Mér fannst þetta vera víti frá mínu sjónarhorni, af því að hún var komin í færi og hún togar í hana. Það er rautt spjald og víti í mínum augum.” Valur mætir Breiðablik í næstu umferð í einum af mikilvægari leikjum tímabilsins. Pétur vildi ekki gera of mikið úr stórleik næstu umferðar. „Þetta eru allt saman stórir leikir.” Breiðablik misstu hálfpartinn titillinn í fyrra með einu svona klafalegu jafntefli á heimavelli en annars misstu þessi lið bara stig í sínum innbyrðis leikjum sínum. Pétur vill ekki meina að leikskipulagið verði öðruvísi í leiknum á þriðjudaginn útaf jafnteflinu hér í kvöld. „Nei nei, við erum bara að fara að spila á móti sterku liði í Kópavoginum og maður mætir Steina vini sínum og það er bara þannig. ” Kjartan: Þær eru fúlar og ég er ánægður með það „Ég er óáanægður að hafa ekki nýtt leikinn aðeins betur. Það er margt jákvætt en þetta eru bara blendnar tilfinningar. Ég er hundfúll að taka ekki bara leikinn eins og við ætluðum okkur. Miðað við hvernig hann þróaðist og hvernig okkur gekk þá er ég alveg sáttur við eitt stig,” sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis eftir leikinn. Fylkir átti erfitt með að skapa sér færi í leiknum þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur. Það hlýtur að vera áhyggju atriði að geta ekki skapað færi manni fleiri. „Það er alveg klárt. Við nýttum ekki sénsinn alveg nógu vel. Við byrjuðum af krafti og svo vorum við að brasa með sitt lítið af hverju Ég er samt mjög ánægður með stelpurnar. Þær eru allar hundfúlar eftir að hafa gert jafntefli hérna við Val. Þær eru fúlar og ég er ánægður með það.” „Ég þarf eitthvað að ná að setjast yfir það. Mér fannst við ekki ná sama floti í boltann eins og við gerðum til dæmis á móti Blikum. Þau færi sem að við vorum að fá þau voru ekki að halda því góða sem við náðum upp. Við misstum svolítið karakter fannst mér,” sagði Kjartan aðspurður út í smáatriðin við vandamálin í sóknarleik Fylkis í kvöld. Tjasa Tibaut kom í fyrsta skipti inn í Fylkisliðið í kvöld en þetta er slóvensk landsliðskona sem var að spila með Tavagnacco í efstu deild á Ítalíu í fyrra. „Hún kemur bara ágætlega inn. Hún er búin að taka sóttkví og búin að taka einhverjar þrjár æfingar. Hún þarf örugglega sinn tíma til að aðlagast bara. Ég vona að hún fylli einhver skörð.” Elín Metta: Kannski of mikil barátta stundum hjá þeim „Miðað við hvernig leikur spilaðist þá er ég bara mjög ánægð með þennan leik hjá okkur við sýndum mikinn karakter,” sagði Elín Metta Jensen markaskorari Vals í kvöld um frammistöðuna hjá Val. Valur var með yfirhöndina mikið af leiknum þrátt fyrir að vera manni færri. Það vantaði þó oftast eitthvað alveg í lokin. „Mér fannst við eiga fleiri tækifæri heldur en þær í þessum leik. Við náðum að skapa tækifærin en við náðum því miður bara að skora eitt mark.” Elín var að lenda í mikið af návígum sérstaklega í seinni hálfleik og hún virtist á köflum vera orðin pirruð út í andstæðingana. Hún fékk síðan gult spjald á tímapunkti fyrir brot á leikmanni sem hafði brotið nokkrum sinnum á henni áður í leiknum. „Þetta var náttúrulega bara baráttuleikur. Það var kannski of mikil barátta stundum hjá þeim. Mér fannst þetta ekkert endilega vera spjald á mig, ég var bara að berjast á móti og svona er fótbolti.” Elín var oft að ná boltantum á hættulegum stöðum en þá vantaði leikmenn til að gefa á. Það er oft erfitt að spila sóknarbolta manni færri. „Það segir sig sjálft að þegar við erum tíu á móti ellefu þá þurfum við aðeins að þétta raðirnar og bakka. Ég var svolítið ein þarna uppi á topp. Við áttum samt alveg tækifæri þarna inn á milli svo það er jákvætt.” Valur á auðvitað Breiðablik í stórleik næstu umferðar. Elín ætlar eins og Pétur ekki að gera of mikið úr hver andstæðingurinn er strax allavega. „Við hlökkum til að spila í næstu viku. Við erum búnar að hlaupa ansi mikið núna og við fáum hvíld og mætum svo bara ferskar í næstu viku.” Sólveig: Við höfðum bara átt að sjá sendingarnar á milli „Ég er ánægð. En samt ekki nógu ánægð þar sem við áttum að vinna þetta,” sagði Sólveig Jóhannesdóttir Larsen sem skoraði í kvöld sitt fyrsta mark í efstu deild fyrir Fylki. Það vantaði dálítið uppá í sóknarleiknum hjá Fylki. Ólíkt þjálfara sínum var Sólveig með ansi nákvæmt svar á vandamálinu. „Mér fannst vera létt stress í okkur. Við vorum einhvern veginn að flýta okkur að gera hlutina í staðinn fyrir að sjá bara þegar þær voru opnar. Við höfðum bara átt að sjá sendingarnar á milli, þá hefði þetta bara verið einfalt.” Málfríður Anna Eiríksdóttir kom inná hjá Val á 24. mínútu. Hún kom inná þegar Fylkir var að ná að skapa sér færi en eftir þessa skiptingu var lítið um færi hjá Fylki. „Ég myndi ekki segja að hún ein hafi stoppað mig ég myndi segja að liðið hafi bara gert það. Þær voru þéttar og það var erfitt að fara í gegnum þessa vörn.”
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti