Lífið

Húsið sem Lars og Erik bjuggu í Eurovision-myndinni til sölu

Stefán Árni Pálsson skrifar
dgsdfsb

Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin.

Kvikmyndin var að stórum hluta tekin upp hér á landi og þá aðallega á Húsavík.

Will Ferrell og Pierce Brosnan leika feðgana Lars og Erik og búa þeir saman í fallegu húsi á Húsavík. Nú er húsið sjálft komið á sölu en það stendur við Héðinsbraut 1.

Um er að ræða 127 fermetra hús sem skiptist í tvær hæðir og ris. Ásett verð er 24,5 milljónir en fasteignamat eignarinnar er 19,5 milljónir. Húsið var byggt árið 1903 en hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Lars og Erik bjuggu hér. 
Eldhús og borðstofa samliggjandi.
Falleg setustofa. 
Risið nýtist skemmtilega. 
Smekklegt baðherbergi.
Í húsinu eru nokkuð rúmgóð herbergi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.