Joaquin Phoenix-mynd bindur óbeint enda á gíslatöku í Úkraínu Heiðar Sumarliðason skrifar 22. júlí 2020 14:30 Joaquin Phoenix tekur hér á móti Óskarsverðlaunum fyrir frammistöðu sína í Joker. Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix og heimildarmyndargerðarmaðurinn Shaun Monson urðu óvæntir bjargvættir í gíslatöku í Úkraínu. Það var í gærmorgun sem dýraverndarsinninn Maksym Kryvosh tók þrettán manns í gíslingu um borð í rútu í borginni Lutsk. Kröfur hans voru á þá leið að nokkrir opinberir embættismenn, sem og ákveðnir meðlimir úkraínsku réttrúnaðarkirkjunnar, myndu gangast við því að þeir væru hryðjuverkamenn. Einnig vildi hann að forseti landsins, Volodymyr Zelensky, myndi á samfélagmiðlum hvetja fólk til að horfa á heimildarmyndina Earthlings. Lögregla hefur hér lokað af svæðið þar sem gíslatakan átti sér stað. Heimildarmyndin fjallar um ómannúðlega meðferð dýra í landbúnaði og vísindaskyni, og inniheldur ljót myndbönd af þjáningu þeirra. Dýraverndarsinninn Phoenix er sögumaður myndarinnar, en hann hélt t.a.m. innblásna ræðu um verndun dýra þegar hann tók á móti Óskarsverðlaunum, sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Joker, í samnefndri kvikmynd. Kryvosh sleppti þremur gíslanna þegar forsetinn samþykkti að birta tengil á myndina á Facebook og hvetja fylgjendur sína til að horfa á hana. Eftir birtinguna sleppti Kryvosh öllum gíslunum, en skilaboðum forsetans var eytt af Facebook um leið og mannræninginn var kominn í járn. Kryvosh hefur áður komist í kast við lögin og setið í fangelsi fyrir fjársvik og ólöglegan vopnaburð. Innanríkisráðherra Úkraínu, Arsen Avakov, fordæmdi Kryvosh, en sagði þó gjarðir hans ekki mega kasta rýrð á heimildarmyndina, sem hann mælti með. Hægt er að sjá alla myndina á Youtube.com. Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira
Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix og heimildarmyndargerðarmaðurinn Shaun Monson urðu óvæntir bjargvættir í gíslatöku í Úkraínu. Það var í gærmorgun sem dýraverndarsinninn Maksym Kryvosh tók þrettán manns í gíslingu um borð í rútu í borginni Lutsk. Kröfur hans voru á þá leið að nokkrir opinberir embættismenn, sem og ákveðnir meðlimir úkraínsku réttrúnaðarkirkjunnar, myndu gangast við því að þeir væru hryðjuverkamenn. Einnig vildi hann að forseti landsins, Volodymyr Zelensky, myndi á samfélagmiðlum hvetja fólk til að horfa á heimildarmyndina Earthlings. Lögregla hefur hér lokað af svæðið þar sem gíslatakan átti sér stað. Heimildarmyndin fjallar um ómannúðlega meðferð dýra í landbúnaði og vísindaskyni, og inniheldur ljót myndbönd af þjáningu þeirra. Dýraverndarsinninn Phoenix er sögumaður myndarinnar, en hann hélt t.a.m. innblásna ræðu um verndun dýra þegar hann tók á móti Óskarsverðlaunum, sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Joker, í samnefndri kvikmynd. Kryvosh sleppti þremur gíslanna þegar forsetinn samþykkti að birta tengil á myndina á Facebook og hvetja fylgjendur sína til að horfa á hana. Eftir birtinguna sleppti Kryvosh öllum gíslunum, en skilaboðum forsetans var eytt af Facebook um leið og mannræninginn var kominn í járn. Kryvosh hefur áður komist í kast við lögin og setið í fangelsi fyrir fjársvik og ólöglegan vopnaburð. Innanríkisráðherra Úkraínu, Arsen Avakov, fordæmdi Kryvosh, en sagði þó gjarðir hans ekki mega kasta rýrð á heimildarmyndina, sem hann mælti með. Hægt er að sjá alla myndina á Youtube.com.
Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira