Icelandair endurræður 114 flugmenn af 421 Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2020 13:42 Flugvél Icelandair við Leifsstöð VísirVilhelm Gunnarsson Af þeim 421 flugmanni sem Icelandair sagði upp í lok apríl munu 139 starfa hjá fyrirtækinu um næstu mánaðamót. Flugfélagið hefur dregið til baka 114 uppsagnir sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir vera vonbrigði. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir Vísi að útreikningar um flugmannaþörf séu byggðir á þeirri áætlun sem líklegt er talið að verði flogin í ágúst. „Í ljósi fyrirliggjandi óvissu er einungis hægt að gera áætlanir nokkrar vikur fram í tímann og jafnvel þá eru þær breytingum háðar. Þannig geta markaðir opnast og lokast með skömmum fyrirvara en með þessari mönnun tryggjum við áframhaldandi sveigjanleika og getum gripið þau tækifæri sem kunna að skapast,“ segir Jens. Það sé vitaskuld erfitt að horfa á eftir starfsfólki við þessar aðstæður en Icelandair voni að umsvif þess aukist þannig að hægt verði að skapa ný störf fyrir flugmenn og annað starfsfólk. „Samstarf félagsins og flugmanna þess hefur verið mjög gott í gegnum þetta óvissuástand og hafa flugmenn sýnt sveigjanleika og útsjónarsemi sem er ómetanlegt á tímum sem þessum,“ segir Jens. Forsvarsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segjast vonsviknir með ákvörðun Icelandair og lýsa sig ósammála forsendum flugfélagsins. Í bréfi til félagsmanna, sem Fréttablaðið skrifar upp úr, segir FÍA að ljóst sé að með umfangsmeiri flugáætlun, einkum vestur um haf, verði þörf fyrir fleiri flugmenn. „Þá taka þær forsendur sem félagið leggur nú til grundvallar þeirri ákvörðun sinni að halda aðeins 139 flugmönnum í starfi ekki til verkefna í leiguflugi, sem þó gætu komið upp með skömmum fyrirvara,“ segir í bréfi FÍA. Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Af þeim 421 flugmanni sem Icelandair sagði upp í lok apríl munu 139 starfa hjá fyrirtækinu um næstu mánaðamót. Flugfélagið hefur dregið til baka 114 uppsagnir sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir vera vonbrigði. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir Vísi að útreikningar um flugmannaþörf séu byggðir á þeirri áætlun sem líklegt er talið að verði flogin í ágúst. „Í ljósi fyrirliggjandi óvissu er einungis hægt að gera áætlanir nokkrar vikur fram í tímann og jafnvel þá eru þær breytingum háðar. Þannig geta markaðir opnast og lokast með skömmum fyrirvara en með þessari mönnun tryggjum við áframhaldandi sveigjanleika og getum gripið þau tækifæri sem kunna að skapast,“ segir Jens. Það sé vitaskuld erfitt að horfa á eftir starfsfólki við þessar aðstæður en Icelandair voni að umsvif þess aukist þannig að hægt verði að skapa ný störf fyrir flugmenn og annað starfsfólk. „Samstarf félagsins og flugmanna þess hefur verið mjög gott í gegnum þetta óvissuástand og hafa flugmenn sýnt sveigjanleika og útsjónarsemi sem er ómetanlegt á tímum sem þessum,“ segir Jens. Forsvarsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segjast vonsviknir með ákvörðun Icelandair og lýsa sig ósammála forsendum flugfélagsins. Í bréfi til félagsmanna, sem Fréttablaðið skrifar upp úr, segir FÍA að ljóst sé að með umfangsmeiri flugáætlun, einkum vestur um haf, verði þörf fyrir fleiri flugmenn. „Þá taka þær forsendur sem félagið leggur nú til grundvallar þeirri ákvörðun sinni að halda aðeins 139 flugmönnum í starfi ekki til verkefna í leiguflugi, sem þó gætu komið upp með skömmum fyrirvara,“ segir í bréfi FÍA.
Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira