Íslenski boltinn

Beitir: Ég veit ekki á hvað var dæmt

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Beitir í markinu hjá KR.
Beitir í markinu hjá KR. vísir/stefán

Beitir Ólafsson, markvörður KR-inga var allt í öllu á lokamínútunum þegar KA og KR skildu jöfn í markalausum leik á Akureyri í dag.

KA-menn skoruðu mark á 83.mínútu sem dæmt var af vegna rangstöðu að því er virtist en KA-menn og aðrir áhorfendur áttu mjög erfitt með að átta sig á hvað var dæmt.

 Það lág því beinast við að spyrja Beiti út í atganginn á teignum í þessu atviki enda Beitir allt í öllu þar.

„Ég veit ekki á hvað var dæmt. Kiddi (Kristinn Jónsson) fékk engin skilaboð um hvað hann ætti að gera og leggur boltann til baka á mig. Hann boppar aðeins illa og ég hitti hann illa. Í augnablikinu á eftir þegar ég er að fara að reyna að verja frá Guðmundi Stein rekst ég í KA-mann held ég. Ég hleyp á hann eða hann hleypur á mig og það getur vel verið að hann hafi dæmt brot á það. Ég veit það ekki,“ segir Beitir.

Nokkrum mínútum síðar var Beitir aftur í sviðsljósinu þegar hann varði vítaspyrnu frá Guðmundi Stein. Afar viðburðaríkar lokamínútur eftir að Beitir hafði verið í hlutverki áhorfanda stærstan hluta leiksins.

„Ég sé við honum í vítaspyrnunni. Sem betur fer var þessi hasar þarna á undan. Þess vegna var maður orðinn smá heitur og tilfinningin ræður ríkjum í vítaspyrnum. Ég fór í rétt horn og náði að verja sem er bara gott mál.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×