Sport

Dag­skráin í dag: Undan­úr­slit enska bikarsins og stór­leikur í Lengju­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Martin og félagar fara norður í dag.
Gary Martin og félagar fara norður í dag. vísir/vilhelm

Það eru fimm beinar útsendingar á Stöð 2 Sport í dag en mikið er um að vera á sportrásunum alla helgina. Alls eru fimmtán beinar útsendingar um helgina frá fótbolta og golfi.

Dagurinn hefst með leik Stoke og Brentford í ensku B-deildinni. Brentford er í toppbaráttunni og getur með sigri skotist upp í 2. sætið en tvö efstu sætin fara beint upp í ensku úrvalsdeildina.

Þór og ÍBV mætast svo klukkan 14.00 í hörkuleik í Lengjudeildinni. Bæði lið setja stefnuna upp í Pepsi Max-deildina en Eyjamenn eru á toppi deildarinnar á meðan Þórsarar eru í 5. sætinu.

Memorial mótið á PGA-mótaröðinni heldur áfram í dag en útsending hefst klukkan 16.30.

Fyrri undanúrslitaleikurinn í enska bikarnum hefst klukkan 18.30 er Arsenal og Manchester City mætast en síðasti leikur dagsins er leikur AC Milan og Bologna. Andri Fannar Baldursson leikur með síðastnefnda liðinu.

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×