Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 25. júlí 2020 08:00 Kristín Tómasdóttir hjónabandsráðgjafi talar um sambönd, svik og hvernig góðar samskiptavenjur geta bjargað sambandi sem er komið í þrot. Hörður Sveinsson „Þegar það kemur upp framhjáhald í samböndum þá er fyrsta skrefið, að mínu mati, alltaf ráðgjöf.“ Þetta segir Kristín Tómasdóttir, fölskylduráðgjafi, í viðtali við Makamál. Á dögunum settu Makamál könnun í loftið sem spurði lesendur Vísis hvort að þeir hafi ákveðið að fyrirgefa framhjáhald. Spurningunni var beint til fólks í sambandi og ef marka má niðurstöðurnar þá hafa flestir ákveðið það að reyna að fyrirgefa, eða tæplega 60%. Koma þessar niðurstöður þér á óvart? „Nei, alls ekki. Ég held að fólk reyni í flestum tilvikum að reyna að fyrirgefa en það er samt mjög erfitt að alhæfa með svona. Framhjáhald og framhjáhald er bara ekki það sama. Forsaga fólks er svo misjöfn og eðli framhjáhaldsins getur verið svo allavega. Sumir gera eitthvað í ölæði og sumir verða jafnvel ástfangir af annarri manneskju.“ „Það er stór ákvörðun að fyrirgefa og alls ekki hægt að segja að þó að þú ákveðir að fyrirgefa að þú getir það endilega.“ Ég myndi segja að fyrirgefningin sjálf sé kannski ekki aðalmálið heldur það að kryfja málin vel og finna samskiptahætti sem virka betur. Kristín segir að í sumum tilvikum þegar framhjáhald kemur upp í samböndum þá hætti fólk saman og byrji svo saman aftur. Í þeim tilvikum ráðleggur hún fólki að byrja upp á nýtt, núllstilla sambandið og búa sér til nýtt samkomulag. Fólk gleymir að segja hvað það vill „Fólk gleymir því oft að það þurfa allir að segja hvað þeir vilja og hvernig samskipti það kýs í sambandinu sínu. Það er ekkert sjálfgefið að makinn þinn sé að hugsa það sama og þú, eða vilji það sama og þú. Þarna liggur grunnurinn, í samskiptunum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk heldur framhjá eða fer á bak við maka sinn og í fæstum tilvikum er það eitthvað sem fólk ætlar sér að gera. Það þarf að finna ástæðuna. Fólk er oft með ákveðnar hugmyndir um það hvernig sambandið eigi að vera sem það deilir ekki með makanum sínum. Þá verða misbrestirnir.“ Þegar fólk leitar til þín eftir að upp kemur framhjáhald í sambandinu, hvað tekur þá við? „Ég vil hjálpa fólki að komast að kjarnanum. Sumum kemur það á óvart hvað ég spyr mikið um forsögu og reynslu hvers og eins og undrast af hverju ég fer ekki beint í það að tala um sjálft framhjáhaldið. En það er í rauninni ekki það sem skiptir öllu máli heldur hvað varð til þess að makinn hélt framhjá, hvað er það sem liggur að baki?“ Ég spyr um æskuna, fjölskyldusöguna, samskiptamynstur milli foreldra og fleira í þeim dúr. Það skiptir máli hvaðan þú kemur og hvað þú hefur upplifað. Hvernig hefur stórfjölskyldan tæklað vandamál? Er öllu sópað undir teppið eða eru málin rædd? Kristín segir að mikilvægt sé að átta sig á því að það er þessi grunnur sem fólk þurfi að öðlast skilning á til þess að geta bætt samskiptin. „Það er ákjósanlegast að skoða þetta allt í kjölinn. Góð samskipti eru grunnurinn að þessu öllu.“ Kristín segir mikilvægt að fólk átti sig á því að ekki sé verið að leita eftir afsökunum heldur útskýringum og það sé hennar markmið að hjálpa fólki að skilja hvort annað og átta sig á samskiptamynstri sambandsins. „Sá aðili sem ætlar að fyrirgefa þarf að geta skilið hvað það er sem liggur að baki svikanna. Hann þarf líka að geta treyst því að hann fái að vita hvernig makanum sínum líður. Til þess að lækna svona mál þurfa báðir aðilar að taka sér pláss, ekki bara sá sem var brotið á, þá næst enginn árangur.“ Hvaða von eiga sambönd sem fara í gegnum framhjáhald að þínu mati? „Það fer allt eftir hvernig fólk ætlar að tækla það og hvernig framhjáhaldið var.“ Eins skrítið og það getur hljómað þá er framhjáhald í sumum tilvikum það besta sem getur gerst fyrir fólk. Fólk vaknar loksins og sér að það þarf verulega að skoða sín mál. Það getur stundum verið er gott að komast á núllpunkt í erfiðu sambandi. Maður skilur ekki klukkan þrjú á þriðjudegi Við tölum um skilnaði og undanfara þess að fólk ákveður að fara í sundur. „Þegar á hólminn er komið er þetta rosalega stór ákvörðun og margt sem liggur undir. Maður skilur ekki klukkan þrjú á þriðjudegi, þetta er í langflestum tilvikum langt ferli sem fólk þarf að taka sér tíma til að fara í gegnum.“ Kemur fólk til þín til að fá aðstoð til að skilja? „Það kemur fyrir, en flestir koma til mín því að þeir vita ekki hvað þeir vilja gera, hvort þeir vilji bæta sambandið eða skilja. Stundum er ráðgjöfin upphaf skilnaðarferlis og stundum finnum við leiðir til að byrja í þeirri vinnu að bæta sambandið. Það er ekkert alltaf rétta leiðin að skilja.“ „Þegar ég byrjaði í námi í fjölskyldumeðferð, þá sá ég hvað það eru margar leiðir til að hjálpa fólki að vera saman, sem kom mér á óvart. “ „Fólk kemur af þremur ástæðum í ráðgjöf: 1. Því það vill bæta sambandið. 2. Því það veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. 3. Því það vill skilja.“Aðsend mynd Mikilvægt að fá aðstoð við skilnaðarferlið Í þeim tilvikum þar sem óumflýanlegt er að sambandið endi í skilnaði, segist Kristín ráðleggja öllum að leita sér aðstoðar. „Það að skilja er svo stór ákvörðun og svo margt sem þú þarft að hugsa út í. Tilfinningarnar geta oftar en ekki flækst fyrir mikilvægum ákvarðanatökum og yfirleitt þegar ákveðið er að skilja er annar aðilinn ósáttur, vill ekki skilja. Þess vegna tel ég það vera best að fólk hafi með sér þriðja aðila, ráðgjafa, til að hjálpa til við þetta erfiða ferli.“ Fólk byrjar alltof snemma saman Í starfi sínu sem hjónabandsráðgjafi segist Kristín yfirleitt vera að hjálpa fólki á þremur stigum. Sumir komi til hennar til þess að bæta parasambandið, fyrirbyggja flækjur og annað. Aðrir koma þegar eitthvað alvarlegt kemur upp á eins og framhjáhald og enn aðrir koma til að fá hjálp til þess að skilja. „Fólk kemur af þremur ástæðum í ráðgjöf: 1. Því það vill bæta sambandið. 2. Því það veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. 3. Því það vill skilja.“ Ef ég á alveg að vera hreinskilin þá vildi ég óska þess að ég gæti hjálpað fólki að velja sér maka. Þar gerir fólk mestu mistökin. „En svona án gríns þá verða oft stærstu mistökin í makavalinu. Við erum alltof fljót að byrja bara saman. Þegar fólk er að velja sér hund inn á heimilið fer það í rosalega rannsóknarvinnu og vandar sig svakalega við það að velja réttu tegundina sem hentar.“ Svo þegar kemur að því að velja maka þá skellum við okkur bara í sleik undir lukkuhjólinu á English Pup og látum þar við sitja. Kristín segir að alltof algengt sé að þessi svokölluðu fiðrildi í maganum, sem við finnum fyrir þegar við erum skotin, trufli ákvörðunartökuna okkar í byrjun. Hún segir einnig að fólk hugsi ekki nógu mikið um það hvernig manneskjan henti okkur, ef svo má að orði komast. „Útlit, fiðrildi og gleðiboðefnin villa okkur oft sýn og við skuldbindum okkur alltof fljótt einstaklingi sem við þekkjum kannski ekki nógu vel. Það tekur tíma að kynnast fyrir alvöru, því með tímanum kynnumst við á annan hátt.“ Að lokum segir Kristín það mikilvægt fyrir fólk sem er að leita sér að maka, að einbeita sér að sinni eigin sjálfsmynd og hamingju. „Því sterkari sjálfsmynd sem þú ert með, því líklegra er að þú kynnist manneskju með sterka sjálfsmynd, vegna þess að hamingjusöm manneskja laðar að sér aðra hamingjusama manneskju.“ Kristín fagnar útskrift úr námi í fjölskyldumeðferð. Aðsend mynd Kristín starfar sem hjónabandsráðgjafi á sálfræðistofunni Sálfræðingar á Höfðabakka og fyrir áhugasama er hægt að nálgast hana á netfanginu hjonabandssaela@gmail.com Ástin og lífið Tengdar fréttir Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega? Tilfinningalegt framhjáhald er einstaklega hættulegt samböndum þar sem tilfinningarnar sem þú upplifir geta orðið mjög ákafar og sterkar. Fólk er tilbúið að fara á bak við maka sinn til þess eins að viðhalda fantasíunni. 22. júlí 2020 20:00 Meirhluti hefur ákveðið að fyrirgefa framhjáhaldið Þegar framhjáhald kemur upp í sambandi tekur við sú stóra áskorun að ákveða framhaldið. Hvað svo? Á að fyrirgefa eða á ekki fyrirgefa? 20. júlí 2020 21:10 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Þegar það kemur upp framhjáhald í samböndum þá er fyrsta skrefið, að mínu mati, alltaf ráðgjöf.“ Þetta segir Kristín Tómasdóttir, fölskylduráðgjafi, í viðtali við Makamál. Á dögunum settu Makamál könnun í loftið sem spurði lesendur Vísis hvort að þeir hafi ákveðið að fyrirgefa framhjáhald. Spurningunni var beint til fólks í sambandi og ef marka má niðurstöðurnar þá hafa flestir ákveðið það að reyna að fyrirgefa, eða tæplega 60%. Koma þessar niðurstöður þér á óvart? „Nei, alls ekki. Ég held að fólk reyni í flestum tilvikum að reyna að fyrirgefa en það er samt mjög erfitt að alhæfa með svona. Framhjáhald og framhjáhald er bara ekki það sama. Forsaga fólks er svo misjöfn og eðli framhjáhaldsins getur verið svo allavega. Sumir gera eitthvað í ölæði og sumir verða jafnvel ástfangir af annarri manneskju.“ „Það er stór ákvörðun að fyrirgefa og alls ekki hægt að segja að þó að þú ákveðir að fyrirgefa að þú getir það endilega.“ Ég myndi segja að fyrirgefningin sjálf sé kannski ekki aðalmálið heldur það að kryfja málin vel og finna samskiptahætti sem virka betur. Kristín segir að í sumum tilvikum þegar framhjáhald kemur upp í samböndum þá hætti fólk saman og byrji svo saman aftur. Í þeim tilvikum ráðleggur hún fólki að byrja upp á nýtt, núllstilla sambandið og búa sér til nýtt samkomulag. Fólk gleymir að segja hvað það vill „Fólk gleymir því oft að það þurfa allir að segja hvað þeir vilja og hvernig samskipti það kýs í sambandinu sínu. Það er ekkert sjálfgefið að makinn þinn sé að hugsa það sama og þú, eða vilji það sama og þú. Þarna liggur grunnurinn, í samskiptunum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk heldur framhjá eða fer á bak við maka sinn og í fæstum tilvikum er það eitthvað sem fólk ætlar sér að gera. Það þarf að finna ástæðuna. Fólk er oft með ákveðnar hugmyndir um það hvernig sambandið eigi að vera sem það deilir ekki með makanum sínum. Þá verða misbrestirnir.“ Þegar fólk leitar til þín eftir að upp kemur framhjáhald í sambandinu, hvað tekur þá við? „Ég vil hjálpa fólki að komast að kjarnanum. Sumum kemur það á óvart hvað ég spyr mikið um forsögu og reynslu hvers og eins og undrast af hverju ég fer ekki beint í það að tala um sjálft framhjáhaldið. En það er í rauninni ekki það sem skiptir öllu máli heldur hvað varð til þess að makinn hélt framhjá, hvað er það sem liggur að baki?“ Ég spyr um æskuna, fjölskyldusöguna, samskiptamynstur milli foreldra og fleira í þeim dúr. Það skiptir máli hvaðan þú kemur og hvað þú hefur upplifað. Hvernig hefur stórfjölskyldan tæklað vandamál? Er öllu sópað undir teppið eða eru málin rædd? Kristín segir að mikilvægt sé að átta sig á því að það er þessi grunnur sem fólk þurfi að öðlast skilning á til þess að geta bætt samskiptin. „Það er ákjósanlegast að skoða þetta allt í kjölinn. Góð samskipti eru grunnurinn að þessu öllu.“ Kristín segir mikilvægt að fólk átti sig á því að ekki sé verið að leita eftir afsökunum heldur útskýringum og það sé hennar markmið að hjálpa fólki að skilja hvort annað og átta sig á samskiptamynstri sambandsins. „Sá aðili sem ætlar að fyrirgefa þarf að geta skilið hvað það er sem liggur að baki svikanna. Hann þarf líka að geta treyst því að hann fái að vita hvernig makanum sínum líður. Til þess að lækna svona mál þurfa báðir aðilar að taka sér pláss, ekki bara sá sem var brotið á, þá næst enginn árangur.“ Hvaða von eiga sambönd sem fara í gegnum framhjáhald að þínu mati? „Það fer allt eftir hvernig fólk ætlar að tækla það og hvernig framhjáhaldið var.“ Eins skrítið og það getur hljómað þá er framhjáhald í sumum tilvikum það besta sem getur gerst fyrir fólk. Fólk vaknar loksins og sér að það þarf verulega að skoða sín mál. Það getur stundum verið er gott að komast á núllpunkt í erfiðu sambandi. Maður skilur ekki klukkan þrjú á þriðjudegi Við tölum um skilnaði og undanfara þess að fólk ákveður að fara í sundur. „Þegar á hólminn er komið er þetta rosalega stór ákvörðun og margt sem liggur undir. Maður skilur ekki klukkan þrjú á þriðjudegi, þetta er í langflestum tilvikum langt ferli sem fólk þarf að taka sér tíma til að fara í gegnum.“ Kemur fólk til þín til að fá aðstoð til að skilja? „Það kemur fyrir, en flestir koma til mín því að þeir vita ekki hvað þeir vilja gera, hvort þeir vilji bæta sambandið eða skilja. Stundum er ráðgjöfin upphaf skilnaðarferlis og stundum finnum við leiðir til að byrja í þeirri vinnu að bæta sambandið. Það er ekkert alltaf rétta leiðin að skilja.“ „Þegar ég byrjaði í námi í fjölskyldumeðferð, þá sá ég hvað það eru margar leiðir til að hjálpa fólki að vera saman, sem kom mér á óvart. “ „Fólk kemur af þremur ástæðum í ráðgjöf: 1. Því það vill bæta sambandið. 2. Því það veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. 3. Því það vill skilja.“Aðsend mynd Mikilvægt að fá aðstoð við skilnaðarferlið Í þeim tilvikum þar sem óumflýanlegt er að sambandið endi í skilnaði, segist Kristín ráðleggja öllum að leita sér aðstoðar. „Það að skilja er svo stór ákvörðun og svo margt sem þú þarft að hugsa út í. Tilfinningarnar geta oftar en ekki flækst fyrir mikilvægum ákvarðanatökum og yfirleitt þegar ákveðið er að skilja er annar aðilinn ósáttur, vill ekki skilja. Þess vegna tel ég það vera best að fólk hafi með sér þriðja aðila, ráðgjafa, til að hjálpa til við þetta erfiða ferli.“ Fólk byrjar alltof snemma saman Í starfi sínu sem hjónabandsráðgjafi segist Kristín yfirleitt vera að hjálpa fólki á þremur stigum. Sumir komi til hennar til þess að bæta parasambandið, fyrirbyggja flækjur og annað. Aðrir koma þegar eitthvað alvarlegt kemur upp á eins og framhjáhald og enn aðrir koma til að fá hjálp til þess að skilja. „Fólk kemur af þremur ástæðum í ráðgjöf: 1. Því það vill bæta sambandið. 2. Því það veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. 3. Því það vill skilja.“ Ef ég á alveg að vera hreinskilin þá vildi ég óska þess að ég gæti hjálpað fólki að velja sér maka. Þar gerir fólk mestu mistökin. „En svona án gríns þá verða oft stærstu mistökin í makavalinu. Við erum alltof fljót að byrja bara saman. Þegar fólk er að velja sér hund inn á heimilið fer það í rosalega rannsóknarvinnu og vandar sig svakalega við það að velja réttu tegundina sem hentar.“ Svo þegar kemur að því að velja maka þá skellum við okkur bara í sleik undir lukkuhjólinu á English Pup og látum þar við sitja. Kristín segir að alltof algengt sé að þessi svokölluðu fiðrildi í maganum, sem við finnum fyrir þegar við erum skotin, trufli ákvörðunartökuna okkar í byrjun. Hún segir einnig að fólk hugsi ekki nógu mikið um það hvernig manneskjan henti okkur, ef svo má að orði komast. „Útlit, fiðrildi og gleðiboðefnin villa okkur oft sýn og við skuldbindum okkur alltof fljótt einstaklingi sem við þekkjum kannski ekki nógu vel. Það tekur tíma að kynnast fyrir alvöru, því með tímanum kynnumst við á annan hátt.“ Að lokum segir Kristín það mikilvægt fyrir fólk sem er að leita sér að maka, að einbeita sér að sinni eigin sjálfsmynd og hamingju. „Því sterkari sjálfsmynd sem þú ert með, því líklegra er að þú kynnist manneskju með sterka sjálfsmynd, vegna þess að hamingjusöm manneskja laðar að sér aðra hamingjusama manneskju.“ Kristín fagnar útskrift úr námi í fjölskyldumeðferð. Aðsend mynd Kristín starfar sem hjónabandsráðgjafi á sálfræðistofunni Sálfræðingar á Höfðabakka og fyrir áhugasama er hægt að nálgast hana á netfanginu hjonabandssaela@gmail.com
Ástin og lífið Tengdar fréttir Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega? Tilfinningalegt framhjáhald er einstaklega hættulegt samböndum þar sem tilfinningarnar sem þú upplifir geta orðið mjög ákafar og sterkar. Fólk er tilbúið að fara á bak við maka sinn til þess eins að viðhalda fantasíunni. 22. júlí 2020 20:00 Meirhluti hefur ákveðið að fyrirgefa framhjáhaldið Þegar framhjáhald kemur upp í sambandi tekur við sú stóra áskorun að ákveða framhaldið. Hvað svo? Á að fyrirgefa eða á ekki fyrirgefa? 20. júlí 2020 21:10 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega? Tilfinningalegt framhjáhald er einstaklega hættulegt samböndum þar sem tilfinningarnar sem þú upplifir geta orðið mjög ákafar og sterkar. Fólk er tilbúið að fara á bak við maka sinn til þess eins að viðhalda fantasíunni. 22. júlí 2020 20:00
Meirhluti hefur ákveðið að fyrirgefa framhjáhaldið Þegar framhjáhald kemur upp í sambandi tekur við sú stóra áskorun að ákveða framhaldið. Hvað svo? Á að fyrirgefa eða á ekki fyrirgefa? 20. júlí 2020 21:10