Sport

Sara rifjaði upp þegar hún æfði í Delafi­eld og kenndi tveimur Cross­Fit-urum að „skála“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir.
Sara Sigmundsdóttir. Skjámynd/CNN

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, ein af CrossFit-drottningum Íslands, rifjaði upp um helgina er hún kenndi þeim Heber Cannon og Martson Sawyers að „skála“.

Sara rifjar upp þegar hún var fyrir ári síðan í Delafield í Bandaríkjunum en hún skrifar á Instagram að hún hafi þar verið að æfa og drekka.

Með færslunni þá birtir Sara myndband af þeim þremur; Söru, Heber og Martson drekka drykkinn FitAid en þar vildu þeir félagar segja „cheers“.

Okkar kona var ekki á sama máli og kenndi þeim að segja skál en í myndbandinu má einnig sjá myndir frá æfingum Söru í Delafield.

Hún, eins og aðrir CrossFit-arar, eru lítið að keppa þessa daganna vegna kórónuveirufaraldursins en mun þó keppa á heimsleikunum sem eiga að fara fram í september, samkvæmt núverandi plani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×