Halda upp á verslunarmannahelgina með götugrillhátíð í Eyjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2020 11:38 Hverfishátíðin verður fjölmenn, en um 180 manns taka þátt í henni. Vísir/Vilhelm Hverfisgrillhátíð sem fer fram í Vestmannaeyjum um helgina verður með svipuðu sniði og Hvítu tjöldin svokölluðu sem alla jafnan er tjaldað í Herjólfsdal á Þjóðhátíð. Fjölskyldur muni tjalda hvítum tjöldum á túni í miðju hverfinu og segir skipuleggjandi grillhátíðarinnar að um 180 manns verði viðstatt hátíðinni á laugardag. „Þetta endar í að við verðum 180 á laugardaginn. Hverfið er þannig að í miðjunni er tún og þar ætlum við að tjalda, þetta ættu að verða vona 14 til 15 tjöld í þyrpingu. Svo fæðast alltaf fleiri og fleiri hugmyndir og við ætlum að gera þarna Þjóðhátíðargötu,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, skipuleggjandi og forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja. Yfir daginn verður þétt dagskrá fyrir börn og fjölskyldufólk, hoppukastalar, andlitsmálning og ratleikur fyrir krakkana. Um kvöldið tekur svo við grill og seinna verður kvöldvaka. „Þá er bara spjall og fjölskylduvæn skemmtun,“ segir Grétar. Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið vel sótt síðustu áratugi en í fyrra voru um 15 þúsund manns í Herjólfsdal þegar mest lét.Vísir/Sigurjón Hann segist ekki hafa áhyggjur af smithættu þrátt fyrir fjölgun kórónuveirusmita undanfarna daga. Fólk passi upp á sóttvarnir og hvort annað. „Við verðum innan fjöldatakmarkana og við fylgjum bara yfirvaldinu.“ „Hérna í Vestmannaeyjum þá labbarðu bara á hljóðið“ Þá viti hann ekki af fleiri hverfishátíðum sem standi til en fjöldi fólks ætli að tjalda í görðum sínum og bjóða upp á kaffi og með því. „Ég veit alveg til þess að þetta verður mikið í heimahúsum þar sem fólk er kannski að tjalda í garðinum einu til þremur tjöldum og svo verður spilað væntanlega á gítar og svoleiðis. Hérna í Vestmannaeyjum þá labbarðu bara á hljóðið. Ég á von á því að það verði svolítið um það,“ segir Grétar. „Á laugardaginn verður setningarkaffi og fjölskyldurnar eru svolítið í sínu tjaldi, þá er bara eins og venjan er, kaffið og terta. Þetta er svolítið í anda hvítu tjaldanna sem eru alltaf í Herjólfsdal.“ Herjólfsdalurinn verður tómur þetta árið.Vísir/Jóhann Hann segist ekki eiga von á því að margt fólk utan hverfisins eigi eftir að koma en þó geti það vel verið. „Ég hugsa að öll eyjan þekki vel einhverja sem verða þarna þannig að ég á alveg von á því að fólk líti við. Það er kannski ekkert öðruvísi en venjulega þegar maður er með tjald. Það verða tjöld í görðunum og innlit, fólk að koma í kaffi og heilsa upp á mannskapinn.“ Eins og þekkt er orðið var Þjóðhátíð í Eyjum aflýst og segir Grétar það mikinn missi fyrir marga. „Þetta er eins og okkar áramót, maður byrjar alltaf að hlakka til næsta árs um leið og Þjóðhátíð klárast.“ Hópur Eyjamanna tók sig til og fjármagnaði brennuna sem er ár hvert á Fjósakletti. Brennan fer því fram á föstudag. „Maður á ekki von á gríðarlegum fjölda þá enda er niðri í dal bara opið svæði og fólk sér tendrunina og labbar heim.“ Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Gáfu jákvæðar umsagnir um áfengissölu og styrktartónleika um verslunarmannahelgi Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. 28. júlí 2020 21:47 Hátíðarhöld með breyttu sniði um verslunarmannahelgi Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi verða með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Þó verður ýmislegt um að vera um allt land en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að stemma stigu við mögulegum smitum á hverjum stað. 28. júlí 2020 14:19 Reglum um fjöldatakmarkanir framfylgt í Eyjum þrátt fyrir að engin sé Þjóðhátíð Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hafi verið aflýst munu löggæsluyfirvöld samt sem áður vera með viðbúnað í Eyjum og reglum um fjöldatakmarkanir verður fylgt eftir. 27. júlí 2020 20:58 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Hverfisgrillhátíð sem fer fram í Vestmannaeyjum um helgina verður með svipuðu sniði og Hvítu tjöldin svokölluðu sem alla jafnan er tjaldað í Herjólfsdal á Þjóðhátíð. Fjölskyldur muni tjalda hvítum tjöldum á túni í miðju hverfinu og segir skipuleggjandi grillhátíðarinnar að um 180 manns verði viðstatt hátíðinni á laugardag. „Þetta endar í að við verðum 180 á laugardaginn. Hverfið er þannig að í miðjunni er tún og þar ætlum við að tjalda, þetta ættu að verða vona 14 til 15 tjöld í þyrpingu. Svo fæðast alltaf fleiri og fleiri hugmyndir og við ætlum að gera þarna Þjóðhátíðargötu,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, skipuleggjandi og forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja. Yfir daginn verður þétt dagskrá fyrir börn og fjölskyldufólk, hoppukastalar, andlitsmálning og ratleikur fyrir krakkana. Um kvöldið tekur svo við grill og seinna verður kvöldvaka. „Þá er bara spjall og fjölskylduvæn skemmtun,“ segir Grétar. Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið vel sótt síðustu áratugi en í fyrra voru um 15 þúsund manns í Herjólfsdal þegar mest lét.Vísir/Sigurjón Hann segist ekki hafa áhyggjur af smithættu þrátt fyrir fjölgun kórónuveirusmita undanfarna daga. Fólk passi upp á sóttvarnir og hvort annað. „Við verðum innan fjöldatakmarkana og við fylgjum bara yfirvaldinu.“ „Hérna í Vestmannaeyjum þá labbarðu bara á hljóðið“ Þá viti hann ekki af fleiri hverfishátíðum sem standi til en fjöldi fólks ætli að tjalda í görðum sínum og bjóða upp á kaffi og með því. „Ég veit alveg til þess að þetta verður mikið í heimahúsum þar sem fólk er kannski að tjalda í garðinum einu til þremur tjöldum og svo verður spilað væntanlega á gítar og svoleiðis. Hérna í Vestmannaeyjum þá labbarðu bara á hljóðið. Ég á von á því að það verði svolítið um það,“ segir Grétar. „Á laugardaginn verður setningarkaffi og fjölskyldurnar eru svolítið í sínu tjaldi, þá er bara eins og venjan er, kaffið og terta. Þetta er svolítið í anda hvítu tjaldanna sem eru alltaf í Herjólfsdal.“ Herjólfsdalurinn verður tómur þetta árið.Vísir/Jóhann Hann segist ekki eiga von á því að margt fólk utan hverfisins eigi eftir að koma en þó geti það vel verið. „Ég hugsa að öll eyjan þekki vel einhverja sem verða þarna þannig að ég á alveg von á því að fólk líti við. Það er kannski ekkert öðruvísi en venjulega þegar maður er með tjald. Það verða tjöld í görðunum og innlit, fólk að koma í kaffi og heilsa upp á mannskapinn.“ Eins og þekkt er orðið var Þjóðhátíð í Eyjum aflýst og segir Grétar það mikinn missi fyrir marga. „Þetta er eins og okkar áramót, maður byrjar alltaf að hlakka til næsta árs um leið og Þjóðhátíð klárast.“ Hópur Eyjamanna tók sig til og fjármagnaði brennuna sem er ár hvert á Fjósakletti. Brennan fer því fram á föstudag. „Maður á ekki von á gríðarlegum fjölda þá enda er niðri í dal bara opið svæði og fólk sér tendrunina og labbar heim.“
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Gáfu jákvæðar umsagnir um áfengissölu og styrktartónleika um verslunarmannahelgi Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. 28. júlí 2020 21:47 Hátíðarhöld með breyttu sniði um verslunarmannahelgi Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi verða með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Þó verður ýmislegt um að vera um allt land en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að stemma stigu við mögulegum smitum á hverjum stað. 28. júlí 2020 14:19 Reglum um fjöldatakmarkanir framfylgt í Eyjum þrátt fyrir að engin sé Þjóðhátíð Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hafi verið aflýst munu löggæsluyfirvöld samt sem áður vera með viðbúnað í Eyjum og reglum um fjöldatakmarkanir verður fylgt eftir. 27. júlí 2020 20:58 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Gáfu jákvæðar umsagnir um áfengissölu og styrktartónleika um verslunarmannahelgi Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. 28. júlí 2020 21:47
Hátíðarhöld með breyttu sniði um verslunarmannahelgi Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi verða með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Þó verður ýmislegt um að vera um allt land en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að stemma stigu við mögulegum smitum á hverjum stað. 28. júlí 2020 14:19
Reglum um fjöldatakmarkanir framfylgt í Eyjum þrátt fyrir að engin sé Þjóðhátíð Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hafi verið aflýst munu löggæsluyfirvöld samt sem áður vera með viðbúnað í Eyjum og reglum um fjöldatakmarkanir verður fylgt eftir. 27. júlí 2020 20:58