Lífið

„Ekki erfitt að finna réttan stað fyrir myndbandið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alexandra Chernyshova gefur út nýtt myndband.
Alexandra Chernyshova gefur út nýtt myndband.

Alexandra Chernyshova komst nýlega í úrslit í alþjóðlegri söngkeppni þar sem fjögur þúsund manns tóku þátt. Hún endaði með því að lenda í 9. sæti í tónlistarkeppninni World Folk Vision.

Í keppninni sendi hún inn lagið Ave Maria úr óperunni Skáldið og Biskupsdóttirin við handrit Guðrúnar Ásmundsdóttur og ljóð eftir Rúnar Kristjánsson.

Hún hefur nú gefið út nýtt tónlistarmyndband við lagið Svana prinsessan úr óperunni Ævintýrið um Tsar Saltan eftir tónskaldið Nikolai Rimskiy-Korsakov við ljóð Alexander Pushkin.

„Meðan ég vann að undirbúningi tónleikanna Russian Souvenir: Alexander Pushkin, kynnti ég mér mjög vel ljóð Pushkins. Ég heimsótti Pushkin-safnið í St. Pétursborg, las mikið um Pushkin í bókasafninu og spjallað við Pushkin sérfræðinga,“ segir Alexandra Chernyshova.

„Þetta myndband er líklega framhaldið, lenging á góðu ævintýri. Ég hef alltaf hlustað á töfrandi tónlist Rimsky-Korsakov. Ísland er stórkostlega fallegt land, svo það var ekki erfitt að finna réttan stað fyrir myndbandið. Maðurinn minn, Jon Hilmarsson er landslagsljósmyndari og einnig photo-guide fyrir atvinnuljósmyndara og áhugamenn lagði til þennan stað, Kleifarvatn.“

Kjóllinn og myndarammi var sérstaklega valinn fyrir fram.

„Veðrið á Íslandi er breytilegt, svo eftir að hafa tekið upp rödd og píanó með píanóleikaranum Kjartani Valdemarssyni þurfti ég að bíða aðeins með myndbandið. Við þurftum að bíða eftir rólegu veðri, sem myndi ramma fallega inn það sem var hugsað í tónlist og aríu í heild. Ég vil ráðleggja lestri á Alexander Pushkin fyrir alla, hann er snilldar rithöfundur og ljóðskáld.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×