Það var margt um manninn í ræktinni hjá Hafþóri Júlíusi Björnssyni, Fjallinu, fyrr í vikunni en hann birti myndband af því á YouTube síðu sinni.
Það er rúm vika þangað til að Hafþór Júlíus mun keppa á sterkasti maður Íslands en hann hefur síðustu vikur verið að undirbúa sig undir keppnina.
Hann er þó einnig með augun á bardaganum við Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári en kraftajötnarnir ætla að boxa í Bandaríkjunum á næsta ári.
Hafþór Júlíus fékk góða gesti í heimsókn til sín í Thor's Power Gym í Kópavogi en CrossFit-drottningin Annie Mist var mætt í heimsókn.
Annie Mist bíður nýtt verkefni á allra næstu dögum er hún eignast sitt fyrsta barn en hún gefur þó ekkert eftir og var mætt ásamt t.a.m. Sólveigu Sigurðardóttur, öðrum CrossFit-ara, í ræktina hjá Fjallinu.