Ásmundur: Skiptingin gekk fullkomlega upp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2020 23:16 Ásmundur vonast til að fyrsti sigur Fjölnis í sumar sé handan við hornið. vísir/stöð 2 sport Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Íslandsmeisturum KR í kvöld. Leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli en Fjölnismenn fengu tækifæri undir lokin til að stela sigrinum. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir lögðu allt í þetta, við vorum vel skipulagðir og skoruðum tvö mörk. Við getum alveg verið þokkalega sáttir með eitt stig hér þótt maður vilji alltaf taka öll þrjú. Það hefði verið ljúft að sjá boltann fara í stöngina og inn en ekki stöngina og út undir lokin,“ sagði Ásmundur og vísaði til þess þegar Hallvarður Óskar Sigurðsson skaut í stöng þremur mínútum fyrir leikslok. KR var miklu meira með boltann og þjarmaði að Fjölni á löngum köflum. En gestirnir beittu hættulegum skyndisóknum sem skiluðu tveimur mörkum og nokkrum færum til viðbótar. „Við missum að það myndi liggja svolítið á okkur. En við vorum alltaf líklegir og hættulegir og heilt yfir gekk þetta nokkurn veginn eins og við lögðum upp með,“ sagði Ásmundur. Eftir annað mark KR á 62. mínútu gerði Ásmundur tvöfalda skiptingu og setti Ingiberg Kort Sigurðsson og Hallvarð Óskar Sigurðsson inn á fyrir Viktor Andra Hafþórsson og Orra Þórhallsson. Tveimur mínútum síðar skoraði Ingibergur eftir sendingu Hallvarðar. „Skiptingin gekk fullkomlega upp,“ sagði Ásmundur og brosti. „Halli lagði upp á Inga. Þeir komu báðir ferskir inn á. Þetta eru mikil hlaup og við vissum að við þyrftum ferskar lappir þegar líða færi á leikinn.“ Fjölnir á enn eftir að vinna leik í Pepsi Max-deildinni í sumar en miðað við frammistöðuna í kvöld en styttra í hann en lengra. „Ég ætla að vona að menn taki sjálfstraust með sér inn í næstu leiki. Við erum með þéttan og fínan hóp og það er samkeppni um allar stöður. Ef menn halda áfram þeirri frammistöðu sem þeir hafa sýnt í flestum leikjum dettur sigurinn inn,“ sagði Ásmundur að endingu. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Fjölnir 2-2 | Meistararnir misstigu sig gegn botnliðinu Eftir fjóra sigurleiki í röð gerðu Íslandsmeistarar KR jafntefli við Fjölni, 2-2, á heimavelli. 22. júlí 2020 22:30 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Íslandsmeisturum KR í kvöld. Leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli en Fjölnismenn fengu tækifæri undir lokin til að stela sigrinum. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir lögðu allt í þetta, við vorum vel skipulagðir og skoruðum tvö mörk. Við getum alveg verið þokkalega sáttir með eitt stig hér þótt maður vilji alltaf taka öll þrjú. Það hefði verið ljúft að sjá boltann fara í stöngina og inn en ekki stöngina og út undir lokin,“ sagði Ásmundur og vísaði til þess þegar Hallvarður Óskar Sigurðsson skaut í stöng þremur mínútum fyrir leikslok. KR var miklu meira með boltann og þjarmaði að Fjölni á löngum köflum. En gestirnir beittu hættulegum skyndisóknum sem skiluðu tveimur mörkum og nokkrum færum til viðbótar. „Við missum að það myndi liggja svolítið á okkur. En við vorum alltaf líklegir og hættulegir og heilt yfir gekk þetta nokkurn veginn eins og við lögðum upp með,“ sagði Ásmundur. Eftir annað mark KR á 62. mínútu gerði Ásmundur tvöfalda skiptingu og setti Ingiberg Kort Sigurðsson og Hallvarð Óskar Sigurðsson inn á fyrir Viktor Andra Hafþórsson og Orra Þórhallsson. Tveimur mínútum síðar skoraði Ingibergur eftir sendingu Hallvarðar. „Skiptingin gekk fullkomlega upp,“ sagði Ásmundur og brosti. „Halli lagði upp á Inga. Þeir komu báðir ferskir inn á. Þetta eru mikil hlaup og við vissum að við þyrftum ferskar lappir þegar líða færi á leikinn.“ Fjölnir á enn eftir að vinna leik í Pepsi Max-deildinni í sumar en miðað við frammistöðuna í kvöld en styttra í hann en lengra. „Ég ætla að vona að menn taki sjálfstraust með sér inn í næstu leiki. Við erum með þéttan og fínan hóp og það er samkeppni um allar stöður. Ef menn halda áfram þeirri frammistöðu sem þeir hafa sýnt í flestum leikjum dettur sigurinn inn,“ sagði Ásmundur að endingu.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Fjölnir 2-2 | Meistararnir misstigu sig gegn botnliðinu Eftir fjóra sigurleiki í röð gerðu Íslandsmeistarar KR jafntefli við Fjölni, 2-2, á heimavelli. 22. júlí 2020 22:30 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Umfjöllun: KR - Fjölnir 2-2 | Meistararnir misstigu sig gegn botnliðinu Eftir fjóra sigurleiki í röð gerðu Íslandsmeistarar KR jafntefli við Fjölni, 2-2, á heimavelli. 22. júlí 2020 22:30